Sádar hóta að beita síkröftugra herliði sínu gegn Katar Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 2. júní 2018 09:51 Sádar verja miklu hærra hlutfalli þjóðarframleiðslu til hernaðar en nokkurt annað ríki heims. Meira að segja Ísraelsmenn komast ekki í hálfkvist við Sáda í þeim efnum. Vísir/Getty Salman konungur Sádí-Arabíu hótar nágrönnum sínum í Katar stríði ef þeir taka við sendingum fullkominna loftvarnarflauga frá Rússlandi. Í samtali við franska dagblaðið Le Monde segist Salman hafa djúpar áhyggjur af fyrirhugaðri sölu S-400 loftvarnarkerfisins til Katara. Sádar hafa ásamt bandamönnum sínum í Egyptalandi, Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmunum haldið Katar í herkví í tæpt ár. Þeir saka stjórnvöld í Katar um að ganga erinda Írana og styðja hryðjuverkastarfsemi. Það verður að teljast nokkuð grátbroslegt miðað við það gríðarstóra hlutverk sem Sádar hafa sjálfir leikið í nútímasögu hryðjuverka. Í raun snýst deilan um átök tveggja valdablokka við Persaflóann og ótta Sáda við að Íran styrki stöðu sína á þeirra kostnað. Það endurspeglast í kröfum Sáda og bandamanna. Þeir hóta að halda Katar í herkví um komandi framtíð nema ríkisstjórn Katars leggi niður gervihnattasjónvarpsstöðina Al Jazeera og loki tyrkneskri herstöð. Sádar líta á Al Jazeera sem hættulega áróðursvél gegn konungsveldinu og tyrknesku herstöðina sem ögrun við vaxandi hervald þeirra við Persaflóa. Ef litið er á hernaðarútgjöld Sádí-Arabíu verður myndin enn skýrari. Sádar hafa stóraukið hernaðarútgjöld sín síðustu ár og heija nú umfangsmikið stríð í Jemen auk þess að hafa íhlutast umtalsvert í borgarastríðinu í Sýrlandi. Það er liður í áætlun þeirra um að verða óumdeilt pólitískt og hernaðarlegt stórveldi Persaflóans og Miðausturlanda almennt. Á kostnað Írans. Sádar flytja nú inn meira magn hergagna en nokkurt annað ríki heims. Enn meira sláandi er sú staðreynd að eftir mikla hernaðaruppbyggingu síðustu ára er Sádí-Arabía það ríki sem eyðir langstærstu hlutfalli þjóðarframleiðslu sinnar í hernað. Meira en tíu prósent af vergri þjóðarframleiðslu Sáda, sem er umtalsverð þökk sé gjöfulum olíulindum, rennur beint til hernaðarútgjalda. Ísrael, sem er í öðru sæti á heimslistanum en tróndi lengi á toppnum, ver helmingi minna hlutfalli eða rétt rúmum fimm prósentum vergrar þjóðarframleiðslu til að viðhalda hernaðarmætti sínum sem er einn sá mesti í heimi. Fjárfestingar Sáda á sviði hernaðar eru því til þess fallnar að breyta valdajafnvægi Miðausturlanda til lengri tíma og vekja ótta Írana, Katara og annarra fjandmanna Sáda um að þeim sé alvara með hótunum sínum um beinan hernað í Persaflóa. Barein Katar Sádi-Arabía Jemen Tengdar fréttir Sádar skutu niður sjö eldflaugar frá Jemen Einn maður lét lífið þegar hann varð fyrir braki úr einni eldflauginni. 26. mars 2018 11:19 Í köldu stríði Íranar og Sádi-Arabar hafa í áratugaraðir tekist á um völdin í Mið-Austurlöndum. Sífellt hitnar í kolunum. Styðja sína hliðina hvorir í Sýrlandi og Jemen. 7. apríl 2018 11:00 Hernaðarútgjöld heimsins ekki verið hærri frá kalda stríði Framlög til varnarmála aukast enn á heimsvísu á milli ára og hafa ekki verið eins há frá lokum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í nýrri samantekt SIPRI, Stochholm International Peace Research Institute. 2. maí 2018 11:03 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Sjá meira
Salman konungur Sádí-Arabíu hótar nágrönnum sínum í Katar stríði ef þeir taka við sendingum fullkominna loftvarnarflauga frá Rússlandi. Í samtali við franska dagblaðið Le Monde segist Salman hafa djúpar áhyggjur af fyrirhugaðri sölu S-400 loftvarnarkerfisins til Katara. Sádar hafa ásamt bandamönnum sínum í Egyptalandi, Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmunum haldið Katar í herkví í tæpt ár. Þeir saka stjórnvöld í Katar um að ganga erinda Írana og styðja hryðjuverkastarfsemi. Það verður að teljast nokkuð grátbroslegt miðað við það gríðarstóra hlutverk sem Sádar hafa sjálfir leikið í nútímasögu hryðjuverka. Í raun snýst deilan um átök tveggja valdablokka við Persaflóann og ótta Sáda við að Íran styrki stöðu sína á þeirra kostnað. Það endurspeglast í kröfum Sáda og bandamanna. Þeir hóta að halda Katar í herkví um komandi framtíð nema ríkisstjórn Katars leggi niður gervihnattasjónvarpsstöðina Al Jazeera og loki tyrkneskri herstöð. Sádar líta á Al Jazeera sem hættulega áróðursvél gegn konungsveldinu og tyrknesku herstöðina sem ögrun við vaxandi hervald þeirra við Persaflóa. Ef litið er á hernaðarútgjöld Sádí-Arabíu verður myndin enn skýrari. Sádar hafa stóraukið hernaðarútgjöld sín síðustu ár og heija nú umfangsmikið stríð í Jemen auk þess að hafa íhlutast umtalsvert í borgarastríðinu í Sýrlandi. Það er liður í áætlun þeirra um að verða óumdeilt pólitískt og hernaðarlegt stórveldi Persaflóans og Miðausturlanda almennt. Á kostnað Írans. Sádar flytja nú inn meira magn hergagna en nokkurt annað ríki heims. Enn meira sláandi er sú staðreynd að eftir mikla hernaðaruppbyggingu síðustu ára er Sádí-Arabía það ríki sem eyðir langstærstu hlutfalli þjóðarframleiðslu sinnar í hernað. Meira en tíu prósent af vergri þjóðarframleiðslu Sáda, sem er umtalsverð þökk sé gjöfulum olíulindum, rennur beint til hernaðarútgjalda. Ísrael, sem er í öðru sæti á heimslistanum en tróndi lengi á toppnum, ver helmingi minna hlutfalli eða rétt rúmum fimm prósentum vergrar þjóðarframleiðslu til að viðhalda hernaðarmætti sínum sem er einn sá mesti í heimi. Fjárfestingar Sáda á sviði hernaðar eru því til þess fallnar að breyta valdajafnvægi Miðausturlanda til lengri tíma og vekja ótta Írana, Katara og annarra fjandmanna Sáda um að þeim sé alvara með hótunum sínum um beinan hernað í Persaflóa.
Barein Katar Sádi-Arabía Jemen Tengdar fréttir Sádar skutu niður sjö eldflaugar frá Jemen Einn maður lét lífið þegar hann varð fyrir braki úr einni eldflauginni. 26. mars 2018 11:19 Í köldu stríði Íranar og Sádi-Arabar hafa í áratugaraðir tekist á um völdin í Mið-Austurlöndum. Sífellt hitnar í kolunum. Styðja sína hliðina hvorir í Sýrlandi og Jemen. 7. apríl 2018 11:00 Hernaðarútgjöld heimsins ekki verið hærri frá kalda stríði Framlög til varnarmála aukast enn á heimsvísu á milli ára og hafa ekki verið eins há frá lokum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í nýrri samantekt SIPRI, Stochholm International Peace Research Institute. 2. maí 2018 11:03 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Sjá meira
Sádar skutu niður sjö eldflaugar frá Jemen Einn maður lét lífið þegar hann varð fyrir braki úr einni eldflauginni. 26. mars 2018 11:19
Í köldu stríði Íranar og Sádi-Arabar hafa í áratugaraðir tekist á um völdin í Mið-Austurlöndum. Sífellt hitnar í kolunum. Styðja sína hliðina hvorir í Sýrlandi og Jemen. 7. apríl 2018 11:00
Hernaðarútgjöld heimsins ekki verið hærri frá kalda stríði Framlög til varnarmála aukast enn á heimsvísu á milli ára og hafa ekki verið eins há frá lokum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í nýrri samantekt SIPRI, Stochholm International Peace Research Institute. 2. maí 2018 11:03