Sjálfstæðismenn funda áfram á morgun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. júní 2018 19:15 Enn liggur ekkert fyrir um myndun meirihluta í Kópavogi. Dregið gæti til tíðinda fljótlega en líklegt þykir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi meirihluta með Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn hafa fundað um málið í dag og halda áfram að funda á morgun. Ágreiningur Sjálfstæðismanna um myndun meirihluta í Kópavogi er sagður snúast um afstöðu þeirra Margrétar Friðriksdóttur, Karenar Elísabetar Halldórsdóttur og Guðmundar Gísla Geirdal, sem vilji ekki starfa áfram með Theódóru Þorsteinsdóttur, oddvita BF Viðreisnar. Theódóra telur afstöðu bæjarfulltrúanna þriggja snúast um sína persónu, frekar en pólitískan ágreining. Í ljósi stöðunnar sé því ólíklegt að meirihlutasamstarfið haldi áfram. „Ég held að það sé nokkuð ljóst. Við erum auðvitað ekki að fara að þvinga í gegn einhverja óánægju sjálfstæðismanna í þessu samstarfi áfram. Ég er alla veganna ekkert mjög bjartsýn á það,“ segir Theódóra. Aðeins einn annar kostur virðist vera í stöðunni úr því sem orðið er að sögn Theódóru. „Ég held það sé þá frekar vænlegra að þau fari í samstarf með Framsóknarflokknum ef það gengur betur, milli persóna þarna inni.“ Yrði það þá eins manns meirihluti en aðspurð segir Theódóra að líklega slíkur meirihluti yrði veikur. „Miðað við svona það sem ég hef heyrt manna á milli og í fjölmiðlum varðandi deilurnar innan Sjálfstæðisflokksins þá held ég það já,“ segir Theódóra. Erfiðlega hefur gengið að ná í bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í dag. Í skriflegu svari til fréttastofu rétt fyrir kvöldfréttir segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri að sjálfstæðismenn hafi fundað vegna málsins í dag og þeir muni halda áfram að funda á morgun. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Grafarþögn í Kópavogi Algjör þögn ríkir um myndun meirihluta í Kópavogi og óljóst hvort Sjálfstæðismenn ætli að halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi. Nýir bæjarstjórar taka við störfum í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum og nýr meirihluti á Akureyri hyggst ráða bæjarstjóra. 1. júní 2018 20:00 Pattstaða um myndun meirihluta í Kópavogi Óeining meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hefur gert það að verkum að pattstaða er komin upp sem tefur fyrir myndun meirihluta í bænum. Enn hefur ekki verið boðað til formlegra viðræðna í Kópavogi. 2. júní 2018 16:00 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Enn liggur ekkert fyrir um myndun meirihluta í Kópavogi. Dregið gæti til tíðinda fljótlega en líklegt þykir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi meirihluta með Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn hafa fundað um málið í dag og halda áfram að funda á morgun. Ágreiningur Sjálfstæðismanna um myndun meirihluta í Kópavogi er sagður snúast um afstöðu þeirra Margrétar Friðriksdóttur, Karenar Elísabetar Halldórsdóttur og Guðmundar Gísla Geirdal, sem vilji ekki starfa áfram með Theódóru Þorsteinsdóttur, oddvita BF Viðreisnar. Theódóra telur afstöðu bæjarfulltrúanna þriggja snúast um sína persónu, frekar en pólitískan ágreining. Í ljósi stöðunnar sé því ólíklegt að meirihlutasamstarfið haldi áfram. „Ég held að það sé nokkuð ljóst. Við erum auðvitað ekki að fara að þvinga í gegn einhverja óánægju sjálfstæðismanna í þessu samstarfi áfram. Ég er alla veganna ekkert mjög bjartsýn á það,“ segir Theódóra. Aðeins einn annar kostur virðist vera í stöðunni úr því sem orðið er að sögn Theódóru. „Ég held það sé þá frekar vænlegra að þau fari í samstarf með Framsóknarflokknum ef það gengur betur, milli persóna þarna inni.“ Yrði það þá eins manns meirihluti en aðspurð segir Theódóra að líklega slíkur meirihluti yrði veikur. „Miðað við svona það sem ég hef heyrt manna á milli og í fjölmiðlum varðandi deilurnar innan Sjálfstæðisflokksins þá held ég það já,“ segir Theódóra. Erfiðlega hefur gengið að ná í bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í dag. Í skriflegu svari til fréttastofu rétt fyrir kvöldfréttir segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri að sjálfstæðismenn hafi fundað vegna málsins í dag og þeir muni halda áfram að funda á morgun.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Grafarþögn í Kópavogi Algjör þögn ríkir um myndun meirihluta í Kópavogi og óljóst hvort Sjálfstæðismenn ætli að halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi. Nýir bæjarstjórar taka við störfum í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum og nýr meirihluti á Akureyri hyggst ráða bæjarstjóra. 1. júní 2018 20:00 Pattstaða um myndun meirihluta í Kópavogi Óeining meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hefur gert það að verkum að pattstaða er komin upp sem tefur fyrir myndun meirihluta í bænum. Enn hefur ekki verið boðað til formlegra viðræðna í Kópavogi. 2. júní 2018 16:00 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Grafarþögn í Kópavogi Algjör þögn ríkir um myndun meirihluta í Kópavogi og óljóst hvort Sjálfstæðismenn ætli að halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi. Nýir bæjarstjórar taka við störfum í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum og nýr meirihluti á Akureyri hyggst ráða bæjarstjóra. 1. júní 2018 20:00
Pattstaða um myndun meirihluta í Kópavogi Óeining meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hefur gert það að verkum að pattstaða er komin upp sem tefur fyrir myndun meirihluta í bænum. Enn hefur ekki verið boðað til formlegra viðræðna í Kópavogi. 2. júní 2018 16:00
Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13