Segir viðbrögð Sigmundar Davíðs við berum brjóstum vera áframhald af verkinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. júní 2018 15:45 Borghildur Indriðadóttir stendur að baki sýningunni og gjörningnum Demoncrazy. Mynd/Aðsent Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins lagði fram skriflega fyrirspurn til forseta Alþingis um það hver hefði gefið leyfi fyrir myndatöku Demoncrazy í Alþingishúsinu á dögunum. Listamaðurinn á bak við sýninguna segir að öll tilskilin leyfi hafi verið til staðar og að aldrei hafi verið vafi á því hvernig gjörning væri um að ræða. „Við fengum öll leyfi og þetta var mjög langt ferli að fá öll leyfin og loka götum. Þetta var mjög vandaður gjörningur sem ég er búin að vera að vinna og mjög flottur hópur,“ segir Borghildur Indriðadóttir sem stendur að baki sýningunni og gjörningnum á Austurvelli í samtali við Vísi. Myndirnar á sýningunni hafa nú þegar fengið töluvert umtal og viðburðurinn á Austurvelli þann 3.júní á opnun Listahátíðar í Reykjavíkvakti mikla athygli, en þar gengu berbrjósta stúlkur út úr Alþingishúsinu og þaðan yfir í Listasafn Reykjavíkur. Myndirnar á ljósmyndasýningunni Demoncrazy voru meðal annars teknar inni í Alþingishúsinu, KR heimilinu, Stjórnarráðinu og Háskóla Íslands.Gjörningurinn hófst í Alþingishúsinu.Mynd/Leifur Wilberg OrrasonFékk hugmyndina í vettvangsferð í Alþingishúsinu „Ég sá um þessa sýningu. Ég setti inn tillögu til Listahátíðar í Reykjavík fyrir meira en ári síðan. Þetta kom í rauninni til af því að ég var að taka þátt í arkitektasamkeppni um viðbyggingu Alþingis og þá fórum við í vettvangsferð um húsið og þá tók ég eftir þessum myndum á veggjunum. Miklu magni af málverkum, svona brjóstmyndum, af karlmönnum í valdastöðu. Ég fékk þessa hugmynd og fékk Markús Andersen til að taka myndirnar með mér.“ Verkefnið stækkaði þó fljótt og voru teknar myndir á fleiri stöðum í kjölfarið, þar sem Borghildur hafði tekið eftir sama mynstri. Verkefnið var styrkt af Myndlistarsjóði. Fjórar af myndunum eru til sýnis á Austurvelli til 15. júní en allar myndirnar má líka finna á vefsíðu Demoncrazy. „Svo var hugmyndin að vera með myndirnar í landslaginu í Reykjavík og okkur fannst í rauninni frábært að hafa þetta á torginu á Austurvelli, svona nálægt Alþingishúsinu því í rauninni byrjaði verkefnið þar,“ útskýrir Borghildur.Sigmundur Davíð bíður nú eftir svari við fyrirspurn sinni um hvort og hvers vegna leyfi hafi verið gefið fyrir myndatökunni. Þessi mynd er hluti af sýningunni Demoncrazy.Mynd/Markús AndersenListahátíð sótti formlega um leyfið „Hver veitti leyfi fyrir því að hálfnakið fólk nýtti Alþingishúsið í auglýsingaskyni og gengi þaðan á sama hátt og forseti Íslands og þingmenn gera við þingsetningu?“ spurði Sigmundur Davíð meðal annars í fyrirspurn sinni. Eins og komið hefur fram á Vísi velti hann því fyrir sér hvort slík notkun á þinghúsinu og þinghefðum sé til þess fallin að auka virðingu Alþingis og spurði svo hvort þetta væri merki um væntanlegar frekari breytingar á reglum um klæðaburð á Alþingi. „Mér fannst þetta í raun bara áhugavert og kannski bara gott að fá aðeins umfjöllun. Í rauninni er þetta bara áframhald af verkinu, að það sé verið að tala um þetta. Mér finnst áhugavert að hann lýsir þessu að hópurinn sé að labba svona út úr byggingunni á svona svolítið virðulegan hátt og það sé verið að lýsa því við það þegar þingsetning er. Það er áhugavert hvernig hann túlkar þetta, hvernig hann túlkar þessa sýningu,“ segir Borghildur. Hún átti ekki von á að fá viðbrögð sem þessi. Borghildur segir að Listahátíð í Reykjavík hafi sent inn formlega fyrirspurn til skrifstofu Alþingis fyrir hennar hönd vegna gjörningsins á opnuninni. Í kjölfarið hafi hún sjálf verið persónulega í samskiptum við skrifstofuna áður en leyfið fékkst. „Það fór í gegnum alls konar nefndir og ég fékk ekki svörin strax. En þetta var algjörlega formlegt leyfi í gegnum skrifstofu Alþingis.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.Vísir/VilhelmÁhugavert að túlka myndlistargjörning sem auglýsingu Hún segir að það hafi legið mjög skýrt fyrir hvernig þessi gjörningur yrði og hvernig hann myndi fara fram. „Það var líka rosalega góður hópur þingvarða sem að aðstoðaði okkur, hleypti okkur inn og voru rosalega samvinnuþýð og frábær. Mér fannst þetta mjög jákvætt að veita listrænum viðburði eins og þessum á svona virtri hátíð eins og Listahátíð í Reykjavík er, sem er búin að vera starfrækt í 48 ár. Það er alveg augljóst að Listahátíð í Reykjavík myndi ekki senda neitt eða biðja um leyfi fyrir neinu nema að það væri eitthvað sem að þeim finnst eitthvað varið í.“ Borghildur furðar sig líka á orðavali Sigmundar Davíðs í fyrirspurninni. „Mér finnst mjög áhugavert að túlka myndlistargjörning á Listahátíð í Reykjavík sem einhverja auglýsingu.“Hópurinn endaði í gjörninginn í Listahúsinu.Mynd/Leifur Wilberg OrrasonSkipuleggja að fara á fleiri staði Á nokkrum myndanna stilla þrjár fyrirsætur sé upp berbrjósta í KR heimilinu, með bikara félagsins sér við hlið. Jónas Kristinsson sagði í samtali við MBL á dögunum að hann átti sig ekki á því hvað Knattspyrnufélag Reykjavíkur hafi með feðraveldið að gera. „Ég held að þetta sé þróun á verkinu að það sé einhver núningur að eiga sér stað,“ segir Borghildur um þessi viðbrögð. Hún segir að þessi umræða um myndirnar frá Alþingishúsinu og KR heimilinu séu í rauninni bara áframhald af sýningunni og er virkilega ánægð með viðtökurnar við gjörningnum og sýningunni. „Ég fékk svo ótrúlega frábær viðbrögð. Núna er verið að spyrja hvort að við ætlum ekki að fara með hana áfram og fara á fleiri staði. Við erum að skipuleggja það núna. Þetta var frábær hópur sem ég vann með og svo gaman af því að við byrjuðum inn í Alþingishúsi því það var rosalega mikilvægt fyrir gjörninginn. Þegar Dómkirkjan hringdi klukkan sex og gjörningurinn labbaði þar út, mér fannst svolítið „power“ í því. Ég er bara mjög sátt og ánægð og finnst ekkert að því að það hafi skapast einhver umræða, mér finnst það bara jákvætt í rauninni.“Facebook brást illa við verkefninu Ýmis vandamál hafa komið upp tengd Facebook í þessu ferli að sögn Borghildar. Ætlunin var að streyma beint frá gjörningnum á opnun Listahátíðar á Facebook en útsendingin var fljótlega tekin niður vegna þess að stúlkurnar voru berbrjósta. Áhorfendur tóku þetta þó í sýnar hendur og sýndu margir frá gjörningnum á öðrum samfélagsmiðlum eins og Instagram og Snapchat. Í kjölfarið af þessu verkefni þá þurfti Borghildur svo að loka persónulegu Facebook síðunni sinni. „Það er mjög mikið um eftirköst af þessu verkefni. Facebook tók yfir reikninginn minn og eyddi myndum og athugasemdum, lækum og öllu hjá mér. Það voru bara allir vinir mínir horfnir, bara allt.“ Borghildur segir að ástæðan sé að hún deildi efni frá sýningunni og gjörningnum á Facebook þar sem mátti sjá ber kvenmansbrjóst. „Ég er í sambandi við Persónuvernd um það hvort að þetta sé í lagi. Þetta er ekki í lagi. Ég var ekki að deila myndum heldur setja inn hlekki frá Listahátíð. Þeir lentu líka í vandræðum. Ég er ekki á Facebook út af þessu.“Þessi mynd er tekin í KR heimilinu.Mynd/Markús AndersenMun minnast á þetta í jómfrúarræðunni Fyrirsæturnar á myndunum á Demoncrazy sýningunni voru þær Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, Glódís Guðgeirsdóttir, Nanna Hermannsdóttir og Stella Briem Friðriksdóttir en þær tóku líka þátt í gjörningnum. Ef marka má samfélagsmiðla telja þær viðbrögð formanns Miðflokksins spaugileg. „Æj, brjóstin mín trufluðu Simma D eitthvað í vinnunni,” skrifaði Nanna á Twitter. Bætti hún því svo við að í sinni eigin jómfrúarræðu á Alþingi muni hún minnast á það þegar Sigmundur Davíð talaði um bróstin hennar í fyrirspurn til forseta Alþingis. Æj, brjóstin mín trufluðu Simma D eitthvað í vinnunni :/ https://t.co/mVwgQkrrOF — Nanna Hermannsdóttir (@nannahermanns) June 11, 2018Í jómfrúarræðu minni á Alþingi mun ég minnast á það þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson talaði um brjóstin mín í fyrirspurn til forseta Alþingis. — Nanna Hermannsdóttir (@nannahermanns) June 11, 2018Stella Briem virtist ekki ánægð með að skoðanir Sigmundar Davíðs væru að fá svona mikla athygli en sagði viðbrögðin fyndin.þetta er samt of fyndið can we take a moment hahah almattugur — Stella Briem (@StellaBriem) June 11, 2018Getur Ísland bara bara plís allavegana þóst verið drullusama um það hvað Sigmundi Davíð finnst. Hættið að gefa þessum ignorant manni athygli!!! for fucks sake fréttamiðlar fix up — Stella Briem (@StellaBriem) June 11, 2018 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð vill vita hver leyfði „hálfnakið fólk“ í Alþingishúsinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til forseta Alþingis þess efnis hver hafi gefið leyfi fyrir myndatöku Demoncrazy í Alþingishúsinu á dögunum. 11. júní 2018 16:37 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins lagði fram skriflega fyrirspurn til forseta Alþingis um það hver hefði gefið leyfi fyrir myndatöku Demoncrazy í Alþingishúsinu á dögunum. Listamaðurinn á bak við sýninguna segir að öll tilskilin leyfi hafi verið til staðar og að aldrei hafi verið vafi á því hvernig gjörning væri um að ræða. „Við fengum öll leyfi og þetta var mjög langt ferli að fá öll leyfin og loka götum. Þetta var mjög vandaður gjörningur sem ég er búin að vera að vinna og mjög flottur hópur,“ segir Borghildur Indriðadóttir sem stendur að baki sýningunni og gjörningnum á Austurvelli í samtali við Vísi. Myndirnar á sýningunni hafa nú þegar fengið töluvert umtal og viðburðurinn á Austurvelli þann 3.júní á opnun Listahátíðar í Reykjavíkvakti mikla athygli, en þar gengu berbrjósta stúlkur út úr Alþingishúsinu og þaðan yfir í Listasafn Reykjavíkur. Myndirnar á ljósmyndasýningunni Demoncrazy voru meðal annars teknar inni í Alþingishúsinu, KR heimilinu, Stjórnarráðinu og Háskóla Íslands.Gjörningurinn hófst í Alþingishúsinu.Mynd/Leifur Wilberg OrrasonFékk hugmyndina í vettvangsferð í Alþingishúsinu „Ég sá um þessa sýningu. Ég setti inn tillögu til Listahátíðar í Reykjavík fyrir meira en ári síðan. Þetta kom í rauninni til af því að ég var að taka þátt í arkitektasamkeppni um viðbyggingu Alþingis og þá fórum við í vettvangsferð um húsið og þá tók ég eftir þessum myndum á veggjunum. Miklu magni af málverkum, svona brjóstmyndum, af karlmönnum í valdastöðu. Ég fékk þessa hugmynd og fékk Markús Andersen til að taka myndirnar með mér.“ Verkefnið stækkaði þó fljótt og voru teknar myndir á fleiri stöðum í kjölfarið, þar sem Borghildur hafði tekið eftir sama mynstri. Verkefnið var styrkt af Myndlistarsjóði. Fjórar af myndunum eru til sýnis á Austurvelli til 15. júní en allar myndirnar má líka finna á vefsíðu Demoncrazy. „Svo var hugmyndin að vera með myndirnar í landslaginu í Reykjavík og okkur fannst í rauninni frábært að hafa þetta á torginu á Austurvelli, svona nálægt Alþingishúsinu því í rauninni byrjaði verkefnið þar,“ útskýrir Borghildur.Sigmundur Davíð bíður nú eftir svari við fyrirspurn sinni um hvort og hvers vegna leyfi hafi verið gefið fyrir myndatökunni. Þessi mynd er hluti af sýningunni Demoncrazy.Mynd/Markús AndersenListahátíð sótti formlega um leyfið „Hver veitti leyfi fyrir því að hálfnakið fólk nýtti Alþingishúsið í auglýsingaskyni og gengi þaðan á sama hátt og forseti Íslands og þingmenn gera við þingsetningu?“ spurði Sigmundur Davíð meðal annars í fyrirspurn sinni. Eins og komið hefur fram á Vísi velti hann því fyrir sér hvort slík notkun á þinghúsinu og þinghefðum sé til þess fallin að auka virðingu Alþingis og spurði svo hvort þetta væri merki um væntanlegar frekari breytingar á reglum um klæðaburð á Alþingi. „Mér fannst þetta í raun bara áhugavert og kannski bara gott að fá aðeins umfjöllun. Í rauninni er þetta bara áframhald af verkinu, að það sé verið að tala um þetta. Mér finnst áhugavert að hann lýsir þessu að hópurinn sé að labba svona út úr byggingunni á svona svolítið virðulegan hátt og það sé verið að lýsa því við það þegar þingsetning er. Það er áhugavert hvernig hann túlkar þetta, hvernig hann túlkar þessa sýningu,“ segir Borghildur. Hún átti ekki von á að fá viðbrögð sem þessi. Borghildur segir að Listahátíð í Reykjavík hafi sent inn formlega fyrirspurn til skrifstofu Alþingis fyrir hennar hönd vegna gjörningsins á opnuninni. Í kjölfarið hafi hún sjálf verið persónulega í samskiptum við skrifstofuna áður en leyfið fékkst. „Það fór í gegnum alls konar nefndir og ég fékk ekki svörin strax. En þetta var algjörlega formlegt leyfi í gegnum skrifstofu Alþingis.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.Vísir/VilhelmÁhugavert að túlka myndlistargjörning sem auglýsingu Hún segir að það hafi legið mjög skýrt fyrir hvernig þessi gjörningur yrði og hvernig hann myndi fara fram. „Það var líka rosalega góður hópur þingvarða sem að aðstoðaði okkur, hleypti okkur inn og voru rosalega samvinnuþýð og frábær. Mér fannst þetta mjög jákvætt að veita listrænum viðburði eins og þessum á svona virtri hátíð eins og Listahátíð í Reykjavík er, sem er búin að vera starfrækt í 48 ár. Það er alveg augljóst að Listahátíð í Reykjavík myndi ekki senda neitt eða biðja um leyfi fyrir neinu nema að það væri eitthvað sem að þeim finnst eitthvað varið í.“ Borghildur furðar sig líka á orðavali Sigmundar Davíðs í fyrirspurninni. „Mér finnst mjög áhugavert að túlka myndlistargjörning á Listahátíð í Reykjavík sem einhverja auglýsingu.“Hópurinn endaði í gjörninginn í Listahúsinu.Mynd/Leifur Wilberg OrrasonSkipuleggja að fara á fleiri staði Á nokkrum myndanna stilla þrjár fyrirsætur sé upp berbrjósta í KR heimilinu, með bikara félagsins sér við hlið. Jónas Kristinsson sagði í samtali við MBL á dögunum að hann átti sig ekki á því hvað Knattspyrnufélag Reykjavíkur hafi með feðraveldið að gera. „Ég held að þetta sé þróun á verkinu að það sé einhver núningur að eiga sér stað,“ segir Borghildur um þessi viðbrögð. Hún segir að þessi umræða um myndirnar frá Alþingishúsinu og KR heimilinu séu í rauninni bara áframhald af sýningunni og er virkilega ánægð með viðtökurnar við gjörningnum og sýningunni. „Ég fékk svo ótrúlega frábær viðbrögð. Núna er verið að spyrja hvort að við ætlum ekki að fara með hana áfram og fara á fleiri staði. Við erum að skipuleggja það núna. Þetta var frábær hópur sem ég vann með og svo gaman af því að við byrjuðum inn í Alþingishúsi því það var rosalega mikilvægt fyrir gjörninginn. Þegar Dómkirkjan hringdi klukkan sex og gjörningurinn labbaði þar út, mér fannst svolítið „power“ í því. Ég er bara mjög sátt og ánægð og finnst ekkert að því að það hafi skapast einhver umræða, mér finnst það bara jákvætt í rauninni.“Facebook brást illa við verkefninu Ýmis vandamál hafa komið upp tengd Facebook í þessu ferli að sögn Borghildar. Ætlunin var að streyma beint frá gjörningnum á opnun Listahátíðar á Facebook en útsendingin var fljótlega tekin niður vegna þess að stúlkurnar voru berbrjósta. Áhorfendur tóku þetta þó í sýnar hendur og sýndu margir frá gjörningnum á öðrum samfélagsmiðlum eins og Instagram og Snapchat. Í kjölfarið af þessu verkefni þá þurfti Borghildur svo að loka persónulegu Facebook síðunni sinni. „Það er mjög mikið um eftirköst af þessu verkefni. Facebook tók yfir reikninginn minn og eyddi myndum og athugasemdum, lækum og öllu hjá mér. Það voru bara allir vinir mínir horfnir, bara allt.“ Borghildur segir að ástæðan sé að hún deildi efni frá sýningunni og gjörningnum á Facebook þar sem mátti sjá ber kvenmansbrjóst. „Ég er í sambandi við Persónuvernd um það hvort að þetta sé í lagi. Þetta er ekki í lagi. Ég var ekki að deila myndum heldur setja inn hlekki frá Listahátíð. Þeir lentu líka í vandræðum. Ég er ekki á Facebook út af þessu.“Þessi mynd er tekin í KR heimilinu.Mynd/Markús AndersenMun minnast á þetta í jómfrúarræðunni Fyrirsæturnar á myndunum á Demoncrazy sýningunni voru þær Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, Glódís Guðgeirsdóttir, Nanna Hermannsdóttir og Stella Briem Friðriksdóttir en þær tóku líka þátt í gjörningnum. Ef marka má samfélagsmiðla telja þær viðbrögð formanns Miðflokksins spaugileg. „Æj, brjóstin mín trufluðu Simma D eitthvað í vinnunni,” skrifaði Nanna á Twitter. Bætti hún því svo við að í sinni eigin jómfrúarræðu á Alþingi muni hún minnast á það þegar Sigmundur Davíð talaði um bróstin hennar í fyrirspurn til forseta Alþingis. Æj, brjóstin mín trufluðu Simma D eitthvað í vinnunni :/ https://t.co/mVwgQkrrOF — Nanna Hermannsdóttir (@nannahermanns) June 11, 2018Í jómfrúarræðu minni á Alþingi mun ég minnast á það þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson talaði um brjóstin mín í fyrirspurn til forseta Alþingis. — Nanna Hermannsdóttir (@nannahermanns) June 11, 2018Stella Briem virtist ekki ánægð með að skoðanir Sigmundar Davíðs væru að fá svona mikla athygli en sagði viðbrögðin fyndin.þetta er samt of fyndið can we take a moment hahah almattugur — Stella Briem (@StellaBriem) June 11, 2018Getur Ísland bara bara plís allavegana þóst verið drullusama um það hvað Sigmundi Davíð finnst. Hættið að gefa þessum ignorant manni athygli!!! for fucks sake fréttamiðlar fix up — Stella Briem (@StellaBriem) June 11, 2018
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð vill vita hver leyfði „hálfnakið fólk“ í Alþingishúsinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til forseta Alþingis þess efnis hver hafi gefið leyfi fyrir myndatöku Demoncrazy í Alþingishúsinu á dögunum. 11. júní 2018 16:37 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Sigmundur Davíð vill vita hver leyfði „hálfnakið fólk“ í Alþingishúsinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til forseta Alþingis þess efnis hver hafi gefið leyfi fyrir myndatöku Demoncrazy í Alþingishúsinu á dögunum. 11. júní 2018 16:37
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent