Innlent

Ósáttur við að fá ekki að fara um borð og beit lögreglumann í lærið

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ferðamanninum hafði ekki verið hleypt um borð í flug til Los Angeles vegna ölvunar.
Ferðamanninum hafði ekki verið hleypt um borð í flug til Los Angeles vegna ölvunar. Vísir/Stefán
Lögreglumaður í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum varð fyrir því nýverið að ölvaður erlendur ferðamaður beit hann í lærið. Ferðamanninum hafði ekki verið hleypt um borð í flug til Los Angeles vegna ölvunar, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum. Var viðkomandi svo ósáttur með þá ákvörðun að kalla þurfti lögreglu á vettvang.

Lögreglumenn gerðu allt hvað þeir gátu til að aðstoða ferðamanninn sem var æstur og ósamvinnuþýður og vildi ekki hlýða fyrirmælum. Hann var því færður í handjárn en náði þá að bíta lögreglumanninn. Ferðalangurinn var því næst færður á lögreglustöð þar sem hann var var látinn sofa úr sér áfengisvímuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×