Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. júní 2018 06:00 Fjölmiðlar í heimalandinu eru hoppandi kátir með sinn mann. Rodong Sinmun Rodong Sinmun, ríkisdagblað Norður-Kóreu, fjallaði í gær ítarlega um leiðtogafund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og einræðisherrans Kim Jong-un sem fram fór í Singapúr degi fyrr. Umfjöllunin var löng og vel myndskreytt. „Kim Jong-un lét þau merkingarþrungnu ummæli falla að fortíðin héldi fast um ökkla þeirra, fordómar héldu fyrir augu þeirra og eyru. En að þeir hefðu yfirstigið allar þessar hindranir og komið til Singapúr til að byrja upp á nýtt,“ sagði meðal annars í umfjölluninni, sem einnig birtist á vefsíðu ríkissjónvarpsins, KCNA. Miðillinn sagði viðræðurnar hafa verið góðar. Leiðtogarnir hafi komið saman til að stíga fyrsta skrefið í átt að friði eftir um sjö áratuga illdeilur. Kim hafi svo tekið ljósmynd með Trump en samni n g a n e f n d i r ríkjanna hafi orðið eftir í Singapúr til að eiga í enn frekari viðræðum. „Hann sagðist vera ánægður að setjast niður með Trump forseta og bandarísku sendinefndinni. K i m Jo n g - u n hrósaði forsetanum í hástert fyrir vilja sinn og áhuga á því að leysa deiluna á raunhæfan hátt með viðræðum og samningum,“ sagði í Rodong Sinmun.Sjá einnig: Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Efnislega var umfjöllunin nokkuð í takt við það sem birst hafði í miðlum víðs vegar um heim, þótt hún hafi reyndar verið hástemmdari og laus við alla gagnrýni á einræðisherrann. Hins vegar kom eftirfarandi efnisgrein nokkuð á óvart: „Trump tjáði þá ætlun sína að hætta heræfingum með SuðurKóreu, sem Lýðræðislega alþýðulýðveldið Kórea [Norður-Kórea] álítur ögrun, með tíð og tíma á meðan ríkin ræða saman, sem og að tryggja öryggi alþýðulýðveldisins og að aflétta viðskiptaþvingunum gegn því.“ Ekki var á neinn hátt kveðið á um viðskiptaþvinganir í plagginu sem Trump og Kim undirrituðu.Segir framtíðarhorfurnar góðar Á blaðamannafundi eftir leiðtogafundinn sagði Trump þó að á meðan unnið yrði að kjarnorkuafvopnun myndi þvingunum ekki verða aflétt. Ljóst er að sú vinna mun taka langan tíma og ekki er enn öruggt að Norður-Kórea muni losa sig við kjarnorkusprengjur sínar. Orð Norður-Kóreumanna nú eru því í ákveðinni mótsögn við það sem Bandaríkjaforseti sagði, þar sem þvinganirnar eru, að sögn Trumps, ekki á útleið í náinni framtíð. Við heimkomuna til Bandaríkjanna í gær opnaði Trump Twitter og sagði alla hafa gert ráð fyrir því að stríð við Norður-Kóreu væri í vændum áður en hann tók við embættinu. Barack Obama, fyrirrennari hans, hafi sagt, að Norður-Kórea væri stærsta og hættulegasta vandamálið. „ Ekki lengur, sofið rótt í nótt,“ tísti Trump. Forsetinn sagði jafnframt að öllum ætti að finnast þeir vera öruggari nú en þegar hann tók fyrst við völdum. „Nú stafar engin kjarnorkuógn af Norður-Kóreu . Fundurinn með Kim Jong-un var áhugaverður og jákvæð lífsreynsla. Framtíðarhorfur Norður-Kóreu eru góðar!“ Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Allir hrósa sigri eftir fund aldarinnar Kim Jong-un getur fagnað eftir fund sinn með Trump. Kínverjar fagna því að hugmyndum þeirra verði mögulega fylgt eftir en Íranar vara við sviksemi Donalds Trump. 13. júní 2018 06:00 Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Rodong Sinmun, ríkisdagblað Norður-Kóreu, fjallaði í gær ítarlega um leiðtogafund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og einræðisherrans Kim Jong-un sem fram fór í Singapúr degi fyrr. Umfjöllunin var löng og vel myndskreytt. „Kim Jong-un lét þau merkingarþrungnu ummæli falla að fortíðin héldi fast um ökkla þeirra, fordómar héldu fyrir augu þeirra og eyru. En að þeir hefðu yfirstigið allar þessar hindranir og komið til Singapúr til að byrja upp á nýtt,“ sagði meðal annars í umfjölluninni, sem einnig birtist á vefsíðu ríkissjónvarpsins, KCNA. Miðillinn sagði viðræðurnar hafa verið góðar. Leiðtogarnir hafi komið saman til að stíga fyrsta skrefið í átt að friði eftir um sjö áratuga illdeilur. Kim hafi svo tekið ljósmynd með Trump en samni n g a n e f n d i r ríkjanna hafi orðið eftir í Singapúr til að eiga í enn frekari viðræðum. „Hann sagðist vera ánægður að setjast niður með Trump forseta og bandarísku sendinefndinni. K i m Jo n g - u n hrósaði forsetanum í hástert fyrir vilja sinn og áhuga á því að leysa deiluna á raunhæfan hátt með viðræðum og samningum,“ sagði í Rodong Sinmun.Sjá einnig: Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Efnislega var umfjöllunin nokkuð í takt við það sem birst hafði í miðlum víðs vegar um heim, þótt hún hafi reyndar verið hástemmdari og laus við alla gagnrýni á einræðisherrann. Hins vegar kom eftirfarandi efnisgrein nokkuð á óvart: „Trump tjáði þá ætlun sína að hætta heræfingum með SuðurKóreu, sem Lýðræðislega alþýðulýðveldið Kórea [Norður-Kórea] álítur ögrun, með tíð og tíma á meðan ríkin ræða saman, sem og að tryggja öryggi alþýðulýðveldisins og að aflétta viðskiptaþvingunum gegn því.“ Ekki var á neinn hátt kveðið á um viðskiptaþvinganir í plagginu sem Trump og Kim undirrituðu.Segir framtíðarhorfurnar góðar Á blaðamannafundi eftir leiðtogafundinn sagði Trump þó að á meðan unnið yrði að kjarnorkuafvopnun myndi þvingunum ekki verða aflétt. Ljóst er að sú vinna mun taka langan tíma og ekki er enn öruggt að Norður-Kórea muni losa sig við kjarnorkusprengjur sínar. Orð Norður-Kóreumanna nú eru því í ákveðinni mótsögn við það sem Bandaríkjaforseti sagði, þar sem þvinganirnar eru, að sögn Trumps, ekki á útleið í náinni framtíð. Við heimkomuna til Bandaríkjanna í gær opnaði Trump Twitter og sagði alla hafa gert ráð fyrir því að stríð við Norður-Kóreu væri í vændum áður en hann tók við embættinu. Barack Obama, fyrirrennari hans, hafi sagt, að Norður-Kórea væri stærsta og hættulegasta vandamálið. „ Ekki lengur, sofið rótt í nótt,“ tísti Trump. Forsetinn sagði jafnframt að öllum ætti að finnast þeir vera öruggari nú en þegar hann tók fyrst við völdum. „Nú stafar engin kjarnorkuógn af Norður-Kóreu . Fundurinn með Kim Jong-un var áhugaverður og jákvæð lífsreynsla. Framtíðarhorfur Norður-Kóreu eru góðar!“
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Allir hrósa sigri eftir fund aldarinnar Kim Jong-un getur fagnað eftir fund sinn með Trump. Kínverjar fagna því að hugmyndum þeirra verði mögulega fylgt eftir en Íranar vara við sviksemi Donalds Trump. 13. júní 2018 06:00 Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Allir hrósa sigri eftir fund aldarinnar Kim Jong-un getur fagnað eftir fund sinn með Trump. Kínverjar fagna því að hugmyndum þeirra verði mögulega fylgt eftir en Íranar vara við sviksemi Donalds Trump. 13. júní 2018 06:00
Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48
Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45