„Það á að ryðja þessu með ofbeldi í gegnum þingið“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. júní 2018 15:59 Þorsteinn Víglundsson gagnrýnir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar harðlega og segir að hér séu eiginhagsmunir látnir ráða förinni. Vísir.is/Stefán og Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er verulega gagnrýninn á þau vinnubrögð sem stjórnarliðar viðhöfðu í tengslum við frumvarp um lækkun veiðigjalda. „Það er auðvitað engin sátt um þetta fyrirkomulag. það er algjörlega forkastanlegt að engin tilraun skyldi vera gerð til þess að ná einhvers konar samkomulagi eða vanda til verka heldur. Það á að ryðja þessu með ofbeldi í gegnum þingið rétt fyrir þinglok,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Þá liggi það í augum uppi að stjórnarandstaðan fái engan tíma til að gaumgæfa málið. Hann segir að það sé ekki til heilla að grípa í „skítareddingar“ í sjávarútveginum, eins og Þorsteinn komst sjálfur að orði. Alþingi verði að ræða fyrirkomulag veiðigjalda – með yfirveguðum hætti - til framtíðar. Hann vill að fyrirkomulagið verði bæði fyrirsjáanlegt og sanngjarnt fyrir greinina. Viðreisn hefur talað fyrir markaðsleiðinni í sjávarútvegi og að bjóða út tímabundnar aflaheimildir en með þeirri leið yrðu rauntímagreiðslur af markaðsverðmæti ákvarðaðar á hverjum tíma fyrir sig. „Þá bara verðleggur atvinnugreinin virði þeirra sjálf út frá stöðunni hverju sinni, eftir því hvort vel eða illa árar í greininni.“ Sú hugmynd hefur ekki notið meirihlutastuðnings enn sem komið er en Þorsteini er það hulin ráðgáta hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn sé andvígur markaðsleiðinni. „Mér er það ómögulegt að skilja hvers vegna flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem að skilgreinir sig sem markaðshyggjuflokk, það er að segja að hann vill markaðslausnir almennt, hefur enga trú á slíkum markaðslausnum þegar kemur að veiðigjöldum. Ég held það sé ekkert flókið. Í stefnu flokksins er ekki verið að gæta að hagsmunum almennings heldur að þrengri hagsmunum útgerðarinnar sjálfrar. Við eigum að gæta jafnvægis þarna á milli að annar vegar að þjóðin fái eðlilegt gjald fyrir nýtingarréttinn og að greinin sjálf búi við stöðugt og fyrirsjáanlegt umhverfi,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn segir vandamálin ekki einskorðast við sjávarútveginn. Aðrar útflutingsgreinar búi við sama vanda.Vísir/vilhelm„Það sé þá ekki verið að taka einhverjum sviptingum frá ári til árs. Ég get alveg tekið undir með Heiðrúnu að það væri miklu heppilegra að þetta væri rauntímaskattlagning með einhverjum hætti,“ segir Þorsteinn sem beinir orðum sínum til Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi en þau voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í morgun. Þau voru mætt til að ræða frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar, sem Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, veitir forystu, um lækkun veiðigjalda auk þess að ræða stöðu atvinnugreinarinnar og rekstrarskilyrði hennar.Heiðrún Lind segir veiðigjaldið allt of háttHeiðrún Lind segir að veiðigjaldið vera allt of hátt. Það sé komið fram úr öllu hófi. „Tvöföldun á gjaldinu milli ára er of mikið stökk í fyrsta lagi og síðan erum við auðvitað að sjá það núna að veiðigjald og tekjuskattur er orðinn 60% af hagnaði fyrirtækja. Það er ekkert fyrirtæki, hvort heldur í sjávarútvegi eða annars staðar í atvinnulífinu sem myndi reka sig til frambúðar á þess háttar skattlagningu.“ Veiðigjöld eru lögð á í þeim tilgangi að tryggja þjóðinni hlutdeild í þeim arði sem nýting sjávarauðlinda skapar. Reikniregla veiðigjaldanna í ár tekur mið af afkomu greinarinnar fyrir skatt árið 2015 og endurspeglar því rekstrarskilyrði greinarinnar það sama ár.Grímulaus hagsmunagæslaÞorsteinn Víglundsson segir það vera fagnaðarefni hversu vel hefur gengið í sjávarútvegi á undanförnum árum. „Við sjáum það á öllum tölum; eiginfjárhlutföll hafa styrkst verulega og það hafa verið ágætar arðgreiðslur út úr greininni. Mér leiðist umræðan um einhverja sægreifa, ofurhagnað og þess háttar. Þetta hefur bara verið hagfellt, heilbrigt rekstrarumhverfi sem sjávarútvegurinn hefur búið við á undanförnum árum og það er fagnaðarefni því þetta er ein af mikilvægustu atvinnugreinum sem við höfum.“ Það hafi ríkt almenn sátt um það að útgerðin greiði fyrir aðgang að auðlindinni en ítrekar mikilvægi þess að gjaldið verði bæði sanngjarnt og fyrirsjáanlegt. Það sé ekki heppilegt að „pólitíkin sé í einhverjum afstillingum frá ári til árs“ eins og kerfið sé í dag. Í pistli sem Þorsteinn skrifaði á Vísi í gær talar hann um grímulausa hagsmunagæslu. Þetta sé tilraun stjórnarmeirihlutans að þröngva í gegn lækkun veiðigjalda á síðustu starfsdögum þingsins með blekkingum. „Það væri auðvitað best að okkur tækist að ná einhverri samstöðu um að endurskoða þetta þannig að þetta væri rauntímaálagning á veiðigjöldum eins og hefur verið kallað eftir. Því miður tókst það ekki á síðasta ári, Sjálfstæðisflokkurinn lagðist gegn því fyrirkomulagi sem aðrir flokkar voru tilbúnir að fara í þá,“ segir Þorsteinn sem telur það vel gerlegt að áætla framlegð fyrirtækja út frá aflatölum og fiskverði á hverjum tíma fyrir sig.Vandamálin einskorðist ekki bara við sjávarútvegÞorsteinn segir vandann ekki einskorðast við sjávarútveginn. „Það vandamál sem verið er að lýsa hérna hins vegar er sama vandamál og allt íslenskt atvinnulíf býr við; það hafa verið miklar launahækkanir, það hefur verið mikil hækkun á raungengi. Það er versnandi samkeppnisstaða bæði útflutningsfyrirtæki og þeirra fyrirtækja sem eru í samkeppni við innflutning, þetta er allt saman fyrirsjáanlegt út frá þeirri launaþróun sem hefur verið hérna. Það er allt atvinnulífið sem er að glíma við sama vanda og við eigum að taka á þeim vanda með almennum hætti en ekki sértækum hætti sem snýr bara að sjávarútvegi,“ segir Þorsteinn sem bætir við að til skemmri tíma sé hægt að bregðast við stöðunni með því að lækka tryggingargjöld en til lengri tíma litið verði að taka á vandanum sem fylgi óstöðugri mynt. Heiðrún tók undir með Þorsteini, vissulega líði allar útflutningsgreinar fyrir núverandi stöðu en bætir við að sjávarútvegurinn ein atvinnugreina greiði auðlindagjald en þá svarar Þorsteinn um hæl: „Það er engin önnur atvinnugrein sem hefur aðgang að ókeypis hráefni heldur þannig að það er ágætt að hafa það í huga, það er ekkert óeðlilegt að greiða fyrir aðgang að auðlind, sé fólk almennt sammála því að þetta sé sameiginleg auðlind landsmanna.“ Þorsteinn segir að það sem búi að baki frumvarpinu sé tilraun til að lækka veiðigjöldin til framtíðar. „Þarna eru bara sérhagsmunirnir látnir ráða för í staðinn fyrir að menn skoði vandamálið af yfirvegun og reyni að mynda þverpólitíska samstöðu til þess að tryggja stöðugleika til framtíðar.“ Forseti þingsins hefur boðað að veiðigjöldin verði á dagskrá á þriðjudag. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar Alþingis sagði í samtali við mbl að það ríki einhugur á meðal þingmanna ríkisstjórnarflokkanna þriggja um frumvarpið. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er verulega gagnrýninn á þau vinnubrögð sem stjórnarliðar viðhöfðu í tengslum við frumvarp um lækkun veiðigjalda. „Það er auðvitað engin sátt um þetta fyrirkomulag. það er algjörlega forkastanlegt að engin tilraun skyldi vera gerð til þess að ná einhvers konar samkomulagi eða vanda til verka heldur. Það á að ryðja þessu með ofbeldi í gegnum þingið rétt fyrir þinglok,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Þá liggi það í augum uppi að stjórnarandstaðan fái engan tíma til að gaumgæfa málið. Hann segir að það sé ekki til heilla að grípa í „skítareddingar“ í sjávarútveginum, eins og Þorsteinn komst sjálfur að orði. Alþingi verði að ræða fyrirkomulag veiðigjalda – með yfirveguðum hætti - til framtíðar. Hann vill að fyrirkomulagið verði bæði fyrirsjáanlegt og sanngjarnt fyrir greinina. Viðreisn hefur talað fyrir markaðsleiðinni í sjávarútvegi og að bjóða út tímabundnar aflaheimildir en með þeirri leið yrðu rauntímagreiðslur af markaðsverðmæti ákvarðaðar á hverjum tíma fyrir sig. „Þá bara verðleggur atvinnugreinin virði þeirra sjálf út frá stöðunni hverju sinni, eftir því hvort vel eða illa árar í greininni.“ Sú hugmynd hefur ekki notið meirihlutastuðnings enn sem komið er en Þorsteini er það hulin ráðgáta hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn sé andvígur markaðsleiðinni. „Mér er það ómögulegt að skilja hvers vegna flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem að skilgreinir sig sem markaðshyggjuflokk, það er að segja að hann vill markaðslausnir almennt, hefur enga trú á slíkum markaðslausnum þegar kemur að veiðigjöldum. Ég held það sé ekkert flókið. Í stefnu flokksins er ekki verið að gæta að hagsmunum almennings heldur að þrengri hagsmunum útgerðarinnar sjálfrar. Við eigum að gæta jafnvægis þarna á milli að annar vegar að þjóðin fái eðlilegt gjald fyrir nýtingarréttinn og að greinin sjálf búi við stöðugt og fyrirsjáanlegt umhverfi,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn segir vandamálin ekki einskorðast við sjávarútveginn. Aðrar útflutingsgreinar búi við sama vanda.Vísir/vilhelm„Það sé þá ekki verið að taka einhverjum sviptingum frá ári til árs. Ég get alveg tekið undir með Heiðrúnu að það væri miklu heppilegra að þetta væri rauntímaskattlagning með einhverjum hætti,“ segir Þorsteinn sem beinir orðum sínum til Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi en þau voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í morgun. Þau voru mætt til að ræða frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar, sem Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, veitir forystu, um lækkun veiðigjalda auk þess að ræða stöðu atvinnugreinarinnar og rekstrarskilyrði hennar.Heiðrún Lind segir veiðigjaldið allt of háttHeiðrún Lind segir að veiðigjaldið vera allt of hátt. Það sé komið fram úr öllu hófi. „Tvöföldun á gjaldinu milli ára er of mikið stökk í fyrsta lagi og síðan erum við auðvitað að sjá það núna að veiðigjald og tekjuskattur er orðinn 60% af hagnaði fyrirtækja. Það er ekkert fyrirtæki, hvort heldur í sjávarútvegi eða annars staðar í atvinnulífinu sem myndi reka sig til frambúðar á þess háttar skattlagningu.“ Veiðigjöld eru lögð á í þeim tilgangi að tryggja þjóðinni hlutdeild í þeim arði sem nýting sjávarauðlinda skapar. Reikniregla veiðigjaldanna í ár tekur mið af afkomu greinarinnar fyrir skatt árið 2015 og endurspeglar því rekstrarskilyrði greinarinnar það sama ár.Grímulaus hagsmunagæslaÞorsteinn Víglundsson segir það vera fagnaðarefni hversu vel hefur gengið í sjávarútvegi á undanförnum árum. „Við sjáum það á öllum tölum; eiginfjárhlutföll hafa styrkst verulega og það hafa verið ágætar arðgreiðslur út úr greininni. Mér leiðist umræðan um einhverja sægreifa, ofurhagnað og þess háttar. Þetta hefur bara verið hagfellt, heilbrigt rekstrarumhverfi sem sjávarútvegurinn hefur búið við á undanförnum árum og það er fagnaðarefni því þetta er ein af mikilvægustu atvinnugreinum sem við höfum.“ Það hafi ríkt almenn sátt um það að útgerðin greiði fyrir aðgang að auðlindinni en ítrekar mikilvægi þess að gjaldið verði bæði sanngjarnt og fyrirsjáanlegt. Það sé ekki heppilegt að „pólitíkin sé í einhverjum afstillingum frá ári til árs“ eins og kerfið sé í dag. Í pistli sem Þorsteinn skrifaði á Vísi í gær talar hann um grímulausa hagsmunagæslu. Þetta sé tilraun stjórnarmeirihlutans að þröngva í gegn lækkun veiðigjalda á síðustu starfsdögum þingsins með blekkingum. „Það væri auðvitað best að okkur tækist að ná einhverri samstöðu um að endurskoða þetta þannig að þetta væri rauntímaálagning á veiðigjöldum eins og hefur verið kallað eftir. Því miður tókst það ekki á síðasta ári, Sjálfstæðisflokkurinn lagðist gegn því fyrirkomulagi sem aðrir flokkar voru tilbúnir að fara í þá,“ segir Þorsteinn sem telur það vel gerlegt að áætla framlegð fyrirtækja út frá aflatölum og fiskverði á hverjum tíma fyrir sig.Vandamálin einskorðist ekki bara við sjávarútvegÞorsteinn segir vandann ekki einskorðast við sjávarútveginn. „Það vandamál sem verið er að lýsa hérna hins vegar er sama vandamál og allt íslenskt atvinnulíf býr við; það hafa verið miklar launahækkanir, það hefur verið mikil hækkun á raungengi. Það er versnandi samkeppnisstaða bæði útflutningsfyrirtæki og þeirra fyrirtækja sem eru í samkeppni við innflutning, þetta er allt saman fyrirsjáanlegt út frá þeirri launaþróun sem hefur verið hérna. Það er allt atvinnulífið sem er að glíma við sama vanda og við eigum að taka á þeim vanda með almennum hætti en ekki sértækum hætti sem snýr bara að sjávarútvegi,“ segir Þorsteinn sem bætir við að til skemmri tíma sé hægt að bregðast við stöðunni með því að lækka tryggingargjöld en til lengri tíma litið verði að taka á vandanum sem fylgi óstöðugri mynt. Heiðrún tók undir með Þorsteini, vissulega líði allar útflutningsgreinar fyrir núverandi stöðu en bætir við að sjávarútvegurinn ein atvinnugreina greiði auðlindagjald en þá svarar Þorsteinn um hæl: „Það er engin önnur atvinnugrein sem hefur aðgang að ókeypis hráefni heldur þannig að það er ágætt að hafa það í huga, það er ekkert óeðlilegt að greiða fyrir aðgang að auðlind, sé fólk almennt sammála því að þetta sé sameiginleg auðlind landsmanna.“ Þorsteinn segir að það sem búi að baki frumvarpinu sé tilraun til að lækka veiðigjöldin til framtíðar. „Þarna eru bara sérhagsmunirnir látnir ráða för í staðinn fyrir að menn skoði vandamálið af yfirvegun og reyni að mynda þverpólitíska samstöðu til þess að tryggja stöðugleika til framtíðar.“ Forseti þingsins hefur boðað að veiðigjöldin verði á dagskrá á þriðjudag. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar Alþingis sagði í samtali við mbl að það ríki einhugur á meðal þingmanna ríkisstjórnarflokkanna þriggja um frumvarpið.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira