Borgarstjóri vonar að samstaða skapist um helstu mál í borgarstjórn Heimir Már Pétursson skrifar 19. júní 2018 18:45 Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. Oddvitar tveggja minnihluta flokka leggja hins vegar áherslu á að meirihluti borgarstjórnar sé með minnihluta atkvæða á bakvið sig og boða harða stjórnarandstöðu. Tuttugu og þrír nýkjörnir borgarfulltrúar komu til síns fyrsta borgarstjórnarfundar í dag og stýrði borgarstjóri fundinum til að byrja með. Tólf skipa meirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna en ellefu minnihluta Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokks leggur mikið upp úr því að meirihlutaflokkarnir hafi minnihluta atkvæða á bakvið sig. „Það vantar mikið í þennan málefnasamning. Við erum að fylla í þær eyður, meðal annars með tillögum í húsnæðismálum, sem eru í ólestri og fleira. Ég held að borgarstjórn ætti í raun og veru ekki að fara í sumarfrí. Hún ætti að klára þau vandamál sem eru til staðar,“ segir Eyþór. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að reikna megi með að tekist verði á um mál en það hafi verið býsna friðsælt í borgarstjórn undanfarin ár ólíkt landsmálunum. „Ég bind vonir við að það verði framhald af því að borgarstjórnin láti verkin tala. Það verði samstaða um fleiri mál en færri þvert á flokka.“Þannig að þið munið reyna að vinna með þeim flokkum sem ekki eru í formlegu meirihlutasamstarfi?„Já, ég lít á það sem okkar hlutverk að leiða fram niðurstöðu í málum í takti við vilja borgarbúa,“ segir Dagur.Nýr forseti borgarstjórnar hóf ferilinn með því að leggja blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur.Vísir/Friðrik ÞórVigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins leggur eins og Eyþór áherslu á að flokkarnir í minnihlutanum hafi meirihluta atkvæða á bakvið sig en líst vel á framhaldið. „Þetta er bara spennandi. En eins og þú kannski manst var ég hætt í pólitík en ég er komin aftur,“ sagði Vigdís og hlær. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata var kjörin forseti borgarstjórnar á fundinum yngst allra til að gegna því embætti, en minnihlutaflokkarnir sátu hjá við kjörið. Nýr forseti borgarstjórnar hóf ferilinn með því að leggja blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Kvenréttindakonu sem einnig var meðal fyrstu kvennanna sem sat í borgarstjórn. Sjálf á forseti borgarstjórnar þrítugs afmæli í dag og borgarstjórinn reyndar afmæli í dag líka. En Bríet var árið 1907 ásamt fleiri konum Kvennaframboðsins kjörin fyrst kvenna í borgarstjórn og stóð að stofnun Kvenréttindasamtaka Íslands það sama ár. Tengdar fréttir Dagur og Dóra réttkjörin borgarstjóri og forseti borgarstjórnar óra Björt var í dag réttkjörinn yngsti forseti borgarstjórnar í sögu Reykjavíkurborgar en þess ber að geta að hún fagnar þrítugsafmæli sínu í dag. 19. júní 2018 15:21 Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. Oddvitar tveggja minnihluta flokka leggja hins vegar áherslu á að meirihluti borgarstjórnar sé með minnihluta atkvæða á bakvið sig og boða harða stjórnarandstöðu. Tuttugu og þrír nýkjörnir borgarfulltrúar komu til síns fyrsta borgarstjórnarfundar í dag og stýrði borgarstjóri fundinum til að byrja með. Tólf skipa meirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna en ellefu minnihluta Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokks leggur mikið upp úr því að meirihlutaflokkarnir hafi minnihluta atkvæða á bakvið sig. „Það vantar mikið í þennan málefnasamning. Við erum að fylla í þær eyður, meðal annars með tillögum í húsnæðismálum, sem eru í ólestri og fleira. Ég held að borgarstjórn ætti í raun og veru ekki að fara í sumarfrí. Hún ætti að klára þau vandamál sem eru til staðar,“ segir Eyþór. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að reikna megi með að tekist verði á um mál en það hafi verið býsna friðsælt í borgarstjórn undanfarin ár ólíkt landsmálunum. „Ég bind vonir við að það verði framhald af því að borgarstjórnin láti verkin tala. Það verði samstaða um fleiri mál en færri þvert á flokka.“Þannig að þið munið reyna að vinna með þeim flokkum sem ekki eru í formlegu meirihlutasamstarfi?„Já, ég lít á það sem okkar hlutverk að leiða fram niðurstöðu í málum í takti við vilja borgarbúa,“ segir Dagur.Nýr forseti borgarstjórnar hóf ferilinn með því að leggja blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur.Vísir/Friðrik ÞórVigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins leggur eins og Eyþór áherslu á að flokkarnir í minnihlutanum hafi meirihluta atkvæða á bakvið sig en líst vel á framhaldið. „Þetta er bara spennandi. En eins og þú kannski manst var ég hætt í pólitík en ég er komin aftur,“ sagði Vigdís og hlær. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata var kjörin forseti borgarstjórnar á fundinum yngst allra til að gegna því embætti, en minnihlutaflokkarnir sátu hjá við kjörið. Nýr forseti borgarstjórnar hóf ferilinn með því að leggja blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Kvenréttindakonu sem einnig var meðal fyrstu kvennanna sem sat í borgarstjórn. Sjálf á forseti borgarstjórnar þrítugs afmæli í dag og borgarstjórinn reyndar afmæli í dag líka. En Bríet var árið 1907 ásamt fleiri konum Kvennaframboðsins kjörin fyrst kvenna í borgarstjórn og stóð að stofnun Kvenréttindasamtaka Íslands það sama ár.
Tengdar fréttir Dagur og Dóra réttkjörin borgarstjóri og forseti borgarstjórnar óra Björt var í dag réttkjörinn yngsti forseti borgarstjórnar í sögu Reykjavíkurborgar en þess ber að geta að hún fagnar þrítugsafmæli sínu í dag. 19. júní 2018 15:21 Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Dagur og Dóra réttkjörin borgarstjóri og forseti borgarstjórnar óra Björt var í dag réttkjörinn yngsti forseti borgarstjórnar í sögu Reykjavíkurborgar en þess ber að geta að hún fagnar þrítugsafmæli sínu í dag. 19. júní 2018 15:21
Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent