Dóra Björt: „Þetta er mjög Píratalegur sáttmáli“ Jóhann K. Jóhannsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 12. júní 2018 14:31 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, er ánægð með hvernig til tókst í viðræðum um myndun meirihluta í borginni. visir/jói k Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, er ánægð með stöðu mála að loknum viðræðum um myndun meirihluta í borginni. „Við Píratar erum rosalega ánægð með þetta. Þetta er mjög Píratalegur sáttmáli að mörgu leyti svo við erum allavega rosalega sátt. Þetta gekk vel.“ Hún segir að viðræðurnar hefðu ekki reynst erfiðar því mikil samstaða hefði verið um grunnmálefni. Þegar uppi er staðið væri meira sem sameinaði flokkana en sundraði. Fréttamaður okkar, Jóhann K. Jóhannsson, tók viðtal við Dóru Björt eftir blaðamannafund sem haldinn var í morgun klukkan hálf ellefu. Samfylking, Píratar, Vinstri græn og Viðreisn undirrituðu málefnasamning meirihlutans fyrir kjörtímabilið. Dóra Björt mun gegna embætti forseta borgarstjórnar fyrsta ár kjörtímabilsins. „Þetta er mjög spennandi og ég vonast til þess að verða sameinandi forseti. Við Píratar erum mjög upptekin af samræðustjórnmálum og ég hyggst standa fyrir því.“Húsnæðismálin fyrst á dagskráSpurð að því hvar megi sjá fyrstu fótspor nýs meirihluta svarar Dóra Björt: „Ég held að það verði mjög mikilvægt að leggjast strax yfir það hvernig við ætlum að taka á húsnæðisvandanum sem við stöndum frammi fyrir og það er allavega eitthvað sem við Píratar leggjum mikla áherslu á í samgöngu-og skipulagsmálunum sem hún Sigurborg Ósk, sem er annar borgarfulltrúi Pírata, mun standa fyrir og leiða þannig að það ég held að það verði það fyrst sem við munum leggjast almennilega yfir.“ Þá er skaðaminnkun, lýðræðis-og gagnsæismál ofarlega á blaði þegar kemur að forgangsröðun. „Við ætlum að halda áfram opnun bókhaldsins. Við ætlum að hafa meira samráð við borgarbúa í allri ákvarðanatöku, stefnumótun og framfylgd stefnu. Það er lögbundið þegar það kemur að fötluðu fólki en það er líka eitthvað sem á við um öll mál,“ segir Dóra Björt.Á myndinni undirritar Dóra Björt málefnasamning nýs meirihluta í Reykjavíkurborg.Vísir/Jói KSamræðustjórnmál í öndvegiMeirihlutinn sem var kynntur í dag er þó afar tæpur og ljóst er að lítið má út af bera í meirihlutasamstarfinu. Aðspurð, segir Dóra Björt að flokkarnir ætli að leggja áherslu á góð samskipti og munu reiða sig á vinnulag sem hefur verið við lýði hjá fráfarandi meirihluta. „Það þýðir líka bara að það sé gott og mikilvægt að eiga í góðu samtali við minnihlutann og reyna að finna einhvers konar grundvöll sem við getum öll lifað við að mörgu leyti þannig að ég lít á þetta sem ákveðið tækifæri,“ segir Dóra Björt og vitnar til samræðustjórnmálanna sem hún nefndi fyrr í viðtalinu.Segir að allir ættu að geta blómstrað í starfi„Ég held við höfum öll náð að koma inn okkar kjarnamálum og ég held að við munum öll geta vel við unað. Við höfum skipt embættunum þannig að allir eiga að geta blómstrað í sínu starfi og sýnt fram á að þeir eru traustsins verðir og ég tel okkur öll koma mjög heil að því og við styðjum hvort annað í því,“ segir Dóra Björt sem auk þess að gegna embætti forseta bæjarstjórnar mun fara fyrir mannréttinda-og lýðræðisráði. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Óttast ekki að upp úr slitni þótt einn fari í fýlu Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri í nýjum meirihluta í Reykjavík. 12. júní 2018 12:28 Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Nýr meirihluti í Reykjavík kynntur í Breiðholti Eftir því sem fréttastofa kemst næst verður nýr meirihluti kynntur fyrir utan Fjölbrautarskólann í Breiðholti. 12. júní 2018 00:45 Nýstofnað umhverfis-og heilbrigðisráð: Ætla að gera grænu málunum í Reykjavík hátt undir höfði Líf vill að Reykjavík verði vistvæn borg og hyggst þróa hana áfram með áherslu á vistvænt og sjálfbært umhverfi 12. júní 2018 12:22 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gangurinn sé að troða sér í norðaustur „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, er ánægð með stöðu mála að loknum viðræðum um myndun meirihluta í borginni. „Við Píratar erum rosalega ánægð með þetta. Þetta er mjög Píratalegur sáttmáli að mörgu leyti svo við erum allavega rosalega sátt. Þetta gekk vel.“ Hún segir að viðræðurnar hefðu ekki reynst erfiðar því mikil samstaða hefði verið um grunnmálefni. Þegar uppi er staðið væri meira sem sameinaði flokkana en sundraði. Fréttamaður okkar, Jóhann K. Jóhannsson, tók viðtal við Dóru Björt eftir blaðamannafund sem haldinn var í morgun klukkan hálf ellefu. Samfylking, Píratar, Vinstri græn og Viðreisn undirrituðu málefnasamning meirihlutans fyrir kjörtímabilið. Dóra Björt mun gegna embætti forseta borgarstjórnar fyrsta ár kjörtímabilsins. „Þetta er mjög spennandi og ég vonast til þess að verða sameinandi forseti. Við Píratar erum mjög upptekin af samræðustjórnmálum og ég hyggst standa fyrir því.“Húsnæðismálin fyrst á dagskráSpurð að því hvar megi sjá fyrstu fótspor nýs meirihluta svarar Dóra Björt: „Ég held að það verði mjög mikilvægt að leggjast strax yfir það hvernig við ætlum að taka á húsnæðisvandanum sem við stöndum frammi fyrir og það er allavega eitthvað sem við Píratar leggjum mikla áherslu á í samgöngu-og skipulagsmálunum sem hún Sigurborg Ósk, sem er annar borgarfulltrúi Pírata, mun standa fyrir og leiða þannig að það ég held að það verði það fyrst sem við munum leggjast almennilega yfir.“ Þá er skaðaminnkun, lýðræðis-og gagnsæismál ofarlega á blaði þegar kemur að forgangsröðun. „Við ætlum að halda áfram opnun bókhaldsins. Við ætlum að hafa meira samráð við borgarbúa í allri ákvarðanatöku, stefnumótun og framfylgd stefnu. Það er lögbundið þegar það kemur að fötluðu fólki en það er líka eitthvað sem á við um öll mál,“ segir Dóra Björt.Á myndinni undirritar Dóra Björt málefnasamning nýs meirihluta í Reykjavíkurborg.Vísir/Jói KSamræðustjórnmál í öndvegiMeirihlutinn sem var kynntur í dag er þó afar tæpur og ljóst er að lítið má út af bera í meirihlutasamstarfinu. Aðspurð, segir Dóra Björt að flokkarnir ætli að leggja áherslu á góð samskipti og munu reiða sig á vinnulag sem hefur verið við lýði hjá fráfarandi meirihluta. „Það þýðir líka bara að það sé gott og mikilvægt að eiga í góðu samtali við minnihlutann og reyna að finna einhvers konar grundvöll sem við getum öll lifað við að mörgu leyti þannig að ég lít á þetta sem ákveðið tækifæri,“ segir Dóra Björt og vitnar til samræðustjórnmálanna sem hún nefndi fyrr í viðtalinu.Segir að allir ættu að geta blómstrað í starfi„Ég held við höfum öll náð að koma inn okkar kjarnamálum og ég held að við munum öll geta vel við unað. Við höfum skipt embættunum þannig að allir eiga að geta blómstrað í sínu starfi og sýnt fram á að þeir eru traustsins verðir og ég tel okkur öll koma mjög heil að því og við styðjum hvort annað í því,“ segir Dóra Björt sem auk þess að gegna embætti forseta bæjarstjórnar mun fara fyrir mannréttinda-og lýðræðisráði.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Óttast ekki að upp úr slitni þótt einn fari í fýlu Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri í nýjum meirihluta í Reykjavík. 12. júní 2018 12:28 Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Nýr meirihluti í Reykjavík kynntur í Breiðholti Eftir því sem fréttastofa kemst næst verður nýr meirihluti kynntur fyrir utan Fjölbrautarskólann í Breiðholti. 12. júní 2018 00:45 Nýstofnað umhverfis-og heilbrigðisráð: Ætla að gera grænu málunum í Reykjavík hátt undir höfði Líf vill að Reykjavík verði vistvæn borg og hyggst þróa hana áfram með áherslu á vistvænt og sjálfbært umhverfi 12. júní 2018 12:22 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gangurinn sé að troða sér í norðaustur „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Sjá meira
Óttast ekki að upp úr slitni þótt einn fari í fýlu Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri í nýjum meirihluta í Reykjavík. 12. júní 2018 12:28
Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45
Nýr meirihluti í Reykjavík kynntur í Breiðholti Eftir því sem fréttastofa kemst næst verður nýr meirihluti kynntur fyrir utan Fjölbrautarskólann í Breiðholti. 12. júní 2018 00:45
Nýstofnað umhverfis-og heilbrigðisráð: Ætla að gera grænu málunum í Reykjavík hátt undir höfði Líf vill að Reykjavík verði vistvæn borg og hyggst þróa hana áfram með áherslu á vistvænt og sjálfbært umhverfi 12. júní 2018 12:22