Innlent

Dragdrottning óskaði sjálf eftir draumahlutverkinu

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Dragdrottning Íslands, Gógó Starr, er leikin af Sigurði Heimi Guðjónssyni. Hann hefur það fyrir atvinnu að leika Gógó og eru verkefnin eins mismunandi og þau eru mörg. Eitt verkefna drottningarinnar er að bregða sér í hlutverk fjallkonu í skrúðgöngunni á morgun, þann 17. júní.

Þetta hefur verið ákveðinn draumur í mjög langan tíma. Kærastinn minn er jafnframt umboðsmaðurinn minn og hann hjálpaði mér að komast í samband við rétt fólk hjá Höfuðborgarstofu,“ segir Sigurður.

Hann segist hafa sjálfur óskað eftir hlutverkinu og hafi viðmót Höfuðborgarstofu verið gott.

Gógó Starr, öðru nafni Sigurður Heimir Guðjónsson.Mynd/Aðsend
Hvaða þýðingu hefur þetta skref fyrir Samtökin 78?

„Ég held að almennt fyrir drag- og hinseginsamfélagið sé þetta enn eitt skrefið í rétta átt. Að þessi hópur sé partur af einhverju jafn hátíðlegu og 17. Júní,“ segir Sigurður.

Skrúðgangan hefst á morgun og verður gengið frá horni Laugavegs og Snorrabrautar stundvíslega klukkan 13.00.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×