Stýrir sínum fyrsta borgarstjórnarfundi á 30 ára afmælisdaginn Erla Björg Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 19. júní 2018 09:45 Dóra Björt Guðjónsdóttir er hér önnur frá hægri á myndinni. Hún er oddviti Pírata í Reykjavík og þrítug í dag. Myndin er frá því þegar nýr meirihluti var kynntur í borginni í síðustu viku. visir/jói k Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 14 í dag. Alls 54 mál eru á dagskrá, sem eru óvenju mörg mál fyrir fyrsta fund, að sögn Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata, og verðandi forseta borgarstjórnar sem stýrir fundinum í dag og það á 30 ára afmælisdaginn sinn. Þá er borgarstjórn jafnframt að koma saman í fyrsta skipti eftir að borgarfulltrúum var fjölgað í 23 en hingað til hafa fulltrúarnir verið 15. Rætt var við Dóru Björt í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi um þennan stóra dag hennar í dag. „Þetta er náttúrulega kvenréttindadagurinn, 19. júní, og það verður methlutfall kvenna sem mun setjast í borgarstjórn. Svo á borgarstjórinn okkar afmæli og svo verð ég þrítug. Þannig að þetta er bara stór dagur,“ sagði Dóra. Aðspurð hvort hún ætti eftir að hafa hemil á 23 borgarfulltrúum með 54 mál á dag sagði hún að það yrði allavega nóg að gera. „Eins og þið sjáið þá erum við að taka salinn hérna algjörlega í gegn. Það er búið að taka út húsgögnin og öllu verður breytt hérna í sumar til þess að koma öllu þessu fólk fyrir svo við erum svona að undirbúa og gera okkur tilbúin og ég er að gera mig andlega tilbúna til að stjórna öllu þessu fólki og öllum þessum málum. Þetta verður bara frábært.“Viðtalið við Dóru Björt má sjá í spilaranum hér fyrir neðan þegar um tvær mínútur eru liðnar af því. Tengdar fréttir Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00 Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 14 í dag. Alls 54 mál eru á dagskrá, sem eru óvenju mörg mál fyrir fyrsta fund, að sögn Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata, og verðandi forseta borgarstjórnar sem stýrir fundinum í dag og það á 30 ára afmælisdaginn sinn. Þá er borgarstjórn jafnframt að koma saman í fyrsta skipti eftir að borgarfulltrúum var fjölgað í 23 en hingað til hafa fulltrúarnir verið 15. Rætt var við Dóru Björt í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi um þennan stóra dag hennar í dag. „Þetta er náttúrulega kvenréttindadagurinn, 19. júní, og það verður methlutfall kvenna sem mun setjast í borgarstjórn. Svo á borgarstjórinn okkar afmæli og svo verð ég þrítug. Þannig að þetta er bara stór dagur,“ sagði Dóra. Aðspurð hvort hún ætti eftir að hafa hemil á 23 borgarfulltrúum með 54 mál á dag sagði hún að það yrði allavega nóg að gera. „Eins og þið sjáið þá erum við að taka salinn hérna algjörlega í gegn. Það er búið að taka út húsgögnin og öllu verður breytt hérna í sumar til þess að koma öllu þessu fólk fyrir svo við erum svona að undirbúa og gera okkur tilbúin og ég er að gera mig andlega tilbúna til að stjórna öllu þessu fólki og öllum þessum málum. Þetta verður bara frábært.“Viðtalið við Dóru Björt má sjá í spilaranum hér fyrir neðan þegar um tvær mínútur eru liðnar af því.
Tengdar fréttir Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00 Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00
Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45
Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00