Mætir í kaffibolla til Guðna á morgun og innheimtir fálkaorðuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júní 2018 21:15 Edda við verðlaunaafhendinguna í Höfða í dag. Hún mætir á Bessastaði á morgun. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Stór dagur er nú að kvöldi kominn hjá Eddu Björgvinsdóttur, leikkonu og skemmtikrafti. Edda var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur í dag auk þess sem hún hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar. Edda segist hrærð og þakklát yfir heiðrinum á báðum vígstöðvum – en fyrst og fremst opinmynnt af undrun. „Ég hef aldrei vitað annað eins á ævi minni. Ég er enn þá í sjokki eftir að hafa hlotið þennan heiður, bæði frá borg og forsetaembætti. Það er eiginlega mildi að ég skuli ná að ranka við mér á milli þess sem líður yfir mig,“ segir Edda í samtali við Vísi.Hélt að vinirnir væru að spauga í sér Aðspurð segist hún hafa vitað af báðum útnefningunum í nokkurn tíma áður en stóri dagurinn rann upp. Erfitt hafi verið að halda herlegheitunum leyndum fyrir fjölskyldunni, það eina sem Edda gaf uppi var að fjölskyldumeðlimir þyrftu að taka þjóðhátíðardaginn frá. „Ég visssi þetta reyndar ekkert löngu áður og ég hélt í alvöru að það væru einhverjir vinir mínir að spauga í mér, í báðum tilfellunum. Já, já, grínum aðeins í Eddu og segjum að hún sé borgarlistamaður og síðan fái hún fálkaorðuna. Það tók mig nokkra daga að melta þetta og svo mátti ég engum segja, svo að fjölskyldan vissi þetta ekki.“Edda og faðir hennar, Björgvin Magnússon, við útnefningu borgarlistamanns Reykjavíkur í Höfða í dag.Mynd/ReykjavíkurborgPabbinn yfir sig hamingjusamur Edda segir fjölskylduna að vonum stolta af árangrinum. Þar fer fremstur í flokki faðir Eddu, Björgvin Magnússon fyrrverandi skólastjóri, sem kominn er á tíræðisaldur. „Sérstaklega er ég búin að gráta af gleði að fylgjast með 95 ára föður mínum. Hann sagði að nú gæti hann dottið niður steindauður, yfir sig hamingjusamur, þó að hann eigi sennilega eftir að lifa okkur öll.“Sjá einnig: Eddu langar að leika fleiri viðbjóðslegar konur Edda náði ekki upp á Bessastaði í dag, þar sem þrettán manns auk hennar hlutu fálkaorðuna við hátíðlega athöfn, þar eð hún veitti borgarlistamannsverðlaununum viðtöku á sama tíma í Höfða. Edda þarf þó ekki að bíða lengi eftir heiðursorðunni. „Ég fæ sérkaffibolla með Guðna á morgun, þar sem ég fæ afhentan gripinn.“ Edda heiðurskona Verðlaunaafhendingar dagsins marka svo upphafið á kærkomnu sumarfríi, að sögn Eddu. „Ég var að fara í frí frá Þjóðleikhúsinu og hlakka óstjórnlega til að spranga dálítið um göturnar. Ég verð bara að ganga með allar þessar orður um hálsinn, svo fólk viti að hér komi Edda heiðurskona,“ segir hún kímin. Þá hyggst Edda einnig nota fríið til að jafna sig af handarbroti sem hún hlaut nýlega. „Það er svona stóra verkefnið í sumar. Og anda að mér sælunni, betra getur lífið ekki orðið.“ Menning Tengdar fréttir Eddu langar að leika fleiri viðbjóðslegar konur Ein allra vinsælasta leikkona okkar Íslendinga, Edda Björgvinsdóttir, hefur nánast gert allt í sjónvarpi og á sviði. 6. mars 2018 12:30 Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35 Edda Björgvins borgarlistarmaður 2018 Edda Björgvinsdóttir var sæmd Fálkaorðu og hlaut titilinn borgarlistamaður Reykjavíkur 2018. 17. júní 2018 15:04 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Sjá meira
Stór dagur er nú að kvöldi kominn hjá Eddu Björgvinsdóttur, leikkonu og skemmtikrafti. Edda var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur í dag auk þess sem hún hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar. Edda segist hrærð og þakklát yfir heiðrinum á báðum vígstöðvum – en fyrst og fremst opinmynnt af undrun. „Ég hef aldrei vitað annað eins á ævi minni. Ég er enn þá í sjokki eftir að hafa hlotið þennan heiður, bæði frá borg og forsetaembætti. Það er eiginlega mildi að ég skuli ná að ranka við mér á milli þess sem líður yfir mig,“ segir Edda í samtali við Vísi.Hélt að vinirnir væru að spauga í sér Aðspurð segist hún hafa vitað af báðum útnefningunum í nokkurn tíma áður en stóri dagurinn rann upp. Erfitt hafi verið að halda herlegheitunum leyndum fyrir fjölskyldunni, það eina sem Edda gaf uppi var að fjölskyldumeðlimir þyrftu að taka þjóðhátíðardaginn frá. „Ég visssi þetta reyndar ekkert löngu áður og ég hélt í alvöru að það væru einhverjir vinir mínir að spauga í mér, í báðum tilfellunum. Já, já, grínum aðeins í Eddu og segjum að hún sé borgarlistamaður og síðan fái hún fálkaorðuna. Það tók mig nokkra daga að melta þetta og svo mátti ég engum segja, svo að fjölskyldan vissi þetta ekki.“Edda og faðir hennar, Björgvin Magnússon, við útnefningu borgarlistamanns Reykjavíkur í Höfða í dag.Mynd/ReykjavíkurborgPabbinn yfir sig hamingjusamur Edda segir fjölskylduna að vonum stolta af árangrinum. Þar fer fremstur í flokki faðir Eddu, Björgvin Magnússon fyrrverandi skólastjóri, sem kominn er á tíræðisaldur. „Sérstaklega er ég búin að gráta af gleði að fylgjast með 95 ára föður mínum. Hann sagði að nú gæti hann dottið niður steindauður, yfir sig hamingjusamur, þó að hann eigi sennilega eftir að lifa okkur öll.“Sjá einnig: Eddu langar að leika fleiri viðbjóðslegar konur Edda náði ekki upp á Bessastaði í dag, þar sem þrettán manns auk hennar hlutu fálkaorðuna við hátíðlega athöfn, þar eð hún veitti borgarlistamannsverðlaununum viðtöku á sama tíma í Höfða. Edda þarf þó ekki að bíða lengi eftir heiðursorðunni. „Ég fæ sérkaffibolla með Guðna á morgun, þar sem ég fæ afhentan gripinn.“ Edda heiðurskona Verðlaunaafhendingar dagsins marka svo upphafið á kærkomnu sumarfríi, að sögn Eddu. „Ég var að fara í frí frá Þjóðleikhúsinu og hlakka óstjórnlega til að spranga dálítið um göturnar. Ég verð bara að ganga með allar þessar orður um hálsinn, svo fólk viti að hér komi Edda heiðurskona,“ segir hún kímin. Þá hyggst Edda einnig nota fríið til að jafna sig af handarbroti sem hún hlaut nýlega. „Það er svona stóra verkefnið í sumar. Og anda að mér sælunni, betra getur lífið ekki orðið.“
Menning Tengdar fréttir Eddu langar að leika fleiri viðbjóðslegar konur Ein allra vinsælasta leikkona okkar Íslendinga, Edda Björgvinsdóttir, hefur nánast gert allt í sjónvarpi og á sviði. 6. mars 2018 12:30 Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35 Edda Björgvins borgarlistarmaður 2018 Edda Björgvinsdóttir var sæmd Fálkaorðu og hlaut titilinn borgarlistamaður Reykjavíkur 2018. 17. júní 2018 15:04 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Sjá meira
Eddu langar að leika fleiri viðbjóðslegar konur Ein allra vinsælasta leikkona okkar Íslendinga, Edda Björgvinsdóttir, hefur nánast gert allt í sjónvarpi og á sviði. 6. mars 2018 12:30
Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35
Edda Björgvins borgarlistarmaður 2018 Edda Björgvinsdóttir var sæmd Fálkaorðu og hlaut titilinn borgarlistamaður Reykjavíkur 2018. 17. júní 2018 15:04
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp