Óttast áhrif kjaradeilunnar á geðheilsu verðandi foreldra og barna þeirra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. júní 2018 20:30 Anna María Jónsdóttir geðlæknir. Vísir/Skjáskot Óvissan sem uppi er vegna kjaradeilu ljósmæðra getur haft áhrif á verðandi foreldra og börn þeirra til framtíðar að sögn geðlæknis. Fjárfesting í þjónustu við sængurkonur og nýbura geti sparað ríkinu mikla fjármuni til lengri tíma litið. Næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra verður á miðvikudaginn en ljósmæður hafa einnig óskað eftir fundi með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra en óvíst er að svo stöddu hvenær sá fundur verður.Streituhormón berst í gegnum fylgjuna Að sögn Önnu Maríu Jónsdóttur geðlæknis hafa rannsóknir ítrekað sýnt fram á að streita móður á meðgöngu getur haft áhrif á ófædd börn þeirra. „Ef að móðirin er undir miklu álagi, ef að hennar streituhormón er hátt, þá verða hreinlega breytingar á genum í fylgjunni sem að hleypa streituhormón í gegn og það hefur áhrif á streitukerfi barnsins,“ segir Anna María. „Óvissan hefur þau áhrif að þær [mæður] upplifa sig ekki öruggar og ég hef miklar áhyggjur af þessu ástandi,“ bætir hún við. Ef að ljósmæður sjái ekki hag sinn í að koma aftur til baka til starfa kveðst Anna María óttast að það fækki í stéttinni. „Þá í raun og veru erum við að fara skref aftur á bak og jafnvel að setja okkur bara hreinlega við hliðina á þróunarþjóðum.“ Það skjóti skökku við þar sem hér á landi sé getan til staðar til að veita umrædda þjónustu. Myndi spara til lengri tíma litið Afleiðingarnar streitu á meðgöngu geti varað til frambúðar og því sé kostnaðarsamt að vanrækja þjónustuna. „London School of Economics er búinn að sýna fram á það að það myndi kosta milljarða punda og við höfum umreiknað yfir í íslenskt samfélag; það myndi kosta um það bil sjö milljarða íslenskra króna á ári miðað við um það bil fjögur þúsund fæðingar á ári, fyrir hvern árgang fram að 18 ára aldri barnsins,“ útskýrir Anna María. Sá kostnaður falli til vegna þjónustu sem barn þurfi á að halda í skóla-, félags-, og heilbrigðiskerfi sem hægt væri að draga úr eða koma í veg fyrir því að tryggja góða þjónustu strax á meðgöngu og á fyrstu tveimur árum ævinnar. „Samkvæmt þessari sömu skýrslu sem var gefin út 2014 þá kemur í ljós að það þarf að fjárfesta 230 milljónum árlega í þjónustu, sérhæfða þjónustu, við þennan hóp til þess að vel megi við una. Og það eru um það bil 30 krónur sem kæmu til baka fyrir hverja eina sem væri fjárfest í þessum málaflokki og ég býst við að margir fjárfestar myndu stökkva á þennan kost.“ Þverpólitísk sátt hafi náðst í Bretlandi Að öðrum starfsstéttum ólöstuðum séu ljósmæður líklega sá hópur sem skapi hvað mest verðmæti að sögn Önnu Maríu. „Þær hafa mjög mikið að segja um það hvernig móðir og foreldrar upplifa meðgönguna og þær eru náttúrlega í lykilaðstöðu til þess að uppgötva ef eitthvað er að, líkamlega og andlega, og grípa snemma inn í.“ Sérstaklega eigi þetta við á síðasta þriðjungi meðgöngunnar þegar líkami og heili barnsins eru á mjög viðkvæmu mótunarskeiði. Það sem gerist á þessu tímabili geti haft áhrif á heilsufar allt fram á fullorðinsár. Þá bendir Anna María á að horfa mætti til Bretlands og laga sem þar hafi verið tekin upp, oft kallað „1001 dagur.“ „Það er þverpólitískt samkomulag sem að stjórmálamenn hafa gert um að byggja upp geðheilbrigðisþjónustu fyrir foreldra frá getnaði og fyrstu tvö árin eftir fæðingu barns og þetta hafa þeir gert vegna þess að það er besta fjárfestingin sem hægt er að hugsa sér að fjárfesta vel í þessum hópi,“ segir Anna María. Í Skotlandi hafi 500 nýjar ljósmæður til að mynda verið ráðnar inn í heilbrigðiskerfið á grundvelli laganna. Tengdar fréttir Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót. Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni. 11. júní 2018 19:15 19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00 Verðandi mæður leitast við að fæða utan Landspítalans vegna manneklu Ljósmóðir gengur út með sorg í hjarta. 17. júní 2018 19:07 Samstöðufundur með ljósmæðrum á Kvenréttindadaginn Sýna ljósmæðrum stuðning á táknrænan hátt. 14. júní 2018 15:00 Ljósmæður felldu samninginn 67 prósent sögðu nei. 8. júní 2018 12:42 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Óvissan sem uppi er vegna kjaradeilu ljósmæðra getur haft áhrif á verðandi foreldra og börn þeirra til framtíðar að sögn geðlæknis. Fjárfesting í þjónustu við sængurkonur og nýbura geti sparað ríkinu mikla fjármuni til lengri tíma litið. Næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra verður á miðvikudaginn en ljósmæður hafa einnig óskað eftir fundi með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra en óvíst er að svo stöddu hvenær sá fundur verður.Streituhormón berst í gegnum fylgjuna Að sögn Önnu Maríu Jónsdóttur geðlæknis hafa rannsóknir ítrekað sýnt fram á að streita móður á meðgöngu getur haft áhrif á ófædd börn þeirra. „Ef að móðirin er undir miklu álagi, ef að hennar streituhormón er hátt, þá verða hreinlega breytingar á genum í fylgjunni sem að hleypa streituhormón í gegn og það hefur áhrif á streitukerfi barnsins,“ segir Anna María. „Óvissan hefur þau áhrif að þær [mæður] upplifa sig ekki öruggar og ég hef miklar áhyggjur af þessu ástandi,“ bætir hún við. Ef að ljósmæður sjái ekki hag sinn í að koma aftur til baka til starfa kveðst Anna María óttast að það fækki í stéttinni. „Þá í raun og veru erum við að fara skref aftur á bak og jafnvel að setja okkur bara hreinlega við hliðina á þróunarþjóðum.“ Það skjóti skökku við þar sem hér á landi sé getan til staðar til að veita umrædda þjónustu. Myndi spara til lengri tíma litið Afleiðingarnar streitu á meðgöngu geti varað til frambúðar og því sé kostnaðarsamt að vanrækja þjónustuna. „London School of Economics er búinn að sýna fram á það að það myndi kosta milljarða punda og við höfum umreiknað yfir í íslenskt samfélag; það myndi kosta um það bil sjö milljarða íslenskra króna á ári miðað við um það bil fjögur þúsund fæðingar á ári, fyrir hvern árgang fram að 18 ára aldri barnsins,“ útskýrir Anna María. Sá kostnaður falli til vegna þjónustu sem barn þurfi á að halda í skóla-, félags-, og heilbrigðiskerfi sem hægt væri að draga úr eða koma í veg fyrir því að tryggja góða þjónustu strax á meðgöngu og á fyrstu tveimur árum ævinnar. „Samkvæmt þessari sömu skýrslu sem var gefin út 2014 þá kemur í ljós að það þarf að fjárfesta 230 milljónum árlega í þjónustu, sérhæfða þjónustu, við þennan hóp til þess að vel megi við una. Og það eru um það bil 30 krónur sem kæmu til baka fyrir hverja eina sem væri fjárfest í þessum málaflokki og ég býst við að margir fjárfestar myndu stökkva á þennan kost.“ Þverpólitísk sátt hafi náðst í Bretlandi Að öðrum starfsstéttum ólöstuðum séu ljósmæður líklega sá hópur sem skapi hvað mest verðmæti að sögn Önnu Maríu. „Þær hafa mjög mikið að segja um það hvernig móðir og foreldrar upplifa meðgönguna og þær eru náttúrlega í lykilaðstöðu til þess að uppgötva ef eitthvað er að, líkamlega og andlega, og grípa snemma inn í.“ Sérstaklega eigi þetta við á síðasta þriðjungi meðgöngunnar þegar líkami og heili barnsins eru á mjög viðkvæmu mótunarskeiði. Það sem gerist á þessu tímabili geti haft áhrif á heilsufar allt fram á fullorðinsár. Þá bendir Anna María á að horfa mætti til Bretlands og laga sem þar hafi verið tekin upp, oft kallað „1001 dagur.“ „Það er þverpólitískt samkomulag sem að stjórmálamenn hafa gert um að byggja upp geðheilbrigðisþjónustu fyrir foreldra frá getnaði og fyrstu tvö árin eftir fæðingu barns og þetta hafa þeir gert vegna þess að það er besta fjárfestingin sem hægt er að hugsa sér að fjárfesta vel í þessum hópi,“ segir Anna María. Í Skotlandi hafi 500 nýjar ljósmæður til að mynda verið ráðnar inn í heilbrigðiskerfið á grundvelli laganna.
Tengdar fréttir Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót. Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni. 11. júní 2018 19:15 19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00 Verðandi mæður leitast við að fæða utan Landspítalans vegna manneklu Ljósmóðir gengur út með sorg í hjarta. 17. júní 2018 19:07 Samstöðufundur með ljósmæðrum á Kvenréttindadaginn Sýna ljósmæðrum stuðning á táknrænan hátt. 14. júní 2018 15:00 Ljósmæður felldu samninginn 67 prósent sögðu nei. 8. júní 2018 12:42 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót. Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni. 11. júní 2018 19:15
19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00
Verðandi mæður leitast við að fæða utan Landspítalans vegna manneklu Ljósmóðir gengur út með sorg í hjarta. 17. júní 2018 19:07
Samstöðufundur með ljósmæðrum á Kvenréttindadaginn Sýna ljósmæðrum stuðning á táknrænan hátt. 14. júní 2018 15:00