Skoðun

HM í hómófóbíu 2018?

María Helga Guðmundsdóttir skrifar
Varla er búið flauta til leiks á Heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu í Rússlandi, en afleiðingarnar af ríkisstuddu hatri á hinsegin fólki eru strax farnar að segja til sín. Á sjúkrahúsi í Sankti Pétursborg liggur franskur hommi, kjálkabrotinn og með heilaskaða, eftir fólskulega líkamsárás á hann og kærasta hans. Meðan íslenska þjóðin bíður í ofvæni eftir því að strákarnir okkar gangi inn á völlinn á HM í fyrsta sinn bíða aðstandendur þessa manns fregna af batahorfum hans. Og hinsegin fólk um allan heim bíður milli vonar og ótta eftir fréttum af næstu árás, sem virðist nánast óumflýjanleg.

Fyrir fimm árum voru samþykkt lög í Rússlandi sem banna „áróður“ fyrir samkynhneigð og er þeim kerfisbundið beitt til að þagga niður í hinsegin fólki, hefta málfrelsi og fundafrelsi þess og þröngva því í felur með kynhneigð sína, sambönd og kyntjáningu. Samkvæmt Mannréttindadómstól Evrópu hefur tíðni hatursglæpa í garð hinsegin fólks tvöfaldast síðan lögin tóku gildi. Í stað þess að vinna gegn fordómum og auka öryggi hinsegin borgara sinna hafa rússnesk yfirvöld gefið hatursöflum í samfélaginu byr undir báða vængi. Afleiðingarnar eru í fullu samræmi við það.

Alþjóðlegir viðburðir á borð við HM eru í senn auglýsingaherferð fyrir gestgjafalandið og vítamínsprauta fyrir hagkerfi þess. Aðdáendur, fjármunir og fjölmiðlar streyma nú inn í Rússland til að fylgjast með uppskeruhátíð vinsælustu íþróttar í heimi, og ekki tekur betra við eftir fjögur ár þegar „mannréttindaparadísin“ Katar heldur HM 2022. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, á skömm skilið fyrir að halda HM ítrekað í löndum sem hafa ekki nokkurn áhuga á að virða mannréttindi eða tryggja öryggi borgara sinna og gesta.

Nú er ekki tíminn til að sitja aðgerðalaus.

Samtökin ’78 skora á Knattspyrnusamband Íslands og íslensk yfirvöld að nýta þetta tækifæri til að taka skýra afstöðu gegn mannréttindabrotum á hinsegin fólki. Við erum stolt af árangri íslensku landsliðanna á erlendri grund. Við erum enn stoltari af því að KSÍ skuli vinna virkt gegn fordómum í sínu starfi, enda er Ísland eitt örfárra landa þar sem hinsegin fræðsla er hluti af þjálfaramenntun knattspyrnuþjálfara. Nýtum þessa sögulegu stund til að benda heimsbyggðinni á það að jafnrétti og árangur haldast hönd í hönd.

Samtökin ’78 skora á íslenska knattspyrnuaðdáendur sem staddir eru utan Rússlands að lýsa frati á hómófóbíu rússneskra yfirvalda með þátttöku í þessari herferð. Herferðin er einföld: póstið mynd á samfélagsmiðlum sem fellur undir „áróður fyrir samkynhneigð“ – t.d. mynd af ykkur með regnbogafána, að kyssa maka af sama kyni eða með setningu til stuðnings hinsegin fólki – og merkið með myllumerkinu #WorldCup og staðsetningu í Moskvu. Eins og skipuleggjendurnir hjá AllOut benda á: „Ef þúsundir okkar taka þátt verðum við alltaf sýnileg þegar fólk leitar að HM-fréttum á samfélagsmiðlum og sýnum rússneskum yfirvöldum að við látum ekki kúga okkur.” Fyllum HM af „hinsegin áróðri”!

Samtökin ’78 hvetja hinsegin knattspyrnuaðdáendur og aðra sem staddir eru í Rússlandi til að gæta fyllstu varúðar og stefna öryggi sínu ekki í hættu með þátttöku í mótmælaaðgerðum. Í aðdraganda HM hafa rússnesk ofbeldisgengi hótað að leita uppi hinsegin HM-aðdáendur og misþyrma þeim; engin ástæða er til að draga þær hótanir í efa. Við bendum á eftirfarandi hjálparsíma og -netföng: 

Í Moskvu: hafið samband við Stimul í síma +7 (495) 241 03 10.

Í St. Pétursborg: hafið samband við Coming Out í síma +7 (953) 170 97 71 eða worldcup@comingoutspb.ru

Í öðrum borgum: hafið samband við Russian LGBT Network í síma +7 (952) 230 19 31 eða legalhelp@lgbtnet.org.The World Cup of Homophobia 2018?

Höfundur er formaður Samtakanna '78.

The World Cup of Homophobia 2018?

The first whistle has barely sounded at the football World Cup in Russia, but the consequences of state-sanctioned homophobia and hate are already becoming clear. A French gay man is hospitalized in St. Petersburg with a broken jaw and brain damage after a brutal attack on him and his partner. While the Icelandic nation waits with bated breath for „our boys“ to walk onto the World Cup pitch for the first time, this man’s nearest and dearest wait for news of his health and survival. And LGBTIQ+ people the world over wait in nervous anticipation of the next attack, which seems inevitable.

Five years ago, legislation was passed in Russia banning „propaganda“ in favor of homosexuality. This law is systematically used to silence LGBTIQ+ people, limit their freedom of speech and assembly and force them to hide their sexuality, their relationships and their gender expression. According to the European Court of Human Rights, hate crimes against LGBTIQ+ people have doubled in frequency since the law went into effect. Instead of working to combat prejudice and make their LGBTIQ+ citizens more safe, the Russian authorities have given encouragement to forces of hate in their society. The consequences should come as no surprise.

International events like the World Cup are simultaneously an ad campaign for the host country and an injection of funds into its economy.  Fans, funds and media are streaming into Russia now to observe the grand festival of the world’s most popular sport, and we can expect no better in four years when the „human rights paradise“ of Qatar hosts the 2022 World Cup. FIFA should be ashamed to hold the World Cup repeatedly in countries that have no interest whatsoever in respecting human rights or guaranteeing the safety of their residents and guests.

Now is not a time for inaction.

Samtökin ’78 challenge KSÍ, the National Football Federation of Iceland, and the Icelandic government to take a clear stance against violations of LGBTIQ+ people’s human rights. We are proud of the Icelandic national teams’ success abroad. We are even prouder that KSÍ should work actively to combat prejudice within its work, and that Iceland should be one of few countries where training on LGBTIQ+ issues is a part of the national curriculum for football coaches. Let us seize this historic moment and show the world that equality and success go hand in hand.

Samtökin ’78 challenge Icelandic football fans who are not in Russia to declare their contempt for the Russian government’s homophobia by participating in this campaign. It’s simple: post a picture on social media that qualifies as “gay propaganda“ – for instance, a picture of yourself with a rainbow flag, kissing a same-sex partner or with a phrase in support of LGBTIQ+ people – and label it with the hashtag #WorldCup and set Moscow as its location. As the organizers at AllOut say: “If thousands of us take part, anytime people search for World Cup updates on social media – in Russia or anywhere – we'll be right there, showing Russian authorities that they can't intimidate us.” Let’s fill the World Cup with “gay propaganda”!

Samtökin ’78 encourage LGBTIQ+ football fans and others who are in Russia to be exceedingly careful and not risk their safety by participating in protests. Violent gangs in Russia have threatened to seek out and attack LGBTIQ+ football fans; there is no reason to doubt the credibility of these threats. Please take note of the following helplines:

In Moscow: contact Stimul at +7 (495) 241 03 10.

In St Petersburg: contact Coming Out at +7 (953) 170 97 71 or worldcup@comingoutspb.ru.

In other cities: contact the Russian LGBT Network at +7 (952) 230 19 31 or legalhelp@lgbtnet.org.

 




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×