Fótbolti

Heimir var með Frey í eyranu í kvöld | Fengu búnað frá lögreglunni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Heimir þakkar fyrir sig í kvöld.
Heimir þakkar fyrir sig í kvöld. vísir/andri
Það vakti athygli í kvöld að Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var með heyrnartól í eyranu í kvöld. Það var ekki bara út af því það lítur svo töff út.

Heimir var nefnilega með Frey Alexandersson, þjálfara kvennalandsliðsins og einn af njósnurum karlalandsliðsins, í eyranu allan leikinn. Freyr var upp í blaðamannaboxi efst á vellinum og með betri yfirsýn en Heimir. Hann gat því komið punktum til skila niður á hliðarlínuna.

Búnaðurinn var fenginn frá ríkinu og hugsanlega sá sami og sérsveitin notar. Alvöru græjur.

Þeir hafa áður beitt þessari aðferð sín á milli í leikjum en þá með gamla góða sms-inu. Hér er því ansi stór uppfærsla á ferðinni. Á HM má nota svona búnað og það ætlar Heimir að gera í Rússlandi.


Tengdar fréttir

Frederik: Getur verið vitur eftir á

Frederik Schram, markvörður Íslands gegn Noregi í kvöld, sagðist sjá eftir því að hafa reynt að sóla Joshua King í öðru marki Noregs í kvöld.

Ari Freyr: Þetta er fótboltinn

Ari Freyr Skúlason, leikmaður Íslands, var svekktur í leikslok eftir 3-2 tap gegn Noregi á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland komst í 2-1 en Norðmenn snéru taflinu sér í vil og unnu að lokum.

Hörður: Ekkert við Frederik að sakast

Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn í 3-2 tapi Íslands gegn Noregi í kvöld en þetta var næst síðasti leikur Íslands fyrir HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×