Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast síðan í gær, þá aðallega vegna aksturs ökumanna undir áhrifum. Klukkan 26 mínútur yfir tvö í nótt var tilkynnt um innbrot í Árbæ. Tveir einstaklingar voru handteknir vegna málsins. Voru þeir vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar lögreglu.
Nokkrir ökumenn voru teknir fyrir að aka undir áhrifum áfengis- eða fíkniefna og einn þeirra reyndi að tálma lögreglustörf. Á sjöunda tímanum í gær stöðvaði lögregla bifreið í Kringlunni en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá reyndist ökumaður sviptur ökuréttindum vegna fyrri afskipta lögreglu Þá er ökumaðurinn grunaður um vörslu fíkniefna.
Bifreið var stöðvuð í Hafnarfirði um klukkan átta en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Klukkutíma síðar stöðvaði lögregla bifreið í Breiðholti en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Ökumaður var stöðvuð í Kópavogi á öðrum tímanum í nótt grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Rétt fyrir klukkan tvö í nótt var bifreið stöðvuð við Holtagarða en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumaður var stöðvaður vegna sömu grunsemda klukkan 18 mínútur yfir þrjú í nótt í Kópavogi. Við nánari skoðun reyndist ökumaður aldrei hafa öðlast ökuréttindi og þá er hann grunaður um vörslu fíkniefna.
Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt stöðvaði lögregla í Breiðholti bifreið en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Þá var ökumaður bifreiðarinnar handtekinn en hann reyndi að tálma störf lögreglu. Farþeginn gistir í fangaklefa þar til rennur af honum og hægt verður að tala við hann, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.
Innbrot í Árbæ í nótt
Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
