Erlent

Nýr innanríkisráðherra Ítalíu áformar að reka 500.000 úr landi

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Salvini gengst við því að vera harðlínumaður en segir stefnu sína byggja á heilbrigðri skynsemi
Salvini gengst við því að vera harðlínumaður en segir stefnu sína byggja á heilbrigðri skynsemi Vísir/Getty
 

Matteo Salvini, nýskipaður innanríkisráðherra Ítalíu, segir að koma verði í veg fyrir að Sikiley breytist í flóttamannabúðir til frambúðar. Eitt hans fyrsta verk sem ráðherra var að sækja Sikileyinga heim og kanna aðstæður á eyjunni.

Salvini fer ekki í grafgötur með skoðanir sínar á innflytjendamálum og telst harðlínumaður í þeim efnum. Í samtali við blaðamenn á eyjunni viðurkenndi hann að áform sín væru harkaleg en sagði þau byggja á heilbrigðri skynsemi.

Salvini vill reka meirihluta hælisleitenda á Sikiley úr landi og koma í veg fyrir að fleiri geti bæst í hópinn. Töluverður fjöldi flóttamanna frá Norður-Afríku hefur farið sjóleiðina til Sikileyjar eða annara hluta Ítalíu á síðustu árum en nokkuð hefur dregið úr straumnum síðustu mánuði.

Salvini sagði á fjöldafundi í gær að gósentíð flóttamanna á Ítalíu væru lokið og sagði hælisleitendum að byrja að pakka fórum sínum í ferðatöskur.

Meðal áforma nýju ríkisstjórnarinnar á Ítalíu er að reka minnst hálfa milljón hælisleitenda úr landi án tafar.

 


Tengdar fréttir

Popúlistaflokkarnir loks teknir við völdum

Popúlistaflokkarnir taka við völdum á Ítalíu eftir þriggja mánaða stjórnarkreppu. Ætla ekki að kasta evrunni fyrir borð en vilja lækka skatta og vísa hálfri milljón óskráðra innflytjenda, sem eru mestmegnis flóttamenn, úr landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×