Formenn flokkanna á maraþonfundi um stjórnarskrána Heimir Már Pétursson skrifar 29. júní 2018 14:00 Forsætisráðherra segir auðlinda- og umhverfisákvæði í stjórnarskránna meðal annars verða rædd en formenn flokkanna hafi allir mætti til funda um þessi mál af heilindum. vísir/vilhelm Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi koma saman til maraþonsfundar um mögulegar breytingar á stjórnarskránni á Þingvöllum eftir hádegi. Forsætisráðherra segir auðlinda- og umhverfisákvæði í stjórnarskránna meðal annars verða rædd en formenn flokkanna hafi allir mætti til funda um þessi mál af heilindum. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa átt reglulega fundi frá áramótum til að ræða endurskoðun stjórnarskrárinnar og í dag verður tekinn fyrirfram ákveðinn langur vinnufundur á Þingvöllum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formennina hafa náð saman um að áfangaskipta vinnu við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar þar sem tiltekin hluti hennar sé undir á yfirstandandi kjörtímabili. „Meðal þess sem við ætlum að ræða í dag eru auðlindaákvæði og umhverfisákvæði svo eitthvað sé nefnt. Við ákváðum að gefa okkur tíma og funda á Þingvöllum til að sækja innblástur,“ segir Katrín sem reiknar með að fundurinn standi fram að kvöldmat. Lengi hefur verið reynt að ná samstöðu milli stjórnmálaflokka um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, bæði fyrir og eftir stofnun stjórnlagaráðs sem skilaði frumvarpi að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Forsætisráðherra hefur áður sagt að það væri til mikils að vinna að ljúka þessari vinnu.Ertu bjartsýn eftir þessa fundi frá áramótum að flokkarnir nái lending saman? „Það er kannski ekki tímabært að segja til um það. En þetta hafa verið góðir fundir finnst mér. Mér finnst allir sitja við þetta borð af heilindum og með það að markmiði að reyna að ná saman. Þannig að ég er að minnsta kosti bara bjartsýn á fundinn í dag. Þetta eru hins vegar mál sem við höfum ekki náð saman um hingað til og hafa verið lengi í umræðu. En eins og ég segi mér finnst það að minnsta kosti skylda okkar allra að láta nú á það reyna hvort þetta geti ekki skilað jákvæðum og góðum breytingum á stjórnarskránni,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi koma saman til maraþonsfundar um mögulegar breytingar á stjórnarskránni á Þingvöllum eftir hádegi. Forsætisráðherra segir auðlinda- og umhverfisákvæði í stjórnarskránna meðal annars verða rædd en formenn flokkanna hafi allir mætti til funda um þessi mál af heilindum. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa átt reglulega fundi frá áramótum til að ræða endurskoðun stjórnarskrárinnar og í dag verður tekinn fyrirfram ákveðinn langur vinnufundur á Þingvöllum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formennina hafa náð saman um að áfangaskipta vinnu við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar þar sem tiltekin hluti hennar sé undir á yfirstandandi kjörtímabili. „Meðal þess sem við ætlum að ræða í dag eru auðlindaákvæði og umhverfisákvæði svo eitthvað sé nefnt. Við ákváðum að gefa okkur tíma og funda á Þingvöllum til að sækja innblástur,“ segir Katrín sem reiknar með að fundurinn standi fram að kvöldmat. Lengi hefur verið reynt að ná samstöðu milli stjórnmálaflokka um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, bæði fyrir og eftir stofnun stjórnlagaráðs sem skilaði frumvarpi að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Forsætisráðherra hefur áður sagt að það væri til mikils að vinna að ljúka þessari vinnu.Ertu bjartsýn eftir þessa fundi frá áramótum að flokkarnir nái lending saman? „Það er kannski ekki tímabært að segja til um það. En þetta hafa verið góðir fundir finnst mér. Mér finnst allir sitja við þetta borð af heilindum og með það að markmiði að reyna að ná saman. Þannig að ég er að minnsta kosti bara bjartsýn á fundinn í dag. Þetta eru hins vegar mál sem við höfum ekki náð saman um hingað til og hafa verið lengi í umræðu. En eins og ég segi mér finnst það að minnsta kosti skylda okkar allra að láta nú á það reyna hvort þetta geti ekki skilað jákvæðum og góðum breytingum á stjórnarskránni,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira