„Það er alls ekki til fyrirmyndar að mál komi með þessum hætti inn“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. júní 2018 13:30 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra Stöð 2 Stjórnarmeirihlutinn freistaði þess á fimmtudag að fá frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda upp á tæpa þrjá milljarða til umræðu með afbrigðum. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Hanna Katrín Friðrikasson þingflokksformaður Viðreisnar mættu í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál í dag. „Ástæðan fyrir því er tiltölulega einföld. Það er kannski ofmat á getu bæði stjórnkerfisins og pólitíkurinnar til þess að koma fram með mál á sviði veiðigjalda eða breytinga á umhverfi álagningargjalda á sjávarútveg,“ sagði Kristján Þór um ástæðu þess að frumvarpið hafi ekki komið frá hans ráðuneyti, heldur meirihluta atvinnuveganefndar.Afsakar þetta ekki „Þetta mál var á þingmálaskrá og þá var miðað við að taka heildarendurskoðunina fyrir. Þegar það rann upp fyrir fólki að það gengi ekki upp vegna tímaskorts í mars eða apríl þá var farin þessi leið í samkomulagi við stjórnarflokkana, að atvinnuveganefndin myndi flytja þetta.“ Kristján Þór segir að það sé alþekkt að svo sé gert, líka hér á landi. „Það er ekkert nýtt að nefndir þingsins flytji mál.“ Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt vinnubrögð í málinu harðlega og kom í veg fyrir að málið yrði tekið á dagskrá. Í frumvarpinu felst að gjaldið verði lækkað á allar útgerðir en aðalástæðan fyrir lækkuninni er sögð vera lakari afkoma lítilla og meðalstórra útgerða. Kristján Þór segir að það sé ekki einfalt að koma á breytingum þegar kemur að breytingum sem þessum, sama hvernig stjórnarmynstrið er. „Hver einasta breyting sem snýr að gjaldtöku í sjávarútvegi er umdeild, það er fullkomlega eðlilegt.“ Kristján Þór bendir á að það fyrirkomulag sem er í gildi núna það var til reynslu í eitt ár frá 2014. Í kjölfarið voru sett á lög sem áttu að gilda í þrjú ár og renna þau út á þessu ári. „Þegar ég kem að þessu í desember eru sex mánuðir eftir að þingi og það eina sem hafði verið unnið hafði verið gert í október á síðasta ári. Það kann vel að vera að þetta hafi verið ofmat, það er alls ekki til fyrirmyndar að mál komi með þessum hætti inn svo seint sem raun ber vitni og ég ætla ekki á neinn hátt að reyna að afsaka það.“ Þingið standi þó fyrir því að þurfa að setja lög sem heimila innheimtu veiðigjalda síðustu fjóra mánuði ársins.Hanna Katrín Friðrikasson þingflokksformaður ViðreisnarSkjáskot/Stöð 2Engin rök fyrir þessari lækkun Hanna Katrín tók undir með Kristjáni að það hafi verið margra ára atrenna að koma á sátt um gjaldtöku fyrir aðgang að veiðistofni þjóðarinnar. Hún bendir þó á að það hefði verið hægt að framlengja núverandi lög óbreytt í stað þess að skauta þessu inn á síðustu stundu frá hliðarlínunni. „Það eru einfaldlega engin rök fyrir því að lækka gjöld fyrir afnot af þessari þjóðarauðlegð um þrjá milljarða á þessum tímum þegar vantar peninga fyrir ýmislegt í þjóðarhag.“ Nefndi hún þar ýmsa tekjugrunna, bætur og fleira. „Það er svo sannarlega hægt að nýta þessa þrjá milljarða í almannahag frekar en að lækka þvert á alla sem starfa í útgerð á landinu.“ Hanna Katrín nefnir að þau rök eru notuð að það séu ákveðin fyrirtæki, lítil fyrirtæki úti á landsbyggðinni í vanda og segir að það sé líklega bara rétt, íslenska krónan geri mörgum erfitt fyrir. Það sé samt líka staðreynd og hafi komið fram í nýlegri úttekt að litlu fyrirtækin séu ekkert endilega verr stödd en þau stærri. „Það er ekkert mál að meðan verið er að finna tíma fyrir endurskoðun á lögunum, sem ég vona svo sannarlega að verði reynt að vinna í þverpólitískri sátt áfram, þá er ekkert mál að koma með sértækar lausnir til að bjarga þó þeim fyrirtækjum sem að eru lítil, eru í vanda, ráða ekki við núverandi ástand og eru á stað þannig að það skipti ákveðin byggðarlög máli.“Allir sammála um að kerfið sé brogað Kristján Þór sagði að það sé ekki rétt að verið sé að lækka gjöldin um þrjá milljarða króna. „Það er allt í lagi að vera ósammála en tökum þá bara efnislegu umræðuna um málið.“ Hann sagði að það hafi verið góð ástæða fyrir því að fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hafi beðið um úttekt á stöðu fiskveiða í landinu. „Veiðigjaldakerfið sem við erum með, það eru allir sammála um að það sé mjög brogað. Við viljum nálgast álagningu í tíma, við viljum að álagning veiðigjalds endurspegli einhvern vegin afkomu útgerðarinnar og svo er vilji til að létta undir með smærri útgerðum.“ Kristján sagðist opinn fyrir umræðu en ítrekaði þó að frumvarpið væri gert úfrá greinargerðum og úttektum nefndarinnar. Hann sagði að málið hafi verið keyrt fram með látum svo hægt væri að koma því af stað og ræða það efnislega. „Fyrst á þinginu en síðan vinna með það áfram.“ Alþingi Víglínan Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Stjórnarmeirihlutinn freistaði þess á fimmtudag að fá frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda upp á tæpa þrjá milljarða til umræðu með afbrigðum. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Hanna Katrín Friðrikasson þingflokksformaður Viðreisnar mættu í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál í dag. „Ástæðan fyrir því er tiltölulega einföld. Það er kannski ofmat á getu bæði stjórnkerfisins og pólitíkurinnar til þess að koma fram með mál á sviði veiðigjalda eða breytinga á umhverfi álagningargjalda á sjávarútveg,“ sagði Kristján Þór um ástæðu þess að frumvarpið hafi ekki komið frá hans ráðuneyti, heldur meirihluta atvinnuveganefndar.Afsakar þetta ekki „Þetta mál var á þingmálaskrá og þá var miðað við að taka heildarendurskoðunina fyrir. Þegar það rann upp fyrir fólki að það gengi ekki upp vegna tímaskorts í mars eða apríl þá var farin þessi leið í samkomulagi við stjórnarflokkana, að atvinnuveganefndin myndi flytja þetta.“ Kristján Þór segir að það sé alþekkt að svo sé gert, líka hér á landi. „Það er ekkert nýtt að nefndir þingsins flytji mál.“ Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt vinnubrögð í málinu harðlega og kom í veg fyrir að málið yrði tekið á dagskrá. Í frumvarpinu felst að gjaldið verði lækkað á allar útgerðir en aðalástæðan fyrir lækkuninni er sögð vera lakari afkoma lítilla og meðalstórra útgerða. Kristján Þór segir að það sé ekki einfalt að koma á breytingum þegar kemur að breytingum sem þessum, sama hvernig stjórnarmynstrið er. „Hver einasta breyting sem snýr að gjaldtöku í sjávarútvegi er umdeild, það er fullkomlega eðlilegt.“ Kristján Þór bendir á að það fyrirkomulag sem er í gildi núna það var til reynslu í eitt ár frá 2014. Í kjölfarið voru sett á lög sem áttu að gilda í þrjú ár og renna þau út á þessu ári. „Þegar ég kem að þessu í desember eru sex mánuðir eftir að þingi og það eina sem hafði verið unnið hafði verið gert í október á síðasta ári. Það kann vel að vera að þetta hafi verið ofmat, það er alls ekki til fyrirmyndar að mál komi með þessum hætti inn svo seint sem raun ber vitni og ég ætla ekki á neinn hátt að reyna að afsaka það.“ Þingið standi þó fyrir því að þurfa að setja lög sem heimila innheimtu veiðigjalda síðustu fjóra mánuði ársins.Hanna Katrín Friðrikasson þingflokksformaður ViðreisnarSkjáskot/Stöð 2Engin rök fyrir þessari lækkun Hanna Katrín tók undir með Kristjáni að það hafi verið margra ára atrenna að koma á sátt um gjaldtöku fyrir aðgang að veiðistofni þjóðarinnar. Hún bendir þó á að það hefði verið hægt að framlengja núverandi lög óbreytt í stað þess að skauta þessu inn á síðustu stundu frá hliðarlínunni. „Það eru einfaldlega engin rök fyrir því að lækka gjöld fyrir afnot af þessari þjóðarauðlegð um þrjá milljarða á þessum tímum þegar vantar peninga fyrir ýmislegt í þjóðarhag.“ Nefndi hún þar ýmsa tekjugrunna, bætur og fleira. „Það er svo sannarlega hægt að nýta þessa þrjá milljarða í almannahag frekar en að lækka þvert á alla sem starfa í útgerð á landinu.“ Hanna Katrín nefnir að þau rök eru notuð að það séu ákveðin fyrirtæki, lítil fyrirtæki úti á landsbyggðinni í vanda og segir að það sé líklega bara rétt, íslenska krónan geri mörgum erfitt fyrir. Það sé samt líka staðreynd og hafi komið fram í nýlegri úttekt að litlu fyrirtækin séu ekkert endilega verr stödd en þau stærri. „Það er ekkert mál að meðan verið er að finna tíma fyrir endurskoðun á lögunum, sem ég vona svo sannarlega að verði reynt að vinna í þverpólitískri sátt áfram, þá er ekkert mál að koma með sértækar lausnir til að bjarga þó þeim fyrirtækjum sem að eru lítil, eru í vanda, ráða ekki við núverandi ástand og eru á stað þannig að það skipti ákveðin byggðarlög máli.“Allir sammála um að kerfið sé brogað Kristján Þór sagði að það sé ekki rétt að verið sé að lækka gjöldin um þrjá milljarða króna. „Það er allt í lagi að vera ósammála en tökum þá bara efnislegu umræðuna um málið.“ Hann sagði að það hafi verið góð ástæða fyrir því að fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hafi beðið um úttekt á stöðu fiskveiða í landinu. „Veiðigjaldakerfið sem við erum með, það eru allir sammála um að það sé mjög brogað. Við viljum nálgast álagningu í tíma, við viljum að álagning veiðigjalds endurspegli einhvern vegin afkomu útgerðarinnar og svo er vilji til að létta undir með smærri útgerðum.“ Kristján sagðist opinn fyrir umræðu en ítrekaði þó að frumvarpið væri gert úfrá greinargerðum og úttektum nefndarinnar. Hann sagði að málið hafi verið keyrt fram með látum svo hægt væri að koma því af stað og ræða það efnislega. „Fyrst á þinginu en síðan vinna með það áfram.“
Alþingi Víglínan Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira