Erlent

Grindhvalur drapst eftir að hafa innbyrt um 80 plastpoka

Sylvía Hall skrifar
Björgunaraðilar reyndu að halda hvalnum á floti.
Björgunaraðilar reyndu að halda hvalnum á floti. Skjáskot
Lítill grindhvalur fannst nær dauða en lífi í árfarvegi í suður Taílandi eftir að hafa innbyrt yfir 80 plastpoka. Björgunaraðilar reyndu að koma hvalnum til bjargar og halda honum á lífi, en hann lést á föstudag.

Hvalurinn kastaði upp fimm plastpokum á meðan björgunaraðgerðunum stóð og við krufningu kom í ljós að plastpokamagnið í maga dýrsins nam um átta kílóum. 

Plastpokamagnið í maga hvalsins var töluvert og kom í veg fyrir að dýrið gat innbyrt fæðu.Skjáskot
Sjávarlíffræðingur við háskólann í Kasetsart segir pokana hafa komið í veg fyrir það að dýrið hafi getað innbyrt fæðu. Hann fullyrðir að í það minnsta 300 dýr farist árlega við strendur Taílands eftir að hafa innbyrt plast í miklu magni.

Málið hefur vakið mikla reiði á meðal almennings þar í landi og er sagt varpa ljósi á það mikla vandamál sem plastnotkun hefur í för með sér um allan heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×