Ljósmæður fá rúmlega fjögurra prósenta hækkun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júní 2018 19:00 Ljósmæður fá rúmlega fjögurra prósenta launahækkun samkvæmt nýjum kjarasamningi sem gerir einnig ráð fyrir sextíu milljóna króna greiðslu til launaleiðréttingar og fleiri aðgerða. Ljósmæður telja atkvæðagreiðsluna um samninginn tvísýna og einhverjar hyggjast ekki að draga uppsagnir til baka. Samningurinn var kynntur félagsmönnum síðdegis í gær og atkvæðagreiðslan, sem stendur yfir í tíu daga, hófst í morgun. Ljósmæður hafa verið samningslausar í níu mánuði og gildir kjarasamningurinn sem var undirritaður á þriðjudag fram til loka marsmánaðar á næsta ári, eða í níu mánuði.Ljósmæður sem fréttastofa ræddi við í dag voru ekkert sérstaklega ánægðar með samninginn og töldu tvísýnt hvort hann yrði samþykktur. Formaður Ljósmæðrafélagsins segir tilfinningarnar blendnar. „Það eru engin brjáluð fagnaðarlæti. En í þessum samningi eru ákveðnir möguleikar sem sumir meta en aðrir ekki," segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Samningurinn felur í sér 4,21 prósenta miðlæga launahækkun og nokkrar bókanir en sú helsta gerir ráð fyrir sextíu milljóna króna greiðslu frá heilbrigðisráðuneytinu. „Það kemur ákveðin innspýting frá ráðuneytinu sem er til útfærslu á ýmsum breytingum. Til dæmis að við lækkum ekki, því eins og er þá lækkum við við útskriftina. Það er breytt inntak í starfinu og það ýmislegt svona sem er verið að viðurkenna að hafi ekki verið metið," segir Áslaug. Þessi atriði verða útfærð nánar þegar niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir en nokkrar ljósmæður sem fréttastofa ræddi við í dag töldu að skýra þyrfti hvort gert væri ráð fyrir fjölgun stöðugilda til þess að draga úr álagi vegna undirmönnunnar. Fjöldi ljósmæðra hefur þegar sagt upp störfum og segjast sumar þeirra ekki ætla að draga uppsagnir til baka en aðrar höfðu ekki ákveðið sig. Flestar uppsagnir taka gildi um næstu mánaðarmót og telur Áslaug óvíst hvort samningurinn dugi til að halda þeim í starfi. „Þolinmæði ljósmæðra er algjörlega á þrotum. Þær eru búnar að vera undir miklu álagi, standa í miklum deilum og veseni undanfarin ár. Þeim finnst þær ekki metnar að verðleikum og mér finnst það reyndar ekki heldur. Þannig ég veit ekki hvað verður," segir Áslaug. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Ljósmæður fá rúmlega fjögurra prósenta launahækkun samkvæmt nýjum kjarasamningi sem gerir einnig ráð fyrir sextíu milljóna króna greiðslu til launaleiðréttingar og fleiri aðgerða. Ljósmæður telja atkvæðagreiðsluna um samninginn tvísýna og einhverjar hyggjast ekki að draga uppsagnir til baka. Samningurinn var kynntur félagsmönnum síðdegis í gær og atkvæðagreiðslan, sem stendur yfir í tíu daga, hófst í morgun. Ljósmæður hafa verið samningslausar í níu mánuði og gildir kjarasamningurinn sem var undirritaður á þriðjudag fram til loka marsmánaðar á næsta ári, eða í níu mánuði.Ljósmæður sem fréttastofa ræddi við í dag voru ekkert sérstaklega ánægðar með samninginn og töldu tvísýnt hvort hann yrði samþykktur. Formaður Ljósmæðrafélagsins segir tilfinningarnar blendnar. „Það eru engin brjáluð fagnaðarlæti. En í þessum samningi eru ákveðnir möguleikar sem sumir meta en aðrir ekki," segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Samningurinn felur í sér 4,21 prósenta miðlæga launahækkun og nokkrar bókanir en sú helsta gerir ráð fyrir sextíu milljóna króna greiðslu frá heilbrigðisráðuneytinu. „Það kemur ákveðin innspýting frá ráðuneytinu sem er til útfærslu á ýmsum breytingum. Til dæmis að við lækkum ekki, því eins og er þá lækkum við við útskriftina. Það er breytt inntak í starfinu og það ýmislegt svona sem er verið að viðurkenna að hafi ekki verið metið," segir Áslaug. Þessi atriði verða útfærð nánar þegar niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir en nokkrar ljósmæður sem fréttastofa ræddi við í dag töldu að skýra þyrfti hvort gert væri ráð fyrir fjölgun stöðugilda til þess að draga úr álagi vegna undirmönnunnar. Fjöldi ljósmæðra hefur þegar sagt upp störfum og segjast sumar þeirra ekki ætla að draga uppsagnir til baka en aðrar höfðu ekki ákveðið sig. Flestar uppsagnir taka gildi um næstu mánaðarmót og telur Áslaug óvíst hvort samningurinn dugi til að halda þeim í starfi. „Þolinmæði ljósmæðra er algjörlega á þrotum. Þær eru búnar að vera undir miklu álagi, standa í miklum deilum og veseni undanfarin ár. Þeim finnst þær ekki metnar að verðleikum og mér finnst það reyndar ekki heldur. Þannig ég veit ekki hvað verður," segir Áslaug.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira