Fótbolti

Harry Kane skoraði í sigri Englands

Dagur Lárusson skrifar
Kane fagnar.
Kane fagnar. vísir/getty
Harry Kane var á skotskónum í sigri Englands gegn Nígeríu í vináttuleik liðanna á Wembley nú í dag.

 

Eins og vitað er þá er Nígería eitt af þeim liðum sem Íslands mun spila við á HM í sumar og því var þetta athyglisverður leikur fyrir Íslendinga.

 

Enska liðið var ekki lengi að komast yfir en það gerðist strax á 7. mínútu. Þá tók Kieran Tripper hornspyrnu sem rataði beint á kollinn á Gary Cahill sem stangaði boltann í netið.

 

Englands var með öll völdin í fyrri hálfleiknu og sköpuðu sér mikið af færum. Á 34. mínútu vann Eric Dier boltann framarlega á vellinum og gaf boltann á Harry Kane, sem gaf hann á Sterling, sem gaf hann aftur á Harry Kane sem þrumaði boltanumm í netið, undir markmann Nígeríu og var staðan 2-0 í hálfleiknum.

 

Liðsmenn Nígeríu mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleikinn og sótti stíft. Eftir aðeins nokkra mínútna leik fékk Odion Ighalo sendingu innfyrir vörn Englands og átti skot í stöng, boltinn barst út í teig þar sem Alex Iwobi mætti og setti boltann í markið og minnkaði muninn fyrir sína menn.

 

Eftir þetta var Nígería sterkari aðilinn í nokkrar mínútur þar til Englands náði smátt og smátt að hægja á leiknum á ný og reyndust þetta lokatölur leiksins.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×