Virkja í sér svikaskáldið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. júní 2018 06:00 Svikaskáldin Ragnheiður Harpa, Fríða, Þóra, Melkorka og Sunna Dís. Saga Sigurðardóttir „Bókin er eitt ljóðverk, en inniheldur þó ólík ljóð eftir okkur allar fimm,“ segir Ragnheiður Harpa Leifsdóttir um bókina Ég er fagnaðarsöngur sem svokölluð Svikaskáld gefa út í dag, á kvenréttindadaginn. Auk Ragnheiðar Hörpu eru þær Fríða Ísberg, Melkorka Ólafsdóttir, Sunna Dís Másdóttir og Þóra Hjörleifsdóttir með. „Við kynntumst í ritlist í Háskólanum og áttum sameiginlegt að vera haldnar fullkomnunaráráttu hvað varðar texta.“ Fyrsta bók Svikaskálda kom út fyrir ári og heitir Ég er ekki að rétta upp hönd. Hún rann út. En af hverju er þetta nafn á hópnum? Ragnheiður Harpa svarar því. „Þema fyrstu bókarinnar var svolítið: ég veit ekkert hvað ég er að gera hérna, ég er ekki skáld, hvenær skyldi komast upp um mig? Í fyrra fórum við í sumarbústað og skrifuðum og unnum svo saman að fráganginum. Nú fórum við til Suður-Frakklands í eina viku, skrifuðum hver sín ljóð en hjálpuðumst að við að fínpússa og stilla þau saman þannig að þau mynduðu eina heild. Því þau segja ákveðna sögu.“ Svikaskáldin trúðu því að ritlistarkennarinn þeirra, hann Sigurður Pálsson, væri með þeim við ljóðagerðina í Frakklandi, að sögn Ragnheiðar Hörpu. „Hann Sigurður boðaði svo mikinn fögnuð þegar hann var að fá okkur til að skrifa og á mikið í þessari bók. Svo fengum við Steinunni Sigurðardóttur sem ritstjóra, hún var yndisleg, næm og mögnuð.“ Ragnheiður Harpa segir það ósk Svikaskálda að aðferð þeirra blási öðrum eldi í brjóst og hópar vinni saman að skriftum. „Þó mýtan um skáldið aleitt uppi á rislofti sé lífseig þá mælum við með því að fólk virki í sér svikaskáldið saman og leiki sér með ljóðformið.“ Útgáfunni verður fagnað í Mengi, Óðinsgötu 2, milli klukkan 17 og 19 í dag. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
„Bókin er eitt ljóðverk, en inniheldur þó ólík ljóð eftir okkur allar fimm,“ segir Ragnheiður Harpa Leifsdóttir um bókina Ég er fagnaðarsöngur sem svokölluð Svikaskáld gefa út í dag, á kvenréttindadaginn. Auk Ragnheiðar Hörpu eru þær Fríða Ísberg, Melkorka Ólafsdóttir, Sunna Dís Másdóttir og Þóra Hjörleifsdóttir með. „Við kynntumst í ritlist í Háskólanum og áttum sameiginlegt að vera haldnar fullkomnunaráráttu hvað varðar texta.“ Fyrsta bók Svikaskálda kom út fyrir ári og heitir Ég er ekki að rétta upp hönd. Hún rann út. En af hverju er þetta nafn á hópnum? Ragnheiður Harpa svarar því. „Þema fyrstu bókarinnar var svolítið: ég veit ekkert hvað ég er að gera hérna, ég er ekki skáld, hvenær skyldi komast upp um mig? Í fyrra fórum við í sumarbústað og skrifuðum og unnum svo saman að fráganginum. Nú fórum við til Suður-Frakklands í eina viku, skrifuðum hver sín ljóð en hjálpuðumst að við að fínpússa og stilla þau saman þannig að þau mynduðu eina heild. Því þau segja ákveðna sögu.“ Svikaskáldin trúðu því að ritlistarkennarinn þeirra, hann Sigurður Pálsson, væri með þeim við ljóðagerðina í Frakklandi, að sögn Ragnheiðar Hörpu. „Hann Sigurður boðaði svo mikinn fögnuð þegar hann var að fá okkur til að skrifa og á mikið í þessari bók. Svo fengum við Steinunni Sigurðardóttur sem ritstjóra, hún var yndisleg, næm og mögnuð.“ Ragnheiður Harpa segir það ósk Svikaskálda að aðferð þeirra blási öðrum eldi í brjóst og hópar vinni saman að skriftum. „Þó mýtan um skáldið aleitt uppi á rislofti sé lífseig þá mælum við með því að fólk virki í sér svikaskáldið saman og leiki sér með ljóðformið.“ Útgáfunni verður fagnað í Mengi, Óðinsgötu 2, milli klukkan 17 og 19 í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira