Ferð Elizu Reid til Rússlands greidd af skrifstofu forseta Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. júní 2018 11:54 Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú á góðri stundu. vísir/ernir Ferð Elizu Reid forsetafrúar til Moskvu á leik Íslands gegn Argentínu á morgun er kostuð af embætti forseta Íslands. Ferðin er hluti af verkefni og verksviði hennar sem forsetafrú. Þrátt fyrir það lítur forsetaembættið svo á að hún sé ekki á leiknum sem opinber embættismaður. Þetta kemur fram í skriflegu svari skrifstofu foretans við fyrirspurn fréttastofu. „Eliza Reid er ekki embættismaður, fer ekki til Rússlands í opinberum erindagjörðum og mun ekki eiga fundi með þarlendum ráðamönnum. Ferð hennar fellur hins vegar undir verkefni hennar og verksvið sem forsetafrú, meðal annars átakið “Team Iceland”. För hennar er því greidd af skrifstofu forseta Íslands eins og gildir um aðrar utanlandsferðir af svipuðu tagi,“ segir í svari skrifstofu forseta vði fyrirspurn fréttastofu. Þá er tekið fram að tveir eldri drengir forsetahjónanna munu einnig fylgjast með leik Íslands og Argentínu í Moskvu og greiða forsetahjónin kostnað af ferð þeirra.Forsetinn fer ekki að gamni sínu Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mun sniðganga HM líkt og aðrir ráðamenn. Hann sagði í viðtali við Vísi fyrir skemmstu að þó hann njóti ferðafrelsis þegar um íþróttaviðburði er að ræða, þá gangi hann ekki gegn vilja ríkisstjórnar og meirihluta Alþingis að gamni sínu með því að mæta á HM í Rússlandi. Í tilkynningu frá ríkisstjórn Íslands í mars síðastliðnum kom fram að sú afstaða að íslenskir ráðamenn yrðu ekki viðstaddir HM í Rússlandi væri liður í þátttöku í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna efnavopnaárásarinnar sem er talin alvarlegt brot á alþjóðlögum og ógnun við öryggi og frið í Evrópu. Er það gert til að mótmæla eiturárás Rússa í breska bænum Salisbury en árásin beindist gegn Sergei Skrípal, rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum, og dóttur hans. HM 2018 í Rússlandi Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Eliza verður á leik Íslands og Argentínu á meðan Guðni verður á Hrafnseyri Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson heldur hátíðarræðu á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar forseta, í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands laugardaginn 16. júní næstkomandi. 14. júní 2018 16:08 Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00 Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45 Guðni forseti horfir á leikinn gegn Argentínu á Hrafnseyri Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, spáir Íslandi góðu gengi á HM í sumar og mun horfa á fyrsta leikinn á Hrafnseyri. 4. júní 2018 18:15 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Ferð Elizu Reid forsetafrúar til Moskvu á leik Íslands gegn Argentínu á morgun er kostuð af embætti forseta Íslands. Ferðin er hluti af verkefni og verksviði hennar sem forsetafrú. Þrátt fyrir það lítur forsetaembættið svo á að hún sé ekki á leiknum sem opinber embættismaður. Þetta kemur fram í skriflegu svari skrifstofu foretans við fyrirspurn fréttastofu. „Eliza Reid er ekki embættismaður, fer ekki til Rússlands í opinberum erindagjörðum og mun ekki eiga fundi með þarlendum ráðamönnum. Ferð hennar fellur hins vegar undir verkefni hennar og verksvið sem forsetafrú, meðal annars átakið “Team Iceland”. För hennar er því greidd af skrifstofu forseta Íslands eins og gildir um aðrar utanlandsferðir af svipuðu tagi,“ segir í svari skrifstofu forseta vði fyrirspurn fréttastofu. Þá er tekið fram að tveir eldri drengir forsetahjónanna munu einnig fylgjast með leik Íslands og Argentínu í Moskvu og greiða forsetahjónin kostnað af ferð þeirra.Forsetinn fer ekki að gamni sínu Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mun sniðganga HM líkt og aðrir ráðamenn. Hann sagði í viðtali við Vísi fyrir skemmstu að þó hann njóti ferðafrelsis þegar um íþróttaviðburði er að ræða, þá gangi hann ekki gegn vilja ríkisstjórnar og meirihluta Alþingis að gamni sínu með því að mæta á HM í Rússlandi. Í tilkynningu frá ríkisstjórn Íslands í mars síðastliðnum kom fram að sú afstaða að íslenskir ráðamenn yrðu ekki viðstaddir HM í Rússlandi væri liður í þátttöku í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna efnavopnaárásarinnar sem er talin alvarlegt brot á alþjóðlögum og ógnun við öryggi og frið í Evrópu. Er það gert til að mótmæla eiturárás Rússa í breska bænum Salisbury en árásin beindist gegn Sergei Skrípal, rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum, og dóttur hans.
HM 2018 í Rússlandi Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Eliza verður á leik Íslands og Argentínu á meðan Guðni verður á Hrafnseyri Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson heldur hátíðarræðu á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar forseta, í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands laugardaginn 16. júní næstkomandi. 14. júní 2018 16:08 Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00 Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45 Guðni forseti horfir á leikinn gegn Argentínu á Hrafnseyri Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, spáir Íslandi góðu gengi á HM í sumar og mun horfa á fyrsta leikinn á Hrafnseyri. 4. júní 2018 18:15 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Eliza verður á leik Íslands og Argentínu á meðan Guðni verður á Hrafnseyri Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson heldur hátíðarræðu á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar forseta, í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands laugardaginn 16. júní næstkomandi. 14. júní 2018 16:08
Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00
Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45
Guðni forseti horfir á leikinn gegn Argentínu á Hrafnseyri Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, spáir Íslandi góðu gengi á HM í sumar og mun horfa á fyrsta leikinn á Hrafnseyri. 4. júní 2018 18:15