Ísland, reiðin og fámennið Guðmundur Steingrímsson skrifar 4. júní 2018 07:00 Andrúmsloftið er að breytast. Eftir nokkurra mánaða logn, eins konar pásu í stjórnmálunum, sem tók við eftir síðustu alþingiskosningar, er kraumandi hraunkvika núna um það bil að fara að springa upp á yfirborðið. Það er órói. Titringur í jörðu. Hin eilífa íslenska deila um veiðigjöld er byrjuð aftur, enda ætíð óútkljáð. Það er engin sátt í virkjana- og stóriðjumálum, frekar en fyrri daginn, og kona fer í stríð. Úrskurður Kjaradóms um laun alþingismanna mun seint gleymast. Verkalýðshreyfingin hefur verið að vígbúast með harðari afstöðu nýrra forystuafla. Orðræða um þræla og þrælahaldara fær glimrandi undirtektir á samfélagsmiðlum. Ferðamenn eru að fara. Þá tapa einhverjir peningum og verða reiðir. Líklega á HM í fótbolta eftir að fresta reiðinni aðeins, og sumarfríin í júlí, en um leið og það er búið munu margir setja hnefa sinn á loft. Það verður erfiðara fyrir VG að sitja í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Kannski verða kosningar í október.Einsleitnin Það var stórfínt viðtal við Sólveigu Arnarsdóttur leikkonu hér í blaðinu um síðustu helgi. Þar lýsti hún muninum á Þýskalandi, þar sem hún er með annan fótinn, og Íslandi. Sólveig talaði um að sér fyndist „gríðarlegt áreiti á Íslandi frá hlutum sem ég hef engan áhuga á en þeir troða sér inn í líf mitt, hvort sem það er miðnæturopnun í Kringlunni, óumbeðin lífsstílsráðgjöf eða Eurovision.“ Ég sagði „já, nákvæmlega“ mjög hátt í huganum þegar ég las þetta. Það er oft mjög erfitt að búa á þessu landi ef maður hefur ekki sama áhuga, eða er ekki eins innstilltur, og áberandi einstaklingar eða fjölmiðlar þá stundina. Einsleitnin er svo mikil. Fámennið er yfirþyrmandi. Vei þeim Íslendingi, til dæmis, sem hefur ekki áhuga á fótbolta nú í júní. Þetta er líka svona í pólitíkinni. Nú held ég því fram, að viss reiði og ólga sé að koma upp á yfirborðið. Ég skil þessa reiði. Það er of margt í samfélaginu sem er óleyst. Of margt hefur verið hunsað. Of margir hafa það skítt. En það sem ég dæsi yfir er þetta: Hvað ef maður er samt ekki beint reiður? Eða svo ég orði þetta öðruvísi: Hvað ef maður er reiður á allt annan hátt heldur en þeir sem eru reiðastir? Verður þetta ekki enn og aftur eins og Sólveig segir: Hlutum sem maður hefur engan áhuga á — eins og til dæmis úr sér gengnum marxisma — er troðið upp á mann af reiðu fólki sem krefst þess að samfélaginu sé umturnað í þágu þeirra eigin skoðana, með skæruherðnaði og þvergirðingshætti. King eða X Mér líður illa reiðum. Reiðin er niðurrifsafl. Hún blindar. Hún er óforskömmuð. Mér finnst Martin Luther King merkari baráttumaður en Malcolm X. Ég held að samfélagsbreytingum verði náð fram með birtu og von fremur en ofsa. Kannski hlæja hinir reiðu hæðnislega að svona skoðun og eiga Facebookstatusa á lager gegn einfeldningum eins og mér. En ég er samt þessarar skoðunar. Ef maður hefur trú á opnu samfélagi, lýðræði, fjölbreytni og mannréttindum þá verður maður að hafa trú á því að samfélagsbreytingum — hvort sem það er ný stjórnarskrá eða betri kjör láglaunafólks — verði einungis náð fram með samræðu, rökum, upplýsingum og kærleiksríkum sannfæringarkrafti í bland við sveigjanleika. Það þarf að hlusta meira en maður talar. Það þarf að sýna fremur en krefjast. Sá sem sameinar, fremur en sundrar, nær mestum árangri. Í komandi reiðibylgju og átökum hef ég litla sem enga trú á því að þau sjónarmið sem ég og margir fleiri aðhyllast um samfélagsúrbætur muni heyrast mjög hátt. Ég held að rót vandans á Íslandi — ástæða þess að aldrei er til peningur hvorki í góðæri né kreppu, og svona illa gengur að leiðrétta kjör fólks — sé fólginn í gjörsamlega ónothæfum gjaldmiðli. Hann eykur misrétti og skapar ranglæti. Ég hef staðið frammi fyrir fullu Háskólabíói af mjög reiðu fólki, sem þá stundina hafði orðið fyrir hækkun á höfuðstól lána sinna út af gjaldmiðlunum, og haldið fram þessari skoðun og nánast verið púaður niður. Það er þetta sem ég á við. Það er líka þetta sem mér finnst Sólveig vera að segja. Og það er þetta sem er svo óþolandi við Ísland. Sagan sýnir ítrekað að það þarf ekki nema eina freka, reiða manneskju til þess að taka umræðuna um hin brýnustu mál, snúa henni á haus og hlaupa með hana út í móa. Þaðan er svo púað á aðra. Ég veit ekki með ykkur, en ég ætla ekki að elta. Ég ætla að lofa sjálfum mér því í komandi óróa, og alla tíð, að hafa þær skoðanir sem mér nákvæmlega sýnist og hlusta jafnframt á skoðanir annarra. Mig langar að hvetja aðra til að gera það líka. Það væri bylting í fámenninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Andrúmsloftið er að breytast. Eftir nokkurra mánaða logn, eins konar pásu í stjórnmálunum, sem tók við eftir síðustu alþingiskosningar, er kraumandi hraunkvika núna um það bil að fara að springa upp á yfirborðið. Það er órói. Titringur í jörðu. Hin eilífa íslenska deila um veiðigjöld er byrjuð aftur, enda ætíð óútkljáð. Það er engin sátt í virkjana- og stóriðjumálum, frekar en fyrri daginn, og kona fer í stríð. Úrskurður Kjaradóms um laun alþingismanna mun seint gleymast. Verkalýðshreyfingin hefur verið að vígbúast með harðari afstöðu nýrra forystuafla. Orðræða um þræla og þrælahaldara fær glimrandi undirtektir á samfélagsmiðlum. Ferðamenn eru að fara. Þá tapa einhverjir peningum og verða reiðir. Líklega á HM í fótbolta eftir að fresta reiðinni aðeins, og sumarfríin í júlí, en um leið og það er búið munu margir setja hnefa sinn á loft. Það verður erfiðara fyrir VG að sitja í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Kannski verða kosningar í október.Einsleitnin Það var stórfínt viðtal við Sólveigu Arnarsdóttur leikkonu hér í blaðinu um síðustu helgi. Þar lýsti hún muninum á Þýskalandi, þar sem hún er með annan fótinn, og Íslandi. Sólveig talaði um að sér fyndist „gríðarlegt áreiti á Íslandi frá hlutum sem ég hef engan áhuga á en þeir troða sér inn í líf mitt, hvort sem það er miðnæturopnun í Kringlunni, óumbeðin lífsstílsráðgjöf eða Eurovision.“ Ég sagði „já, nákvæmlega“ mjög hátt í huganum þegar ég las þetta. Það er oft mjög erfitt að búa á þessu landi ef maður hefur ekki sama áhuga, eða er ekki eins innstilltur, og áberandi einstaklingar eða fjölmiðlar þá stundina. Einsleitnin er svo mikil. Fámennið er yfirþyrmandi. Vei þeim Íslendingi, til dæmis, sem hefur ekki áhuga á fótbolta nú í júní. Þetta er líka svona í pólitíkinni. Nú held ég því fram, að viss reiði og ólga sé að koma upp á yfirborðið. Ég skil þessa reiði. Það er of margt í samfélaginu sem er óleyst. Of margt hefur verið hunsað. Of margir hafa það skítt. En það sem ég dæsi yfir er þetta: Hvað ef maður er samt ekki beint reiður? Eða svo ég orði þetta öðruvísi: Hvað ef maður er reiður á allt annan hátt heldur en þeir sem eru reiðastir? Verður þetta ekki enn og aftur eins og Sólveig segir: Hlutum sem maður hefur engan áhuga á — eins og til dæmis úr sér gengnum marxisma — er troðið upp á mann af reiðu fólki sem krefst þess að samfélaginu sé umturnað í þágu þeirra eigin skoðana, með skæruherðnaði og þvergirðingshætti. King eða X Mér líður illa reiðum. Reiðin er niðurrifsafl. Hún blindar. Hún er óforskömmuð. Mér finnst Martin Luther King merkari baráttumaður en Malcolm X. Ég held að samfélagsbreytingum verði náð fram með birtu og von fremur en ofsa. Kannski hlæja hinir reiðu hæðnislega að svona skoðun og eiga Facebookstatusa á lager gegn einfeldningum eins og mér. En ég er samt þessarar skoðunar. Ef maður hefur trú á opnu samfélagi, lýðræði, fjölbreytni og mannréttindum þá verður maður að hafa trú á því að samfélagsbreytingum — hvort sem það er ný stjórnarskrá eða betri kjör láglaunafólks — verði einungis náð fram með samræðu, rökum, upplýsingum og kærleiksríkum sannfæringarkrafti í bland við sveigjanleika. Það þarf að hlusta meira en maður talar. Það þarf að sýna fremur en krefjast. Sá sem sameinar, fremur en sundrar, nær mestum árangri. Í komandi reiðibylgju og átökum hef ég litla sem enga trú á því að þau sjónarmið sem ég og margir fleiri aðhyllast um samfélagsúrbætur muni heyrast mjög hátt. Ég held að rót vandans á Íslandi — ástæða þess að aldrei er til peningur hvorki í góðæri né kreppu, og svona illa gengur að leiðrétta kjör fólks — sé fólginn í gjörsamlega ónothæfum gjaldmiðli. Hann eykur misrétti og skapar ranglæti. Ég hef staðið frammi fyrir fullu Háskólabíói af mjög reiðu fólki, sem þá stundina hafði orðið fyrir hækkun á höfuðstól lána sinna út af gjaldmiðlunum, og haldið fram þessari skoðun og nánast verið púaður niður. Það er þetta sem ég á við. Það er líka þetta sem mér finnst Sólveig vera að segja. Og það er þetta sem er svo óþolandi við Ísland. Sagan sýnir ítrekað að það þarf ekki nema eina freka, reiða manneskju til þess að taka umræðuna um hin brýnustu mál, snúa henni á haus og hlaupa með hana út í móa. Þaðan er svo púað á aðra. Ég veit ekki með ykkur, en ég ætla ekki að elta. Ég ætla að lofa sjálfum mér því í komandi óróa, og alla tíð, að hafa þær skoðanir sem mér nákvæmlega sýnist og hlusta jafnframt á skoðanir annarra. Mig langar að hvetja aðra til að gera það líka. Það væri bylting í fámenninu.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun