Talsverðum verðmætum var stolið úr íbúðarhúsnæði í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Meðal þess sem stolið var var ökuskírteini húsráðenda sem og tveir bíllyklar, en bílarnir voru þó látnir vera.
Meðan húsráðandi svaf var farið inn um glugga á húsnæðinu og þaðan stolið fartölvu af Macbook tegund, Nicon ljósmyndavél, tugum þúsunda króna og nokkru af dýrum handverkfærum.
Lögreglan rannsakar málið, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.
Stal ökuskírteini og tveimur bíllyklum en lét bílana vera
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
