Hörður Björgvin á leið til CSKA Moskvu Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júní 2018 16:45 Hörður Björgvin í leik með Bristol. vísir/getty Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsbakvörður í fótbolta, er á leið til rússneska stórliðsins CSKA Moskvu frá Bristol City á Englandi, samkvæmt heimildum Vísis. Allt er klappað og klárt á milli félaganna, samkvæmt heimildum Vísis, en tilkynnt verður síðar um félagaskiptin og flytur Hörður til höfuðborgar Rússlands þegar heimsmeistaramótinu þar í landi er lokið. Hörður Björgvin gekk í raðir Bristol frá Juventus á Ítalíu sumarið 2016 en hann spilaði 24 leiki í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð, þar af fimmtán sem byrjunarliðsmaður. Hann fékk ekki jafnmikinn spiltíma og hann hefði óskað í deildinni en átti stóran þátt í því að koma liðinu alla leið í undanúrslit enska deildabikarsins þar sem að liðið lagði úrvalsdeildarfélögin Watford, Stoke, Crystal Palace og Manchester United á leið sinni. Hörður Björgvin er 25 ára gamall uppalinn Framari sem gekk ungur í raðir Juventus á Ítalíu en var lánaður þaðan til Spezia og Cesena á Ítalíu. Hann var í EM-hóp Íslands árið 2016 en hirti svo vinstri bakvarðarstöðuna af Ara Frey Skúlasyni undir lok sama árs og er nú fastamaður í byrjunarliði íslenska liðsins. CSKA Moskva er stórlið í Evrópu en það hefur sex sinnum unnið rússnesku úrvalsdeildina, síðast árið 2016, og átta sinnum hafnað í öðru sæti en liðið fékk einmitt silfrið á síðustu leiktíð sem tryggir því sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hörður Björgvin verður fjórði íslenski landsliðsmaðurinn á mála hjá liði í Rússlandi en fyrir er þríeykið Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson sem allir spila fyrir Rostov. Fótbolti Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsbakvörður í fótbolta, er á leið til rússneska stórliðsins CSKA Moskvu frá Bristol City á Englandi, samkvæmt heimildum Vísis. Allt er klappað og klárt á milli félaganna, samkvæmt heimildum Vísis, en tilkynnt verður síðar um félagaskiptin og flytur Hörður til höfuðborgar Rússlands þegar heimsmeistaramótinu þar í landi er lokið. Hörður Björgvin gekk í raðir Bristol frá Juventus á Ítalíu sumarið 2016 en hann spilaði 24 leiki í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð, þar af fimmtán sem byrjunarliðsmaður. Hann fékk ekki jafnmikinn spiltíma og hann hefði óskað í deildinni en átti stóran þátt í því að koma liðinu alla leið í undanúrslit enska deildabikarsins þar sem að liðið lagði úrvalsdeildarfélögin Watford, Stoke, Crystal Palace og Manchester United á leið sinni. Hörður Björgvin er 25 ára gamall uppalinn Framari sem gekk ungur í raðir Juventus á Ítalíu en var lánaður þaðan til Spezia og Cesena á Ítalíu. Hann var í EM-hóp Íslands árið 2016 en hirti svo vinstri bakvarðarstöðuna af Ara Frey Skúlasyni undir lok sama árs og er nú fastamaður í byrjunarliði íslenska liðsins. CSKA Moskva er stórlið í Evrópu en það hefur sex sinnum unnið rússnesku úrvalsdeildina, síðast árið 2016, og átta sinnum hafnað í öðru sæti en liðið fékk einmitt silfrið á síðustu leiktíð sem tryggir því sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hörður Björgvin verður fjórði íslenski landsliðsmaðurinn á mála hjá liði í Rússlandi en fyrir er þríeykið Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson sem allir spila fyrir Rostov.
Fótbolti Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira