Fótbolti

HM 2026 verður í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Vísir/getty

Heimsmeistaramótið árið 2026 verður haldið í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Kosið var á þingi FIFA í Moskvu í dag.



Valið var á milli Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada eða Morokkó og vann sameiginlegt framboð Norður-Ameríku örugglega með 67 prósent atkvæðanna eða 134 af 203. Morokkó fékk 65 atkvæði.



48 þáttökuþjóðir munu taka þátt í lokakeppni HM 2026 og munu leikirnir fara fram í 16 borgum í löndunum þremur. Þjóðirnar þrjár ætla í fyrsta skipti að skipta út einum opnunarleik fyrir þrjá, einn í hverju landi.



Framboð þeirra var undir slagorðinu „fótbolti fyrir alla“ og snérist mikið um sameiningu allra þjóðflokka og þjóðerna og allir væru velkomnir saman til Norður-Ameríku.



Þá var spáð að HM 2026 skili 11 milljörðum dollara í gróða fyrir alþjóða knattspyrnusambandið.



Áhættan við lokakeppni í Norður-Ameríku var mun minni en í Morokkó og þarf til dæmis ekki að byggja einn einasta leikvang frá grunni heldur aðeins endurgera sjö þeirra.



Þegar árið 2026 gengur í garð verða 32 ár síðan HM var síðast í Norður-Ameríku, í Bandaríkjunum 1994. Í millitíðinni hefur HM verið haldið í öllum öðrum heimsálfum, í sumum oftar en einu sinni. 



Fulltrúar KSÍ á þinginu kusu sameinaða framboð Norður-Ameríku þjóðarinnar. Íran var eina þjóðin sem kaus hvorugt framboðið. Allar Norðurlandaþjóðirnar völdu sameinaða framboðið. Niðurstöður kosningarinnar má sjá í heild sinni hér.




Tengdar fréttir

48 liða HM í Katar 2022?

Suður-ameríska knattspyrnusambandið sendi í vikunni fyrirspurn á FIFA um að taka upp 48 liða HM í Katar 2022 en áætlun FIFA um að stækka mótið átti að taka gildi síðar.

Umsókn Morokkó um HM 2026 staðfest │Kosið 13. júní

Umsókn Morokkó um að halda HM 2026 í fótbolta hefur staðist skoðun FIFA og mun keppa við umsókn Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó þrátt fyrir að teljast áhættusöm í þremur flokkum mats FIFA.

Blatter: HM á að vera í einu landi

Þó svo Sepp Blatter sé horfinn á braut frá FIFA þá er hann enn duglegur við að koma sínum hugmyndum á framfæri við knattspyrnuheiminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×