Formúla 1

Red Bull með Honda vélar á næsta ári

Bragi Þórðarson skrifar
Daniel Ricciardo ekur fyrir Red Bull.
Daniel Ricciardo ekur fyrir Red Bull. vísir/getty
Red Bull mun keyra með Honda vélar á næsta tímabili, en þetta staðfesti liðið á Twitter í gærkvöldi.

Það hefur legið í loftinu síðustu vikur og mánuði að enska liðið myndi ekki halda samstarfi sínu við Renault áfram en allt frá árinu 2014 hefur samband þeirra versnað.

Samstarf Renault og Red Bull skilaði fjórum titlum bílasmiða sem og ökumanna árin 2010 til 2013.

Systurlið Red Bull, Toro Rosso, byrjaði að nota Honda vélar á þessu ári en árangurinn hefur þó látið á sér standa. Í raun hefur árangur Honda frá þeir komu aftur í Formúlu 1 árið 2015 verið afar dapur.

Það er því ljóst að japanski vélarframleiðandinn verður að gera betur á næsta ári ef samstarfið við Red Bull á að ganga upp.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×