Upphitun fyrir Austurríki: Barátta Hamilton og Vettel heldur áfram Bragi Þórðarson skrifar 29. júní 2018 15:00 Níunda umferðin í Formúlu 1 fer fram í Austurríki um helgina. Franska kappakstrinum lauk um síðustu helgi og svo halda liðin til Bretlands eftir rúmlega viku. Það er því nóg að gera hjá keppendum og gætu þessar þrjár vikur haft mikið að seigja í baráttunni um heimsmeistaratitilinn. Þetta er í fyrsta skiptið í sögu íþróttarinnar sem haldnar eru þrjár keppnir á þremur vikum. Fyrir franska kappaksturinn hafði Sebastian Vettel hjá Ferrari eins stiga forskot á aðal keppinaut sinn, Lewis Hamilton, sem ekur fyrir Mercedes.Hamilton hefur forystuna.vísir/gettyHamilton á undan Hamilton hafði þó betur á Paul Ricard brautinni og leiðir nú mótið með 14 stiga forskot á Vettel. Báðir þessir ökumenn hafa á tímabili verið með 17 stiga forskot á hinn á þessu ári. Það er því alveg ljóst að þetta einvígi mun endast út allt tímabilið, en báðir ökumenn eiga fjóra ökumannstitla í Formúlunni. Þessir tveir virðast vera í algjörum sérflokki, þó má ekki gleyma Daniel Ricciardo sem er þriðji í mótinu og hefur nú þegar unnið tvær keppnir á sínum Red Bull. Liðsfélagi Hamilton hjá Mercedes, Valtteri Bottas, hefur verið alveg svakalega óheppinn á árinu og situr því í fjórða sæti. Finninn var meðal annars að leiða Bakú kappaksturinn þegar að dekk sprakk á bíl hans á síðasta hring og þurfti Bottas því frá að hverfa.Bottas hefur allan hraðann til að vinna en hvað gerir hann nú?vísir/gettyHvað gerir Bottas? Það er ljóst að Bottas hefur hraðann til að vinna. Annað er þó upp á teningnum hjá liðsfélaga Vettel hjá Ferrari, Kimi Raikkonen. Það virðist vanta allan neista í þennan 38 ára Finna, til að mynda hefur Kimi tapað sætum í fyrstu beygju í öllum keppnum ársins. Í fyrra var það Bottas sem fagnaði öruggum sigri á Red Bull brautinni í Austurríki. Mercedes hafa haft yfirhöndina á Ferrari í kappakstrinum síðastliðin ár og Red Bull eru enn að bíða eftir heimasigri. Ferrari og Red Bull þurfa á því að halda að vinna Mercedes bílana, þar sem þýski bílaframleiðandinn er kominn með 23. stiga forskot í keppni bílasmiða. Æfingar, tímatökur og svo að sjálfsögðu kappaksturinn sjálfur verður allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Formúla Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Níunda umferðin í Formúlu 1 fer fram í Austurríki um helgina. Franska kappakstrinum lauk um síðustu helgi og svo halda liðin til Bretlands eftir rúmlega viku. Það er því nóg að gera hjá keppendum og gætu þessar þrjár vikur haft mikið að seigja í baráttunni um heimsmeistaratitilinn. Þetta er í fyrsta skiptið í sögu íþróttarinnar sem haldnar eru þrjár keppnir á þremur vikum. Fyrir franska kappaksturinn hafði Sebastian Vettel hjá Ferrari eins stiga forskot á aðal keppinaut sinn, Lewis Hamilton, sem ekur fyrir Mercedes.Hamilton hefur forystuna.vísir/gettyHamilton á undan Hamilton hafði þó betur á Paul Ricard brautinni og leiðir nú mótið með 14 stiga forskot á Vettel. Báðir þessir ökumenn hafa á tímabili verið með 17 stiga forskot á hinn á þessu ári. Það er því alveg ljóst að þetta einvígi mun endast út allt tímabilið, en báðir ökumenn eiga fjóra ökumannstitla í Formúlunni. Þessir tveir virðast vera í algjörum sérflokki, þó má ekki gleyma Daniel Ricciardo sem er þriðji í mótinu og hefur nú þegar unnið tvær keppnir á sínum Red Bull. Liðsfélagi Hamilton hjá Mercedes, Valtteri Bottas, hefur verið alveg svakalega óheppinn á árinu og situr því í fjórða sæti. Finninn var meðal annars að leiða Bakú kappaksturinn þegar að dekk sprakk á bíl hans á síðasta hring og þurfti Bottas því frá að hverfa.Bottas hefur allan hraðann til að vinna en hvað gerir hann nú?vísir/gettyHvað gerir Bottas? Það er ljóst að Bottas hefur hraðann til að vinna. Annað er þó upp á teningnum hjá liðsfélaga Vettel hjá Ferrari, Kimi Raikkonen. Það virðist vanta allan neista í þennan 38 ára Finna, til að mynda hefur Kimi tapað sætum í fyrstu beygju í öllum keppnum ársins. Í fyrra var það Bottas sem fagnaði öruggum sigri á Red Bull brautinni í Austurríki. Mercedes hafa haft yfirhöndina á Ferrari í kappakstrinum síðastliðin ár og Red Bull eru enn að bíða eftir heimasigri. Ferrari og Red Bull þurfa á því að halda að vinna Mercedes bílana, þar sem þýski bílaframleiðandinn er kominn með 23. stiga forskot í keppni bílasmiða. Æfingar, tímatökur og svo að sjálfsögðu kappaksturinn sjálfur verður allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina.
Formúla Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti