Fótbolti

Cahill: Mörkin hjá Sterling rétt handan við hornið

Dagur Lárusson skrifar
Raheem Sterling.
Raheem Sterling. vísir/getty
Gary Cahill var ánægður með spilamennsku enska liðsins í 2-1 sigri á Nígeríu í gærkvöldi en hann skoraði fyrra mark Englands.

 

Gary Cahill var einnig spurður út í Raheem Sterling og markaþurrð hans og telur hann að það sé aðeins tímaspursmál þangað til Sterling skorar fyrir enska landsliðið.

 

„Ég var mjög ánægður með spilamennskuna okkar í fyrri hálfleiknum. Við sáum að það var mjög erfitt fyrir þá að spila gegn okkur.“

 

„Við sköpuðum okkur færi og náðum að spila í gegnum pressuna hjá mjög góðu liði sem er með mikið af leikmönnum sem spila í ensku deildinni eða hafa spilað þar.“

 

„Seinni hálfleikurinn var aðeins öðruvísi. Þeir gerðu breytingar og það tók okkur smá tíma til þess að aðlagast því.“

 

„Varðandi Sterling þá verð ég að segja fyrst og fremst að hann er búinn að standa sig virkilega vel, bæði í þessum leik og á tímabilinu. Hann er búinn að höndla sín mál mjög vel.“

 

„Markaskorun var ekki vandamál hjá honum eins og þið hafið séð á þessu tímabili hjá City og þess vegna er ég viss um að næsta mark hjá Sterling fyrir England sé rétt handan við hornið.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×