Virkja í sér svikaskáldið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. júní 2018 06:00 Svikaskáldin Ragnheiður Harpa, Fríða, Þóra, Melkorka og Sunna Dís. Saga Sigurðardóttir „Bókin er eitt ljóðverk, en inniheldur þó ólík ljóð eftir okkur allar fimm,“ segir Ragnheiður Harpa Leifsdóttir um bókina Ég er fagnaðarsöngur sem svokölluð Svikaskáld gefa út í dag, á kvenréttindadaginn. Auk Ragnheiðar Hörpu eru þær Fríða Ísberg, Melkorka Ólafsdóttir, Sunna Dís Másdóttir og Þóra Hjörleifsdóttir með. „Við kynntumst í ritlist í Háskólanum og áttum sameiginlegt að vera haldnar fullkomnunaráráttu hvað varðar texta.“ Fyrsta bók Svikaskálda kom út fyrir ári og heitir Ég er ekki að rétta upp hönd. Hún rann út. En af hverju er þetta nafn á hópnum? Ragnheiður Harpa svarar því. „Þema fyrstu bókarinnar var svolítið: ég veit ekkert hvað ég er að gera hérna, ég er ekki skáld, hvenær skyldi komast upp um mig? Í fyrra fórum við í sumarbústað og skrifuðum og unnum svo saman að fráganginum. Nú fórum við til Suður-Frakklands í eina viku, skrifuðum hver sín ljóð en hjálpuðumst að við að fínpússa og stilla þau saman þannig að þau mynduðu eina heild. Því þau segja ákveðna sögu.“ Svikaskáldin trúðu því að ritlistarkennarinn þeirra, hann Sigurður Pálsson, væri með þeim við ljóðagerðina í Frakklandi, að sögn Ragnheiðar Hörpu. „Hann Sigurður boðaði svo mikinn fögnuð þegar hann var að fá okkur til að skrifa og á mikið í þessari bók. Svo fengum við Steinunni Sigurðardóttur sem ritstjóra, hún var yndisleg, næm og mögnuð.“ Ragnheiður Harpa segir það ósk Svikaskálda að aðferð þeirra blási öðrum eldi í brjóst og hópar vinni saman að skriftum. „Þó mýtan um skáldið aleitt uppi á rislofti sé lífseig þá mælum við með því að fólk virki í sér svikaskáldið saman og leiki sér með ljóðformið.“ Útgáfunni verður fagnað í Mengi, Óðinsgötu 2, milli klukkan 17 og 19 í dag. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Ísraelar þekkja Eurovision-stuld betur en aðrir Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja Eurovision-stuld betur en aðrir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Sjá meira
„Bókin er eitt ljóðverk, en inniheldur þó ólík ljóð eftir okkur allar fimm,“ segir Ragnheiður Harpa Leifsdóttir um bókina Ég er fagnaðarsöngur sem svokölluð Svikaskáld gefa út í dag, á kvenréttindadaginn. Auk Ragnheiðar Hörpu eru þær Fríða Ísberg, Melkorka Ólafsdóttir, Sunna Dís Másdóttir og Þóra Hjörleifsdóttir með. „Við kynntumst í ritlist í Háskólanum og áttum sameiginlegt að vera haldnar fullkomnunaráráttu hvað varðar texta.“ Fyrsta bók Svikaskálda kom út fyrir ári og heitir Ég er ekki að rétta upp hönd. Hún rann út. En af hverju er þetta nafn á hópnum? Ragnheiður Harpa svarar því. „Þema fyrstu bókarinnar var svolítið: ég veit ekkert hvað ég er að gera hérna, ég er ekki skáld, hvenær skyldi komast upp um mig? Í fyrra fórum við í sumarbústað og skrifuðum og unnum svo saman að fráganginum. Nú fórum við til Suður-Frakklands í eina viku, skrifuðum hver sín ljóð en hjálpuðumst að við að fínpússa og stilla þau saman þannig að þau mynduðu eina heild. Því þau segja ákveðna sögu.“ Svikaskáldin trúðu því að ritlistarkennarinn þeirra, hann Sigurður Pálsson, væri með þeim við ljóðagerðina í Frakklandi, að sögn Ragnheiðar Hörpu. „Hann Sigurður boðaði svo mikinn fögnuð þegar hann var að fá okkur til að skrifa og á mikið í þessari bók. Svo fengum við Steinunni Sigurðardóttur sem ritstjóra, hún var yndisleg, næm og mögnuð.“ Ragnheiður Harpa segir það ósk Svikaskálda að aðferð þeirra blási öðrum eldi í brjóst og hópar vinni saman að skriftum. „Þó mýtan um skáldið aleitt uppi á rislofti sé lífseig þá mælum við með því að fólk virki í sér svikaskáldið saman og leiki sér með ljóðformið.“ Útgáfunni verður fagnað í Mengi, Óðinsgötu 2, milli klukkan 17 og 19 í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Ísraelar þekkja Eurovision-stuld betur en aðrir Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja Eurovision-stuld betur en aðrir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Sjá meira