Ráðherra segir ekki til of mikils mælst að menn spili eftir reglunum Ólöf Skaftadóttir skrifar 11. júní 2018 08:00 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/eyþór Ríkisstjórnin hefur samþykkt að setja 64 milljónir í hert eftirlit með heimagistingu, á borð við leiguvefinn Airbnb. „Aðalatriðið er að það er ekki til of mikils mælst að fólk spili eftir reglunum. Þótt við viljum auðvitað almennt hafa eftirlit í lágmarki þá þarf að gera átak í þessum efnum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála. Í skýrslu Íslandsbanka um stöðu ferðaþjónustu frá því í apríl kemur fram að um 3,2 milljónir gistinátta hafi verið seldar í gegnum Airbnb í fyrra, af alls 11,6 milljónum gistinátta sem seldar voru á árinu. Til samanburðar seldu hótel landsins um 4,3 milljónir gistinátta árið 2017. Airbnb er þannig orðin næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins, með 30 prósenta hlutdeild, og um þrisvar sinnum stærri en sú þriðja umfangsmesta, gistiheimilin. Þá kemur fram að gistinóttum hafi fjölgað um 2,1 milljón á síðasta ári, en af þeirri fjölgun hafi Airbnb tekið til sín 76 prósenta hlutdeild.Sjá einnig: Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Þórdís segir að markmiðið með átakinu sé að fleiri skrái sig og standi skil á réttum gjöldum, en tekjur Airbnb-leigusala námu 19,4 milljörðum króna í fyrra og jukust um 109 prósent frá fyrra ári samkvæmt sömu skýrslu um stöðu ferðaþjónustunnar. „Gert er ráð fyrir að um leið og eftirlit með heimagistingu verður sýnilegra og virkara, muni það hafa hvetjandi áhrif á einstaklinga til að skrá skammtímaútleigu sína. Einnig verður auðveldara að halda utan um þá leigu sem með réttu ætti að fara til atvinnurekstrar.“ Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu kemur til með að útfæra heimagistingarvaktina og hefur metið það sem svo að átta starfsmanna sé þörf til þess að herða eftirlitið. Lagt er upp með að hlutverk starfsmanna verði að framkvæma vettvangsrannsóknir í kjölfar kvartana eða ábendinga frá almennum borgurum og á grundvelli upplýsinga úr frumkvæðiseftirliti samkvæmt upplýsingum frá ferðamálaráðuneytinu. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00 Mesti vöxturinn er í Airbnb Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum. 11. apríl 2018 10:17 Á annan tug milljarða í neðanjarðarhagkefinu vegna Airbnb Vöxtur í gistiþjónustu á Íslandi er að stórum hluta drifinn áfam af AirBnB sem að mestum hluta fer fram í neðanjarðarhagkerfinu og skilar því ekki sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga. 11. apríl 2018 11:45 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að setja 64 milljónir í hert eftirlit með heimagistingu, á borð við leiguvefinn Airbnb. „Aðalatriðið er að það er ekki til of mikils mælst að fólk spili eftir reglunum. Þótt við viljum auðvitað almennt hafa eftirlit í lágmarki þá þarf að gera átak í þessum efnum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála. Í skýrslu Íslandsbanka um stöðu ferðaþjónustu frá því í apríl kemur fram að um 3,2 milljónir gistinátta hafi verið seldar í gegnum Airbnb í fyrra, af alls 11,6 milljónum gistinátta sem seldar voru á árinu. Til samanburðar seldu hótel landsins um 4,3 milljónir gistinátta árið 2017. Airbnb er þannig orðin næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins, með 30 prósenta hlutdeild, og um þrisvar sinnum stærri en sú þriðja umfangsmesta, gistiheimilin. Þá kemur fram að gistinóttum hafi fjölgað um 2,1 milljón á síðasta ári, en af þeirri fjölgun hafi Airbnb tekið til sín 76 prósenta hlutdeild.Sjá einnig: Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Þórdís segir að markmiðið með átakinu sé að fleiri skrái sig og standi skil á réttum gjöldum, en tekjur Airbnb-leigusala námu 19,4 milljörðum króna í fyrra og jukust um 109 prósent frá fyrra ári samkvæmt sömu skýrslu um stöðu ferðaþjónustunnar. „Gert er ráð fyrir að um leið og eftirlit með heimagistingu verður sýnilegra og virkara, muni það hafa hvetjandi áhrif á einstaklinga til að skrá skammtímaútleigu sína. Einnig verður auðveldara að halda utan um þá leigu sem með réttu ætti að fara til atvinnurekstrar.“ Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu kemur til með að útfæra heimagistingarvaktina og hefur metið það sem svo að átta starfsmanna sé þörf til þess að herða eftirlitið. Lagt er upp með að hlutverk starfsmanna verði að framkvæma vettvangsrannsóknir í kjölfar kvartana eða ábendinga frá almennum borgurum og á grundvelli upplýsinga úr frumkvæðiseftirliti samkvæmt upplýsingum frá ferðamálaráðuneytinu.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00 Mesti vöxturinn er í Airbnb Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum. 11. apríl 2018 10:17 Á annan tug milljarða í neðanjarðarhagkefinu vegna Airbnb Vöxtur í gistiþjónustu á Íslandi er að stórum hluta drifinn áfam af AirBnB sem að mestum hluta fer fram í neðanjarðarhagkerfinu og skilar því ekki sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga. 11. apríl 2018 11:45 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00
Mesti vöxturinn er í Airbnb Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum. 11. apríl 2018 10:17
Á annan tug milljarða í neðanjarðarhagkefinu vegna Airbnb Vöxtur í gistiþjónustu á Íslandi er að stórum hluta drifinn áfam af AirBnB sem að mestum hluta fer fram í neðanjarðarhagkerfinu og skilar því ekki sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga. 11. apríl 2018 11:45