Grafarþögn í Kópavogi Hersir Aron Ólafsson skrifar 1. júní 2018 20:00 Algjör þögn ríkir um myndun meirihluta í Kópavogi og óljóst hvort Sjálfstæðismenn ætli að halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi. Nýir bæjarstjórar taka við störfum í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum og nýr meirihluti á Akureyri hyggst ráða bæjarstjóra. Lending náðist í Hafnarfirði í gær um samstarf Sjálfstæðisflokksins og lista Framsóknar og óháðra, sem mynda meirihluta 6 bæjarfulltrúa af 11. Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins verður nýr bæjarstóri. „Það leggst mjög vel í mig að taka við þessu starfi. Ég hef verið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í tólf ár og þekki verkefnin, þekki hlutverkið, þekki þau störf sem þarf að ráðast í,“ segir Rósa.Segir Harald hafa bjargað Hafnarfirði Rósa tekur við starfinu af Haraldi Líndal Haraldssyni sem var faglega ráðinn af fyrri meirihluta. „Haraldur hefur reynst okkur ákaflega vel og var frábær í þeim verkefnum sem við þurftum að ráðast í í upphafi síðasta kjörtímabils, að taka til í rekstrinum og taka á fjármálunum. Hreinlega bjarga Hafnarfirði í þeim málum,“ segir Rósa. Hún segir það hins vegar hafa verið sameiginlega lendingu flokkanna að hún tæki nú við stöðunni. Í Kópavogi hefur ekkert heyrst af viðræðum, en þar hélt meirihlutinn í kosningunum. Í samtali við kvöldfréttir í gær kvaðst Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti sameiginlegt framboðs Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, hins vegar ekkert hafa heyrt frá Sjálfstæðismönnum. „Ég átta mig ekki alveg á því hvað það er sem er að trufla þá,“ sagði Theodóra í gær.Ekkert heyrst frá bæjarstjóra Engar nýjar upplýsingar hafa fengist frá Theodóru í dag og ekki hefur náðst í bæjarstjórann Ármann Kr. Ólafsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sömu sögu er að segja um Birki Jón Jónsson oddvita Framsóknarflokksins. Á Akureyri hafa L-listi, Framsókn og Samfylking hins vegar myndað sex manna meirihluta, og stendur til að ráða bæjarstjóra. Í höfuðborginni héldu Samfylking, Píratar, Vinstri Græn og Viðreisn áfram viðræðum í dag og funduðu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Í Vestmannaeyjum hafa svo framboð Eyjalistans og H-listans náð saman um samstarf, en oddviti þess síðarnefnda verður nýr bæjarstjóri. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Algjör þögn ríkir um myndun meirihluta í Kópavogi og óljóst hvort Sjálfstæðismenn ætli að halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi. Nýir bæjarstjórar taka við störfum í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum og nýr meirihluti á Akureyri hyggst ráða bæjarstjóra. Lending náðist í Hafnarfirði í gær um samstarf Sjálfstæðisflokksins og lista Framsóknar og óháðra, sem mynda meirihluta 6 bæjarfulltrúa af 11. Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins verður nýr bæjarstóri. „Það leggst mjög vel í mig að taka við þessu starfi. Ég hef verið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í tólf ár og þekki verkefnin, þekki hlutverkið, þekki þau störf sem þarf að ráðast í,“ segir Rósa.Segir Harald hafa bjargað Hafnarfirði Rósa tekur við starfinu af Haraldi Líndal Haraldssyni sem var faglega ráðinn af fyrri meirihluta. „Haraldur hefur reynst okkur ákaflega vel og var frábær í þeim verkefnum sem við þurftum að ráðast í í upphafi síðasta kjörtímabils, að taka til í rekstrinum og taka á fjármálunum. Hreinlega bjarga Hafnarfirði í þeim málum,“ segir Rósa. Hún segir það hins vegar hafa verið sameiginlega lendingu flokkanna að hún tæki nú við stöðunni. Í Kópavogi hefur ekkert heyrst af viðræðum, en þar hélt meirihlutinn í kosningunum. Í samtali við kvöldfréttir í gær kvaðst Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti sameiginlegt framboðs Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, hins vegar ekkert hafa heyrt frá Sjálfstæðismönnum. „Ég átta mig ekki alveg á því hvað það er sem er að trufla þá,“ sagði Theodóra í gær.Ekkert heyrst frá bæjarstjóra Engar nýjar upplýsingar hafa fengist frá Theodóru í dag og ekki hefur náðst í bæjarstjórann Ármann Kr. Ólafsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sömu sögu er að segja um Birki Jón Jónsson oddvita Framsóknarflokksins. Á Akureyri hafa L-listi, Framsókn og Samfylking hins vegar myndað sex manna meirihluta, og stendur til að ráða bæjarstjóra. Í höfuðborginni héldu Samfylking, Píratar, Vinstri Græn og Viðreisn áfram viðræðum í dag og funduðu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Í Vestmannaeyjum hafa svo framboð Eyjalistans og H-listans náð saman um samstarf, en oddviti þess síðarnefnda verður nýr bæjarstjóri.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira