Einn fluttur á sjúkrahús eftir níu bíla árekstur á Reykjanesbraut Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. júní 2018 08:28 Miklar umferðartafir eru nú í Hafnarfirði. Vísir/Aðsent Umferðaróhapp varð á Reykjanesbraut fyrir ofan Lækjargötu um klukkan 15 mínútur fyrir átta í morgun. Miklar umferðartafir hafa verið á svæðinu vegna atviksins. Skúli Jónsson stöðvarstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði segir í samtali við Vísi að lögregla og sjúkralið séu enn að störfum á vettvangi. Reykjanesbrautin er lokuð til norðurs og er líka lokað við Kaldársel. Umferð er vísað inn á Strandgötu.Ökumaðurinn skemmdi marga bíla en þegar hann komst ekki lengra ákvað hann að reyna að flýja fótgangandi.Vísir/AðsentSamkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var þetta stórt umferðarslys en ekki urðu mikil meiðsl á fólki. Samkvæmt heimildum fréttastofu skemmdust níu bílar. Einn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Ekki liggur fyrir hvenær opnað verður aftur fyrir umferð.Uppfært 08:55 Vitni að atvikinu segir í samtali við Vísi að það hafi ökumaður á fólksbíl á flótta undan lögreglunni sem ók inn í bílaþvöguna fyrir framan hringtorgið við Lækjargötu. Hafði hann þá áður flakkað milli akreina í framúrakstri á miklum hraða með lögregluna á eftir sér á Reykjanesbrautinni. Bifreiðar voru stopp á tveimur akreinum við hringtorgið og brá ökumaðurinn þá á það ráð að fara á milli bílaraðanna og keyrði þar utan í átta bifreiðar, sumar þeirra enduðu utan vegar. Þá fór maðurinn út úr bílnum og reyndi að flýja vettvang með því að hlaupa í burtu en samkvæmt sjónarvottum náðu lögreglumennirnir að hlaupa hann uppi og var hann handtekinn á staðnum. Ökumönnum var mjög brugðið og sagði sjónarvottur að litlu hafi mátt muna að illa færi. Lögregla er enn að störfum á vettvangiVísir/BaldurUppfært 09:46 Reykjanesbraut í Hafnarfirði er enn lokuð til norðurs frá Ásbraut að Lækjargötu, samkvæmt nýrri tilkynningu frá lögreglu. Vinnu lögreglu á vettvangi er ekki lokið, en vonast er til að hægt verði að opna fyrir umferð á nýjan leik eftir um það bil hálftíma. Sævar Guðmundsson varðstjóri hjá lögreglunni segir í samtali við Vísi að einstaklingurinn sem fluttur var á sjúkrahús hafi ekki verið í bílnum sem lögreglan veitti eftirför, heldur í einum af bílunum sem ekið var á. Uppfært 10:30 Búið er að opna Reykjanesbraut fyrir umferð á ný. Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verður ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Umferðaróhapp varð á Reykjanesbraut fyrir ofan Lækjargötu um klukkan 15 mínútur fyrir átta í morgun. Miklar umferðartafir hafa verið á svæðinu vegna atviksins. Skúli Jónsson stöðvarstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði segir í samtali við Vísi að lögregla og sjúkralið séu enn að störfum á vettvangi. Reykjanesbrautin er lokuð til norðurs og er líka lokað við Kaldársel. Umferð er vísað inn á Strandgötu.Ökumaðurinn skemmdi marga bíla en þegar hann komst ekki lengra ákvað hann að reyna að flýja fótgangandi.Vísir/AðsentSamkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var þetta stórt umferðarslys en ekki urðu mikil meiðsl á fólki. Samkvæmt heimildum fréttastofu skemmdust níu bílar. Einn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Ekki liggur fyrir hvenær opnað verður aftur fyrir umferð.Uppfært 08:55 Vitni að atvikinu segir í samtali við Vísi að það hafi ökumaður á fólksbíl á flótta undan lögreglunni sem ók inn í bílaþvöguna fyrir framan hringtorgið við Lækjargötu. Hafði hann þá áður flakkað milli akreina í framúrakstri á miklum hraða með lögregluna á eftir sér á Reykjanesbrautinni. Bifreiðar voru stopp á tveimur akreinum við hringtorgið og brá ökumaðurinn þá á það ráð að fara á milli bílaraðanna og keyrði þar utan í átta bifreiðar, sumar þeirra enduðu utan vegar. Þá fór maðurinn út úr bílnum og reyndi að flýja vettvang með því að hlaupa í burtu en samkvæmt sjónarvottum náðu lögreglumennirnir að hlaupa hann uppi og var hann handtekinn á staðnum. Ökumönnum var mjög brugðið og sagði sjónarvottur að litlu hafi mátt muna að illa færi. Lögregla er enn að störfum á vettvangiVísir/BaldurUppfært 09:46 Reykjanesbraut í Hafnarfirði er enn lokuð til norðurs frá Ásbraut að Lækjargötu, samkvæmt nýrri tilkynningu frá lögreglu. Vinnu lögreglu á vettvangi er ekki lokið, en vonast er til að hægt verði að opna fyrir umferð á nýjan leik eftir um það bil hálftíma. Sævar Guðmundsson varðstjóri hjá lögreglunni segir í samtali við Vísi að einstaklingurinn sem fluttur var á sjúkrahús hafi ekki verið í bílnum sem lögreglan veitti eftirför, heldur í einum af bílunum sem ekið var á. Uppfært 10:30 Búið er að opna Reykjanesbraut fyrir umferð á ný.
Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verður ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira