Öryggisfulltrúi KSÍ fundar tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar 11. júní 2018 13:00 Víðir vígalegur í vinnunni. vísir/vilhelm Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. „Það er búið að ganga mjög vel og flest gengið eftir sem lagt var upp með. Það er helst að veðrið sé að stríða okkur í dag því það fauk allt á æfingasvæðinu. Annars gengur þetta vel," segir Víðir léttur en annars taka menn öryggismálunum hér í landi ekki létt. „Það er greinilegt að Rússarnir ætla að gera þetta vel og þeim er unnt um öryggið. Ekki bara okkar heldur líka í kringum áhorfendur eins og við fengum að kynnast á opnu æfingunni í gær. Það er mjög jákvætt að okkar stuðningsmenn komist öruggir á völlinn." Það er í mörg horn að líta hjá Víði og hann þarf að funda með yfirvöldum. „Það eru margir aðilar sem koma að öryggismálunum og samskiptin þurfa því að vera góð. Síðustu mánuðir hafa farið í að undirbúa þetta. Það var gott að vera búinn að vinna mikið fyrir fram. Ég var búinn að koma hingað fimm sinnum til þess að skipuleggja komu okkar. Ég funda tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum hér um hvernig eigi að gera hlutina," segir Víðir en það má ekki hver sem er koma á hótel landsliðsins þar sem íslenska liðið er með tvær hæðir út af fyrir sig. „Það eru gestir á hótelinu og búið að setja upp kerfi sem virkar fyrir þá. Samstarfið við fólkið á hótelinu gengur mjög vel. Ef þú ert ekki gestur á hótelinu þá færðu ekki að fara inn. Þetta er samt ekkert fangelsi." Víðir er sem betur fer í samskiptum við fólk sem kann ensku en þeir eru þó ekki margir. „Flestir tala einhverja ensku og lykilmennirnir tala mjög góða ensku. Tungumálavesen hefur því ekki verið nein hindrun. Við fórum líka á námskeið til þess að læra kírílíska letrið svo maður gæti kannski lesið á skilti og svona. Það hjálpaði til."Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Samúel Kári: Ég kann loksins að haga mér "Þetta er algjörlega geðveikt," segir hinn ungi Samúel Kári Friðjónsson er eðlilega í skýjunum með að vera kominn til Rússlands með íslenska landsliðinu. 11. júní 2018 10:30 Hannes fundaði með markvörðunum: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ Hannes Þór Halldórsson fór aðeins yfir málin með markvörðum íslenska liðsins. 11. júní 2018 08:30 Messi ýjar að því að HM í Rússlandi verði hans síðasta HM í Rússlandi gæti orðið síðasta keppni Lionel Messi með argentínska landsliðinu en hann hefur aðeins einu sinni unnið til gullverðlauna með Argentínu. 11. júní 2018 11:30 HM í dag: Rangur misskilningur á rússneskum veitingastað Þátturinn sem aldrei sefur er kominn í loftið. 11. júní 2018 09:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Loks vann Tottenham Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Sjá meira
Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. „Það er búið að ganga mjög vel og flest gengið eftir sem lagt var upp með. Það er helst að veðrið sé að stríða okkur í dag því það fauk allt á æfingasvæðinu. Annars gengur þetta vel," segir Víðir léttur en annars taka menn öryggismálunum hér í landi ekki létt. „Það er greinilegt að Rússarnir ætla að gera þetta vel og þeim er unnt um öryggið. Ekki bara okkar heldur líka í kringum áhorfendur eins og við fengum að kynnast á opnu æfingunni í gær. Það er mjög jákvætt að okkar stuðningsmenn komist öruggir á völlinn." Það er í mörg horn að líta hjá Víði og hann þarf að funda með yfirvöldum. „Það eru margir aðilar sem koma að öryggismálunum og samskiptin þurfa því að vera góð. Síðustu mánuðir hafa farið í að undirbúa þetta. Það var gott að vera búinn að vinna mikið fyrir fram. Ég var búinn að koma hingað fimm sinnum til þess að skipuleggja komu okkar. Ég funda tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum hér um hvernig eigi að gera hlutina," segir Víðir en það má ekki hver sem er koma á hótel landsliðsins þar sem íslenska liðið er með tvær hæðir út af fyrir sig. „Það eru gestir á hótelinu og búið að setja upp kerfi sem virkar fyrir þá. Samstarfið við fólkið á hótelinu gengur mjög vel. Ef þú ert ekki gestur á hótelinu þá færðu ekki að fara inn. Þetta er samt ekkert fangelsi." Víðir er sem betur fer í samskiptum við fólk sem kann ensku en þeir eru þó ekki margir. „Flestir tala einhverja ensku og lykilmennirnir tala mjög góða ensku. Tungumálavesen hefur því ekki verið nein hindrun. Við fórum líka á námskeið til þess að læra kírílíska letrið svo maður gæti kannski lesið á skilti og svona. Það hjálpaði til."Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Samúel Kári: Ég kann loksins að haga mér "Þetta er algjörlega geðveikt," segir hinn ungi Samúel Kári Friðjónsson er eðlilega í skýjunum með að vera kominn til Rússlands með íslenska landsliðinu. 11. júní 2018 10:30 Hannes fundaði með markvörðunum: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ Hannes Þór Halldórsson fór aðeins yfir málin með markvörðum íslenska liðsins. 11. júní 2018 08:30 Messi ýjar að því að HM í Rússlandi verði hans síðasta HM í Rússlandi gæti orðið síðasta keppni Lionel Messi með argentínska landsliðinu en hann hefur aðeins einu sinni unnið til gullverðlauna með Argentínu. 11. júní 2018 11:30 HM í dag: Rangur misskilningur á rússneskum veitingastað Þátturinn sem aldrei sefur er kominn í loftið. 11. júní 2018 09:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Loks vann Tottenham Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Sjá meira
Samúel Kári: Ég kann loksins að haga mér "Þetta er algjörlega geðveikt," segir hinn ungi Samúel Kári Friðjónsson er eðlilega í skýjunum með að vera kominn til Rússlands með íslenska landsliðinu. 11. júní 2018 10:30
Hannes fundaði með markvörðunum: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ Hannes Þór Halldórsson fór aðeins yfir málin með markvörðum íslenska liðsins. 11. júní 2018 08:30
Messi ýjar að því að HM í Rússlandi verði hans síðasta HM í Rússlandi gæti orðið síðasta keppni Lionel Messi með argentínska landsliðinu en hann hefur aðeins einu sinni unnið til gullverðlauna með Argentínu. 11. júní 2018 11:30
HM í dag: Rangur misskilningur á rússneskum veitingastað Þátturinn sem aldrei sefur er kominn í loftið. 11. júní 2018 09:00