Heimir segir stigið gegn Argentínu verðskuldað Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. júní 2018 06:00 Heimir eftir að leikurinn gegn Argentínu var flautaður af. Fréttablaðið/Eyþór Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var skiljanlega í skýjunum eftir æfingu liðsins í Kabardinka í gær. Lærisveinar Heimis gerðu sér lítið fyrir og nældu í stig gegn Argentínu, einu af bestu liðum heims, silfurliðinu frá HM 2014 með einn besta leikmann heims innanborðs, Lionel Messi, deginum áður í Moskvu. „Fyrst og fremst fundum við fyrir stolti, bæði af strákunum og af því að fá að vera hluti af þessum hóp. Að fá að vinna með þessum hóp eru forréttindi og það að vera Íslendingur með íslenska landsliðið á HM eru forréttindi. Við þjálfarateymið höfum talað um það að sitja ekki einir um þetta,“ sagði Heimir hógvær og bætti við: „Við erum með teymi í kringum okkur sem við viljum að njóti reynslunnar því vitum ekki hversu oft þetta gerist í framtíðinni. Við viljum að þessi reynsla skili sér inn í íslenska knattspyrnu og hjálpi okkur öllum við að styrkja undirstöðurnar og verða betri fótboltaþjóð.“Sjá einnig: Strákarnir sendu markmanni Nígeríu baráttukveðju Eftir flotta sóknartilburði í fyrri hálfleik lá íslenska liðið mikið til baka í seinni hálfleik og náði lítið að herja á mark Argentínu.Undirbúningur landsliðsins skilaði sér meðal annars í varðri vítaspyrnu.Vísir/Getty„Við lærum það af þessum leik að vernda boltann meira þegar við erum með hann, með því spörum við orku því það tekur meira á að verjast en að sækja. Við getum gert betur sóknarlega en það er kannski eðlilegt að falla til baka gegn jafn sterkum mótherja þegar staðan er jöfn seint í seinni hálfleik,“ sagði Heimir og hélt áfram: „Við vissum fyrir leik að við þyrftum að verjast 60-70 prósent af leiknum, það var lítið sem kom okkur á óvart. Þegar þú ert að verjast svona mikið þá er þetta forgangurinn og þú þarft að vita að þú standir hann vel. Þegar við vorum með boltann náðum við að skapa góð færi en við áttum stigið fyllilega skilið.“ Við komuna til Kabardinka beið móttökunefnd strákanna og voru íbúar bæjarins búnir að mála íslenska fánann á lök. Það hlýjaði Heimi um hjartaræturnar. „Þetta er þannig staður að okkur líður mjög vel hérna, þó að við séum bara búnir að vera hérna í viku þá er strax komin þessi góða tilfinning. Við vorum með augastað á því þegar við völdum þetta svæði, það er fallegt hérna en góð orka úr Svartahafinu og fjöllunum í kring þó að þetta sé lítill og sætur bær. Það var afar gaman að fá þessar móttökur. Við töluðum eftir leikinn um að fara aftur heim og maður finnur að það gleðjast allir við að vera að fara aftur hingað, það segir ýmislegt um staðinn.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu myndbandið frumlega sem strákarnir horfðu á fyrir Argentínuleikinn Áður en strákarnir okkar halda í leiki þá horfa þeir á peppmyndband sem Húsvíkingurinn Dagur Sveinn Dagbjartsson býr til. Það var farin ný og frumleg leið fyrir leikinn gegn Argentínu í gær. 17. júní 2018 10:00 Íslendingur í Moskvu gerði viðskipti aldarinnar eftir Argentínuleikinn 17. júní 2018 07:49 Klara telur líklegt að reynsla Argentínumanna skýri miðamálið Ólíklegt er að KSÍ muni óska eftir skýringum frá FIFA fyrr en eftir mót af hverju Argentínumenn virtust hafa fengið mun fleiri miða en Íslendingar á leik Íslands og Argentínu. 17. júní 2018 09:15 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Svarar æfum De Decker: „Verður að komast ofar á heimslistann“ Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Moyes hefur rætt við Everton Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var skiljanlega í skýjunum eftir æfingu liðsins í Kabardinka í gær. Lærisveinar Heimis gerðu sér lítið fyrir og nældu í stig gegn Argentínu, einu af bestu liðum heims, silfurliðinu frá HM 2014 með einn besta leikmann heims innanborðs, Lionel Messi, deginum áður í Moskvu. „Fyrst og fremst fundum við fyrir stolti, bæði af strákunum og af því að fá að vera hluti af þessum hóp. Að fá að vinna með þessum hóp eru forréttindi og það að vera Íslendingur með íslenska landsliðið á HM eru forréttindi. Við þjálfarateymið höfum talað um það að sitja ekki einir um þetta,“ sagði Heimir hógvær og bætti við: „Við erum með teymi í kringum okkur sem við viljum að njóti reynslunnar því vitum ekki hversu oft þetta gerist í framtíðinni. Við viljum að þessi reynsla skili sér inn í íslenska knattspyrnu og hjálpi okkur öllum við að styrkja undirstöðurnar og verða betri fótboltaþjóð.“Sjá einnig: Strákarnir sendu markmanni Nígeríu baráttukveðju Eftir flotta sóknartilburði í fyrri hálfleik lá íslenska liðið mikið til baka í seinni hálfleik og náði lítið að herja á mark Argentínu.Undirbúningur landsliðsins skilaði sér meðal annars í varðri vítaspyrnu.Vísir/Getty„Við lærum það af þessum leik að vernda boltann meira þegar við erum með hann, með því spörum við orku því það tekur meira á að verjast en að sækja. Við getum gert betur sóknarlega en það er kannski eðlilegt að falla til baka gegn jafn sterkum mótherja þegar staðan er jöfn seint í seinni hálfleik,“ sagði Heimir og hélt áfram: „Við vissum fyrir leik að við þyrftum að verjast 60-70 prósent af leiknum, það var lítið sem kom okkur á óvart. Þegar þú ert að verjast svona mikið þá er þetta forgangurinn og þú þarft að vita að þú standir hann vel. Þegar við vorum með boltann náðum við að skapa góð færi en við áttum stigið fyllilega skilið.“ Við komuna til Kabardinka beið móttökunefnd strákanna og voru íbúar bæjarins búnir að mála íslenska fánann á lök. Það hlýjaði Heimi um hjartaræturnar. „Þetta er þannig staður að okkur líður mjög vel hérna, þó að við séum bara búnir að vera hérna í viku þá er strax komin þessi góða tilfinning. Við vorum með augastað á því þegar við völdum þetta svæði, það er fallegt hérna en góð orka úr Svartahafinu og fjöllunum í kring þó að þetta sé lítill og sætur bær. Það var afar gaman að fá þessar móttökur. Við töluðum eftir leikinn um að fara aftur heim og maður finnur að það gleðjast allir við að vera að fara aftur hingað, það segir ýmislegt um staðinn.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu myndbandið frumlega sem strákarnir horfðu á fyrir Argentínuleikinn Áður en strákarnir okkar halda í leiki þá horfa þeir á peppmyndband sem Húsvíkingurinn Dagur Sveinn Dagbjartsson býr til. Það var farin ný og frumleg leið fyrir leikinn gegn Argentínu í gær. 17. júní 2018 10:00 Íslendingur í Moskvu gerði viðskipti aldarinnar eftir Argentínuleikinn 17. júní 2018 07:49 Klara telur líklegt að reynsla Argentínumanna skýri miðamálið Ólíklegt er að KSÍ muni óska eftir skýringum frá FIFA fyrr en eftir mót af hverju Argentínumenn virtust hafa fengið mun fleiri miða en Íslendingar á leik Íslands og Argentínu. 17. júní 2018 09:15 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Svarar æfum De Decker: „Verður að komast ofar á heimslistann“ Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Moyes hefur rætt við Everton Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Sjá meira
Sjáðu myndbandið frumlega sem strákarnir horfðu á fyrir Argentínuleikinn Áður en strákarnir okkar halda í leiki þá horfa þeir á peppmyndband sem Húsvíkingurinn Dagur Sveinn Dagbjartsson býr til. Það var farin ný og frumleg leið fyrir leikinn gegn Argentínu í gær. 17. júní 2018 10:00
Klara telur líklegt að reynsla Argentínumanna skýri miðamálið Ólíklegt er að KSÍ muni óska eftir skýringum frá FIFA fyrr en eftir mót af hverju Argentínumenn virtust hafa fengið mun fleiri miða en Íslendingar á leik Íslands og Argentínu. 17. júní 2018 09:15