Ofurfyrirsætur, Robbie Williams og bolti úr geimnum á opnunarhátíð HM Kolbeinn Tumi Daðason á leið til Moskvu skrifar 14. júní 2018 14:30 Rússarnir tjölduðu öllu til við opnunaratriðin í dag. Vísir/getty Tchaikovsky, rússnesk ofurfyrirsæta, gamli Ronaldo og Robbie Williams eru á meðal þeirra sem munu troða upp á Luzhniki leikvanginum í Rússlandi þegar HM verður sett með pompi og prakt í dag. Ólíkt fyrri opnunarhátíð verður þessi í styttra lagi og nær þeim tíma þegar argentínski dómarinn Nestor Pitana flautar til leiks Rússlands gegn Sádí Arabíu. Tónlistin mun ráða ríkjum á meðan hátíðinni stendur en það er listrænn stjórnandi er Felix Mikhailov. Hans hægri hönd er Ilya Averbukh en í kringum 800 manns taka þátt í sýningunni. Rússneska sópran söngkonan Aida Garifullina, sem syngur við Vínaróperuna, verður í stærsta hlutverkinu ásamt popparanum Robbie Williams. Casillas með bikarinnVísir/GettyHátíðin hefst á því að Iker Casillas, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Spánverja, og ofurfyrirsætan Natalia Vodianova ganga inn á leikvanginn með verðlaunagripinn sjálfan. Sá verður í öskju sem Louis Vuitton hannað á dögunum. Hálftíma fyrir leik verða klassísk tónlistaratriði þar sem stjórnandinn, fiðlu- og víóluleikarinn Yuri Bashmet og Daniil Trifonov, píanisti og tónskáld, flytja verk eftir Peter Tchaikovsky. Þar á eftir munu Ronaldo hinn brasilíski og Robbie Williams bregða á leik með ungum iðkanda. Í framhaldinu syngur Robbie Williams slagara sinn Let Me Entertain You og dansarar sveifla sér með.Robbie Williams tekur sína helstu slagara í Moskvu í dag.Vísir/GettyAlexander Boldachev, hörpuleikari og tónskáld, stígur á stokk áður en Aida Garifullina kemur inn á leikvanginn á baki eldfugls. Enn er tími fyrir Robbie Williams að syngja slagara, nú Feel, og enn dansar fólk með. Þau Robbie og Aida syngja svo saman Angels áður en krakkar og pör koma inn á völlinn, fulltrúar liðanna 32 í keppninni. Áhorfendur á vellinum halda gylltum stjörnum á lofti og sendiherra Rostov við Don gengur inn á leikvanginn með HM boltann, Telstar 18. Boltinn var sendur út í geim með alþjóðlegu geimstofnuninni í mars, var á sporbaug og geimfarar spiluðu fótbolta með í geimnum. Boltinn kom aftur til jarðar þann 3. júní. Stjörnur keppninnar taka hátíðlega upphafsspyrnu og Robbie Williams syngur Rock DJ. Þar með lýkur opnunarhátíðinni. Þá verður allt gert klárt fyrir leikmenn sem ganga inn á völlinn ásamt dómurum. Leikur Rússa og Sádí-Arabíu hefst svo klukkan þrjú, eða klukkan sex að staðartíma. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Real Madríd í vænlegri stöðu Í beinni: Bayern - Lyon | Stórleikur hjá Glódísi Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Sjá meira
Tchaikovsky, rússnesk ofurfyrirsæta, gamli Ronaldo og Robbie Williams eru á meðal þeirra sem munu troða upp á Luzhniki leikvanginum í Rússlandi þegar HM verður sett með pompi og prakt í dag. Ólíkt fyrri opnunarhátíð verður þessi í styttra lagi og nær þeim tíma þegar argentínski dómarinn Nestor Pitana flautar til leiks Rússlands gegn Sádí Arabíu. Tónlistin mun ráða ríkjum á meðan hátíðinni stendur en það er listrænn stjórnandi er Felix Mikhailov. Hans hægri hönd er Ilya Averbukh en í kringum 800 manns taka þátt í sýningunni. Rússneska sópran söngkonan Aida Garifullina, sem syngur við Vínaróperuna, verður í stærsta hlutverkinu ásamt popparanum Robbie Williams. Casillas með bikarinnVísir/GettyHátíðin hefst á því að Iker Casillas, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Spánverja, og ofurfyrirsætan Natalia Vodianova ganga inn á leikvanginn með verðlaunagripinn sjálfan. Sá verður í öskju sem Louis Vuitton hannað á dögunum. Hálftíma fyrir leik verða klassísk tónlistaratriði þar sem stjórnandinn, fiðlu- og víóluleikarinn Yuri Bashmet og Daniil Trifonov, píanisti og tónskáld, flytja verk eftir Peter Tchaikovsky. Þar á eftir munu Ronaldo hinn brasilíski og Robbie Williams bregða á leik með ungum iðkanda. Í framhaldinu syngur Robbie Williams slagara sinn Let Me Entertain You og dansarar sveifla sér með.Robbie Williams tekur sína helstu slagara í Moskvu í dag.Vísir/GettyAlexander Boldachev, hörpuleikari og tónskáld, stígur á stokk áður en Aida Garifullina kemur inn á leikvanginn á baki eldfugls. Enn er tími fyrir Robbie Williams að syngja slagara, nú Feel, og enn dansar fólk með. Þau Robbie og Aida syngja svo saman Angels áður en krakkar og pör koma inn á völlinn, fulltrúar liðanna 32 í keppninni. Áhorfendur á vellinum halda gylltum stjörnum á lofti og sendiherra Rostov við Don gengur inn á leikvanginn með HM boltann, Telstar 18. Boltinn var sendur út í geim með alþjóðlegu geimstofnuninni í mars, var á sporbaug og geimfarar spiluðu fótbolta með í geimnum. Boltinn kom aftur til jarðar þann 3. júní. Stjörnur keppninnar taka hátíðlega upphafsspyrnu og Robbie Williams syngur Rock DJ. Þar með lýkur opnunarhátíðinni. Þá verður allt gert klárt fyrir leikmenn sem ganga inn á völlinn ásamt dómurum. Leikur Rússa og Sádí-Arabíu hefst svo klukkan þrjú, eða klukkan sex að staðartíma.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Real Madríd í vænlegri stöðu Í beinni: Bayern - Lyon | Stórleikur hjá Glódísi Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Sjá meira