Fótbolti

Íslenskar drottningar sameina þjóðirnar fyrir leik | Myndir

Tómas Þór Þórðarson í Moskvu skrifar
Íslensku drottningarnar með hóp af Argentínumönnum í Moskvu í dag.
Íslensku drottningarnar með hóp af Argentínumönnum í Moskvu í dag. vísr
Innan við sólarhringur er í leik Íslands við Argentínu og eru stuðningsmenn beggja landsliða löngu byrjaðir að streyma til Moskvu. Þeim fjölgar jafnt og þétt en von er á einhverjum í nótt og sömuleiðis á morgun.

Löngu er uppselt á leikinn og verða 600 blaðamenn að starfa á honum. Íslendingar munu hita upp í garðpartý nærri miðbænum og halda á völlinn klukkan 13 að staðartíma. Leikurinn hefst svo klukkan 16.

Stemningin í Moskvu er alltaf að magnast og héldu Argentínumenn mikla veislu eins og þeim einum er lagið. Nokkrir Íslendingar blönduðu sér í veisluna, þar á meðal tvær glæsilegar íslenskar konur sem virtust afar vinsælar hjá argentínsku strákunum.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á vappinu í miðbæ Moskvu í dag og tók þessar skemmtilegu myndir af stuðningsmönnum, íslenskum sem erlendum. Neðst í fréttinni má fletta myndasyrpu.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.

Íslenskir stuðningsmenn sitja fyrir á sjálfu.vísir/vilhelm
Glæsilegar og í góðu geimi.vísir/vilhelm
Við Íslendingar þekkjum stemninguna í Perú vel frá vináttuleiknum í mars.vísir/vilhelm
Blessuð börnin fá líka að fara á HM eins og þessi kólumbíska mær.vísir/vilhelm
Par í stíl. Sígilt.vísir/vilhelm
Argentínumennirnir slógu upp mikilli veislu og þeir kunna að hafa gaman.vísir/vilhelm
Mexíkóar eru heldur betur tilbúnir í slaginn en sumir vilja ekki láta sjá sig.vísir/vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×