Ragnar: Verðum að spila aðeins meiri sóknarbolta í næsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2018 16:29 Ragnar Sigurðsson fagnar upp í stúku eftir leik. Vísir/Getty Ragnar Sigurðsson átti mjög góðan leik í vörn íslenska liðsins í jafnteflinu á móti Argentínu á HM í Rússlandi í dag. Ragnar var ekki á því að íslenska liðið hafi verið að toppa sig með 1-1 jafntefli á móti fyrrverandi heimsmeisturum í frumraun sinni á HM. „Þetta er ekki toppurinn en þetta eru frábær úrslit fyrir okkur. Við hefðum kannski tekið þessi úrslit fyrir leikinn,“ sagði Ragnar og bætti við: „Mér fannst að við hefðum getað gert enn betur. Þetta er fyrsti leikurinn og við spiluðum svolítið meira varnarsinnaðan leik en við vonuðumst eftir í dag,“ sagði Ragnar „Við verðum að átta okkur á því að við erum að spila við bestu menn í heimi. Við enduðum á að bakka svolítið mikið en við gerðum það sem við þurftum til að ná í stig,“ sagði Ragnar en hvernig var að eiga við bestu menn í heimi. „Það er munur á þessu og ég finn sérstaklega fyrir því í markinu þeirra. Ég geri smá mistök, reyni að fara í boltann í stað þess að standa bara með honum. Ég missi hann hálft skref frá mér en ég skil ekki hvernig honum tókst að troða þessum bolta upp í samskeytin,“ sagði Ragnar. „Þetta er munurinn sem við erum að tala um. Maður má ekki missa hálfan metra á móti svona gæja. Þetta er einn besti framherji í heimi,“ sagði Ragnar um Sergio Aguero og markið hans. Argentínumenn settu mikla pressu á íslenska liðið í lokin en strákarnir féllu aftarlega og voru mjög þéttir. „Það er auðveldara að verjast svona heldur en að vera 1 á 1 í einhverju kapphlaupi. Okkur í öftustu línunni líður mjög vel í þessari stöðu en þetta verða rosalega mikil hlaup fyrir miðjumennina okkar,“ sagði Ragnar. „Ég held að við verðum að reyna að komast aðeins framar á völlinn og reyna að spila aðeins meiri sóknarbolta í næsta leik svo að strákarnir fyrir framan okkur verði ekki alveg búnir á því,“ sagði Ragnar. „Við erum búnir að sýna það að við getum unnið hvern sem er. Við ætlum okkur sigur í þessum leik en við tökum stigið. Miðað við það hvernig leikurinn spilaðist þá tökum við stigið,“ sagði Ragnar að lokum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira
Ragnar Sigurðsson átti mjög góðan leik í vörn íslenska liðsins í jafnteflinu á móti Argentínu á HM í Rússlandi í dag. Ragnar var ekki á því að íslenska liðið hafi verið að toppa sig með 1-1 jafntefli á móti fyrrverandi heimsmeisturum í frumraun sinni á HM. „Þetta er ekki toppurinn en þetta eru frábær úrslit fyrir okkur. Við hefðum kannski tekið þessi úrslit fyrir leikinn,“ sagði Ragnar og bætti við: „Mér fannst að við hefðum getað gert enn betur. Þetta er fyrsti leikurinn og við spiluðum svolítið meira varnarsinnaðan leik en við vonuðumst eftir í dag,“ sagði Ragnar „Við verðum að átta okkur á því að við erum að spila við bestu menn í heimi. Við enduðum á að bakka svolítið mikið en við gerðum það sem við þurftum til að ná í stig,“ sagði Ragnar en hvernig var að eiga við bestu menn í heimi. „Það er munur á þessu og ég finn sérstaklega fyrir því í markinu þeirra. Ég geri smá mistök, reyni að fara í boltann í stað þess að standa bara með honum. Ég missi hann hálft skref frá mér en ég skil ekki hvernig honum tókst að troða þessum bolta upp í samskeytin,“ sagði Ragnar. „Þetta er munurinn sem við erum að tala um. Maður má ekki missa hálfan metra á móti svona gæja. Þetta er einn besti framherji í heimi,“ sagði Ragnar um Sergio Aguero og markið hans. Argentínumenn settu mikla pressu á íslenska liðið í lokin en strákarnir féllu aftarlega og voru mjög þéttir. „Það er auðveldara að verjast svona heldur en að vera 1 á 1 í einhverju kapphlaupi. Okkur í öftustu línunni líður mjög vel í þessari stöðu en þetta verða rosalega mikil hlaup fyrir miðjumennina okkar,“ sagði Ragnar. „Ég held að við verðum að reyna að komast aðeins framar á völlinn og reyna að spila aðeins meiri sóknarbolta í næsta leik svo að strákarnir fyrir framan okkur verði ekki alveg búnir á því,“ sagði Ragnar. „Við erum búnir að sýna það að við getum unnið hvern sem er. Við ætlum okkur sigur í þessum leik en við tökum stigið. Miðað við það hvernig leikurinn spilaðist þá tökum við stigið,“ sagði Ragnar að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira