Mikil aukning á slysum vegna lyfjaaksturs Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. desember 2018 06:00 Frá slysstað við Sæbraut og Borgartún. Vísir/vilhelm „Það er mjög erfitt að eiga við þessa miklu aukningu í fíkniefnaakstri. Fyrir fólk sem er að brjóta af sér með því að nota fíkniefni yfir höfuð er það að aka undir áhrifum ekki endilega mikill þröskuldur. Notendur fíkniefna eru fyrst og fremst sjálfum sér verstir en ef þeir eru komnir út í umferðina undir áhrifum eru þeir líka orðnir hættulegir fyrir allt umhverfið,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Samkvæmt tölum frá stofnuninni hafa á fyrstu átta mánuðum ársins 67 manns látist eða slasast vegna fíkniefnaaksturs. Á sama tíma á síðasta ári höfðu 35 látist eða slasast en þeir voru 52 allt síðasta ár. Sé horft til þeirra sem hafa látist eða slasast alvarlega vegna fíkniefnaaksturs voru það 10 einstaklingar fyrstu átta mánuði ársins og hafa þeir aldrei verið fleiri síðan mælingar hófust, hvorki á fyrstu átta mánuðum árs né yfir heilt ár. Á síðasta ári voru þetta níu einstaklingar og átta árið áður. Þórhildur Elín„Þetta er rosalega brött aukning. Þetta er eitt af stærstu áhyggjuefnum okkar og augljóslega mjög knýjandi verkefni fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið allt. Velferðarþjónustan okkar, skólar og fræðsluyfirvöld þurfa að koma að því að taka á þessum vanda,“ segir Þórhildur Elín. Þegar kemur að ölvunarakstri er staðan svipuð og síðastliðin tvö ár. Fyrstu átta mánuði ársins létust eða slösuðust 47 vegna ölvunaraksturs en þeir sem létust eða slösuðust alvarlega voru sjö. „Við höfum auðvitað alltaf áhyggjur af ölvunarakstri og erum í sérstöku átaki núna. Nú liggur fyrir frumvarp til nýrra umferðarlaga sem gerir ráð fyrir enn strangari refsimörkum. Það styður hvað við annað. Við viljum auðvitað sjá enn meiri árangur og ef frumvarpið verður óbreytt að lögum getur fólk alveg hætt að reikna það út hvort það geti fengið sér einn drykk áður en það keyrir.“ Þórhildur Elín bendir á að því miður hafi orðið mikil aukning í slysum vegna framanákeyrslna. Fyrstu átta mánuði ársins létust eða slösuðust 46 í slíkum slysum en á sama tíma í fyrra voru þeir 37. Aukningin er líka mikil ef litið er til þeirra sem hafa látist eða slasast alvarlega en þeir voru 20 fyrstu átta mánuði ársins en átta á sama tíma í fyrra. „Þarna er oft um að ræða ökumenn sem eru að taka fram úr. Taka séns sem þeir ættu ekki að taka. Svo hefur umferðin aukist mjög mikið þannig það eru fleiri bílar á vegunum. Það er of stutt bil á milli bíla þannig að ef einhver lendir í vandræðum með framúrakstur kemst hann kannski ekki til baka. Fólk ofmetur getu sína og vanmetur aðstæður. Það er segin saga að þá verður slysahættan umtalsvert meiri.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Samgöngur Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
„Það er mjög erfitt að eiga við þessa miklu aukningu í fíkniefnaakstri. Fyrir fólk sem er að brjóta af sér með því að nota fíkniefni yfir höfuð er það að aka undir áhrifum ekki endilega mikill þröskuldur. Notendur fíkniefna eru fyrst og fremst sjálfum sér verstir en ef þeir eru komnir út í umferðina undir áhrifum eru þeir líka orðnir hættulegir fyrir allt umhverfið,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Samkvæmt tölum frá stofnuninni hafa á fyrstu átta mánuðum ársins 67 manns látist eða slasast vegna fíkniefnaaksturs. Á sama tíma á síðasta ári höfðu 35 látist eða slasast en þeir voru 52 allt síðasta ár. Sé horft til þeirra sem hafa látist eða slasast alvarlega vegna fíkniefnaaksturs voru það 10 einstaklingar fyrstu átta mánuði ársins og hafa þeir aldrei verið fleiri síðan mælingar hófust, hvorki á fyrstu átta mánuðum árs né yfir heilt ár. Á síðasta ári voru þetta níu einstaklingar og átta árið áður. Þórhildur Elín„Þetta er rosalega brött aukning. Þetta er eitt af stærstu áhyggjuefnum okkar og augljóslega mjög knýjandi verkefni fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið allt. Velferðarþjónustan okkar, skólar og fræðsluyfirvöld þurfa að koma að því að taka á þessum vanda,“ segir Þórhildur Elín. Þegar kemur að ölvunarakstri er staðan svipuð og síðastliðin tvö ár. Fyrstu átta mánuði ársins létust eða slösuðust 47 vegna ölvunaraksturs en þeir sem létust eða slösuðust alvarlega voru sjö. „Við höfum auðvitað alltaf áhyggjur af ölvunarakstri og erum í sérstöku átaki núna. Nú liggur fyrir frumvarp til nýrra umferðarlaga sem gerir ráð fyrir enn strangari refsimörkum. Það styður hvað við annað. Við viljum auðvitað sjá enn meiri árangur og ef frumvarpið verður óbreytt að lögum getur fólk alveg hætt að reikna það út hvort það geti fengið sér einn drykk áður en það keyrir.“ Þórhildur Elín bendir á að því miður hafi orðið mikil aukning í slysum vegna framanákeyrslna. Fyrstu átta mánuði ársins létust eða slösuðust 46 í slíkum slysum en á sama tíma í fyrra voru þeir 37. Aukningin er líka mikil ef litið er til þeirra sem hafa látist eða slasast alvarlega en þeir voru 20 fyrstu átta mánuði ársins en átta á sama tíma í fyrra. „Þarna er oft um að ræða ökumenn sem eru að taka fram úr. Taka séns sem þeir ættu ekki að taka. Svo hefur umferðin aukist mjög mikið þannig það eru fleiri bílar á vegunum. Það er of stutt bil á milli bíla þannig að ef einhver lendir í vandræðum með framúrakstur kemst hann kannski ekki til baka. Fólk ofmetur getu sína og vanmetur aðstæður. Það er segin saga að þá verður slysahættan umtalsvert meiri.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Samgöngur Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira