Ummæli Trump um æfingar og brottflutning komu hernum og bandamönnum á óvart Samúel Karl Ólason skrifar 12. júní 2018 14:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kom bæði bandaríska hernum og bandamönnum Bandaríkjanna í Asíu á óvart þegar hann lýsti því yfir að Bandaríkin myndu hætta heræfingum með Suður-Kóreu. Sömuleiðis sagðist hann vilja fjarlægja hermenn Bandaríkjanna frá Suður-Kóreu, sem eru um 28.500 talsins. Þetta sagði forsetinn á blaðamannafundi eftir fund hans og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og lýsti hann heræfingunum sem „stríðsleikjum“. Umræddar heræfingar hafa verið haldnar á hverju ári og hafa yfirvöld Norður-Kóreu ítrekað haldið því fram að þær séu undirbúningur fyrir innrás. Þeir segja þær vera ögrandi og hafa hótað stríði í nánast hvert sinn sem þær hafa verið haldnar. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna og háttsettir embættismenn hafa hins vegar alltaf haldið því fram að æfingarnar séu árlegar, varnarlegs eðlis og nauðsynlegar. Yfirvöld Suður-Kóreu segja hermennina vera nauðsynlega til þess að viðhalda friði á Kóreuskaganum. Eftir blaðamannafundinn í morgun sagði Trump hins vegar að þær væru óviðeigandi, ýti undir ófrið og kostnaðarsamar. Hann hefur í raun tekið upp áróður Norður-Kóreu.Gagnrýnendur forsetans segja hann hafa veitt stærðarinnar tilslökun til ríkis sem hafi fyrir minna en ári síðan verið að hóta Suður-Kóreu og Bandaríkjunum kjarnorkustríði og eyðileggingu.Kom Kóreumönnum á óvart Starfsmenn forsetaembættis Suður-Kóreu sögðu AP fréttaveitunni í morgun að verið væri að vinna í því að fá skýringu á ummælum Trump. Varnarmálaráðuneyti ríkisins sló á svipaða strengi og sagði nauðsynlegt að fá á hreint hvað Trump ætti við. Engin umræða hefði átt sér stað um að hætta við æfingarnar sem hefjast eiga í ágúst. Sömu sögu er að segja af yfirmönnum herafla Bandaríkjanna í Suður-Kóreu. Þeir höfðu engar skipanir fengið varðandi framkvæmd heræfingarnar. Sérfræðingur sem AP ræddi við segir að um miklar tilslakanir sé að ræða, sem Trump hafi lagt á borðið fyrir ekkert nema óljós loforð Norður-Kóreu. Moon Seong Mook, sem var háttsettur í her Suður-Kóreu, segir ummæli Trump staðfesta það sem margir þar í landi hafi óttast. Að Norður-Kórea myndi reka fleyg á milli Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. „Ég hef áhyggjur af því að fundurinn milli Trump og Kim mun gera erfiðara að fá Norður-Kóreu til að losa sig við kjarnorkuvopn sín og sömuleiðis koma ójafnvægi á bandalag Seoul og Washington,“ sagði Moon.Óljóst skjal Samkomulag Trump og Kim felur í sér að Trump veitir Norður-Kóreu tryggingar varðandi öryggi ríkisins og í staðinn myndi Kim „staðfesta örugga og staðfasta skuldbindingu sína til að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn.“ Trump sagði að frekari viðræðu myndu hefjast „mjög, mjög fljótt“ en samkomulagið felur ekki í sér nein smáatriði eða tímalínu. Þá er ekkert þar um það hvernig Bandaríkin gætu gengið úr skugga um að Norður-Kórea hefði hætt tilraunum sínum með kjarnorkuvopn. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump segir Kim elskaðan í Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti hafði betri hluti að segja um einræðisherra Norður-Kóreu en leiðtoga bandalagsríkja á G7-fundinum um helgina. 12. júní 2018 12:28 Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55 Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48 Sjáðu „Hollywood-stikluna“ sem Trump sýndi Kim Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, reyndi ýmislegt til þess að ná til Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu á fundi þeirra í Singapore í nótt. 12. júní 2018 13:29 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kom bæði bandaríska hernum og bandamönnum Bandaríkjanna í Asíu á óvart þegar hann lýsti því yfir að Bandaríkin myndu hætta heræfingum með Suður-Kóreu. Sömuleiðis sagðist hann vilja fjarlægja hermenn Bandaríkjanna frá Suður-Kóreu, sem eru um 28.500 talsins. Þetta sagði forsetinn á blaðamannafundi eftir fund hans og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og lýsti hann heræfingunum sem „stríðsleikjum“. Umræddar heræfingar hafa verið haldnar á hverju ári og hafa yfirvöld Norður-Kóreu ítrekað haldið því fram að þær séu undirbúningur fyrir innrás. Þeir segja þær vera ögrandi og hafa hótað stríði í nánast hvert sinn sem þær hafa verið haldnar. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna og háttsettir embættismenn hafa hins vegar alltaf haldið því fram að æfingarnar séu árlegar, varnarlegs eðlis og nauðsynlegar. Yfirvöld Suður-Kóreu segja hermennina vera nauðsynlega til þess að viðhalda friði á Kóreuskaganum. Eftir blaðamannafundinn í morgun sagði Trump hins vegar að þær væru óviðeigandi, ýti undir ófrið og kostnaðarsamar. Hann hefur í raun tekið upp áróður Norður-Kóreu.Gagnrýnendur forsetans segja hann hafa veitt stærðarinnar tilslökun til ríkis sem hafi fyrir minna en ári síðan verið að hóta Suður-Kóreu og Bandaríkjunum kjarnorkustríði og eyðileggingu.Kom Kóreumönnum á óvart Starfsmenn forsetaembættis Suður-Kóreu sögðu AP fréttaveitunni í morgun að verið væri að vinna í því að fá skýringu á ummælum Trump. Varnarmálaráðuneyti ríkisins sló á svipaða strengi og sagði nauðsynlegt að fá á hreint hvað Trump ætti við. Engin umræða hefði átt sér stað um að hætta við æfingarnar sem hefjast eiga í ágúst. Sömu sögu er að segja af yfirmönnum herafla Bandaríkjanna í Suður-Kóreu. Þeir höfðu engar skipanir fengið varðandi framkvæmd heræfingarnar. Sérfræðingur sem AP ræddi við segir að um miklar tilslakanir sé að ræða, sem Trump hafi lagt á borðið fyrir ekkert nema óljós loforð Norður-Kóreu. Moon Seong Mook, sem var háttsettur í her Suður-Kóreu, segir ummæli Trump staðfesta það sem margir þar í landi hafi óttast. Að Norður-Kórea myndi reka fleyg á milli Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. „Ég hef áhyggjur af því að fundurinn milli Trump og Kim mun gera erfiðara að fá Norður-Kóreu til að losa sig við kjarnorkuvopn sín og sömuleiðis koma ójafnvægi á bandalag Seoul og Washington,“ sagði Moon.Óljóst skjal Samkomulag Trump og Kim felur í sér að Trump veitir Norður-Kóreu tryggingar varðandi öryggi ríkisins og í staðinn myndi Kim „staðfesta örugga og staðfasta skuldbindingu sína til að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn.“ Trump sagði að frekari viðræðu myndu hefjast „mjög, mjög fljótt“ en samkomulagið felur ekki í sér nein smáatriði eða tímalínu. Þá er ekkert þar um það hvernig Bandaríkin gætu gengið úr skugga um að Norður-Kórea hefði hætt tilraunum sínum með kjarnorkuvopn.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump segir Kim elskaðan í Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti hafði betri hluti að segja um einræðisherra Norður-Kóreu en leiðtoga bandalagsríkja á G7-fundinum um helgina. 12. júní 2018 12:28 Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55 Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48 Sjáðu „Hollywood-stikluna“ sem Trump sýndi Kim Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, reyndi ýmislegt til þess að ná til Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu á fundi þeirra í Singapore í nótt. 12. júní 2018 13:29 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Trump segir Kim elskaðan í Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti hafði betri hluti að segja um einræðisherra Norður-Kóreu en leiðtoga bandalagsríkja á G7-fundinum um helgina. 12. júní 2018 12:28
Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55
Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48
Sjáðu „Hollywood-stikluna“ sem Trump sýndi Kim Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, reyndi ýmislegt til þess að ná til Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu á fundi þeirra í Singapore í nótt. 12. júní 2018 13:29
Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45