Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Vinstri græn mynda meirihluta í Borgarbyggð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. júní 2018 14:52 Samstarf Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna leggst mjög vel fulltrúana. Vísir/Pjetur Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Vinstri græn hafa gengið frá samkomulagi um að mynda nýjan meirihluta í Borgarbyggð. Er búist við því að samningurinn verði undirritaður strax eftir helgi. Samstaða er um að semja um áframhaldandi samstarf við Gunnlaug Júlíusson núverandi sveitarstjóra. Lilja Björg Ágústsdóttir Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Þetta verður lagt undir fulltrúana og baklandið í dag,“ segir Lilja Björg. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin voru í meirihluta á síðasta kjörtímabili og hélt ekki eftir kosningarnar um síðustu helgi. Níu eru í bæjarstjórn og Framsóknarflokkurinn fékk fjóra fulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn tvo, Vinstri græn tvo og Samfylkingin einn. Saman eru flokkarnir því með fimm fulltrúa meirihluta.Lilja Björg Ágústsdóttir Oddviti Sjálfstæðisflokksins í BorgarbyggðAðsentSpennandi kostur „Það er búið að funda svolítið stíft og þetta hefur verið í svona fínpússum síðustu daga,“ segir Lilja Björg. „Þetta gekk bara mjög vel og þetta samstarf leggst mjög vel í okkur. Við náum vel saman. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking voru í síðasta meirihluta og við höfum unnið náið með þeim sem eru efst í VG líka í gegnum fræðslunefndina og svona þannig að þetta lítur bara vel út. Það kom ekki upp neitt stórt ágreiningsmál.“ Lilja Björg segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi átt frumkvæði að þessum meirihlutaviðræðum. „Um leið og úrslit kosninganna lágu fyrir þá hringdi ég í þessa aðila, Vinstri græna og Samfylkinguna.“ Hún segir að þetta hafi verið þeirra fyrsti kostur, Sjálfstæðisflokkurinn hafi viljað halda áfram samstarfinu við Samfylkinguna. „Við buðum VG að vera með, þau unnu mikið á í kosningabaráttunni og okkur fannst þetta spennandi kostur og treystum fólkinu.“ Lilja Björg vildi ekki gefa frekari upplýsingar um málefnasamninginn fyrr en baklandið hafi farið yfir hann í kvöld. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45 Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Vinstri græn hafa gengið frá samkomulagi um að mynda nýjan meirihluta í Borgarbyggð. Er búist við því að samningurinn verði undirritaður strax eftir helgi. Samstaða er um að semja um áframhaldandi samstarf við Gunnlaug Júlíusson núverandi sveitarstjóra. Lilja Björg Ágústsdóttir Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Þetta verður lagt undir fulltrúana og baklandið í dag,“ segir Lilja Björg. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin voru í meirihluta á síðasta kjörtímabili og hélt ekki eftir kosningarnar um síðustu helgi. Níu eru í bæjarstjórn og Framsóknarflokkurinn fékk fjóra fulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn tvo, Vinstri græn tvo og Samfylkingin einn. Saman eru flokkarnir því með fimm fulltrúa meirihluta.Lilja Björg Ágústsdóttir Oddviti Sjálfstæðisflokksins í BorgarbyggðAðsentSpennandi kostur „Það er búið að funda svolítið stíft og þetta hefur verið í svona fínpússum síðustu daga,“ segir Lilja Björg. „Þetta gekk bara mjög vel og þetta samstarf leggst mjög vel í okkur. Við náum vel saman. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking voru í síðasta meirihluta og við höfum unnið náið með þeim sem eru efst í VG líka í gegnum fræðslunefndina og svona þannig að þetta lítur bara vel út. Það kom ekki upp neitt stórt ágreiningsmál.“ Lilja Björg segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi átt frumkvæði að þessum meirihlutaviðræðum. „Um leið og úrslit kosninganna lágu fyrir þá hringdi ég í þessa aðila, Vinstri græna og Samfylkinguna.“ Hún segir að þetta hafi verið þeirra fyrsti kostur, Sjálfstæðisflokkurinn hafi viljað halda áfram samstarfinu við Samfylkinguna. „Við buðum VG að vera með, þau unnu mikið á í kosningabaráttunni og okkur fannst þetta spennandi kostur og treystum fólkinu.“ Lilja Björg vildi ekki gefa frekari upplýsingar um málefnasamninginn fyrr en baklandið hafi farið yfir hann í kvöld.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45 Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Sjá meira
Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45
Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15