Afstæðiskenning um bjór og sól Þórlindur Kjartansson skrifar 29. júní 2018 07:00 Hvort skyldi nú vera betra að puða heilan dag í steikjandi hita og brennandi sól uppi á rykugu húsþaki við að bera á tjöru og leggja þaksteina og fá sér svo ískaldan bjór—eða sleppa öllu þessum bölvaða puði en teygja sig bara inn í ísskáp og fá sér einn ískaldan bjór úti á svölum? Þeir sem séð hafa myndina Shawshank Redemption vita svarið við þessari spurningu. Í þeirri mynd semur endurskoðandinn Andy Dufresne við fangelsisstjórann um að hjálpa honum að komast hjá greiðslu erfðafjárskatts gegn því að nokkrir samfangar hans fái að njóta þess að sötra bjór á húsþakinu, eins og frjálsir menn. Og hvort ætli fangarnir hafi glaðst yfir þessu? Nautn þeirra af bjórnum kalda var svo innileg, einföld og falleg að hún seytlar alla leið í gegnum skjáinn og inní gleðitaugar áhorfenda sem geta ekki annað en notið bjórsopans með þeim. „Þarna sátum við og drukkum með sólina á öxlunum eins og frjálsir menn,“ sagði Red, með rödd Morgans Freeman. Úti við vegg sat svo Andy sjálfur með friðsælt sigurbros á vör og ekki nokkur hlutur í veröldinni gat bætt við vellíðan hans, ekki einu sinni bjórinn sem samfangi hans reyndi að bera í hann.Merkilegur bjór En hvað var svona gott og merkilegt við þennan bjór? Þetta var örugglega ekki neinn sérstakur gæðabjór úr belgísku míkróbrugghúsi, eða íslenskur verðlaunabjór—heldur ábyggilega eitthvert amerískt stórmarkaðspiss, sennilega eitthvað Lite, sem ekki nokkur einasti bjórspekúlant með sjálfsvirðingu myndi fyrir sitt litla líf hleypa inn fyrir sínar vandlátu varir. En samt er þessi litli bjór, drukkinn við ömurlegar aðstæður, af skítugum og dæmdum mönnum í rifnum og óhreinum fötum, víðs fjarri öllum lystisemdum lífsins—án nokkurs vafa sá allra besti bjór af öllum þeim bjór sem nokkru sinni hefur verið drukkinn í bíómynd. Ekki einu sinni skrautlegustu kokteilar á svölustu þakbörum stórborga þar sem fyrirsætur og fjármálafurstar spóka sig snyrt og strokin undir taktföstum bassa fáguðustu raftónlistar komast nálægt þessum einfalda bjór. Fangarnir nutu bjórsins síns svona sérstaklega vel af því að þeir áttu það raunverulega skilið. Þeir höfðu erfiðað fyrir honum. Þeir nutu hans af því að nautnin var bæði óvænt og forboðin fyrir útlæga menn. En fyrst og fremst nutu þeir hans vegna þess að vellíðunarmunurinn er svo mikill á milli hinnar daglegu þjáningar og erfiðis tukthúslimsins og sælunnar að sitja í smástund eins og frjáls maður með kaldan bjór á húsþakinu. Afstæð hamingja Svona virkar mannskepnan. Vellíðan okkar lagar sig hratt að þeim veruleika sem veröldin býður okkur upp á. Sá sem kaupir sér ódýran nýjan bíl er alveg jafnglaður og sá sem kaupir sér dýran nýjan bíl; en þeir verða súrir sem þurfa að skipta úr góðum bíl í lélegri; jafnvel þótt sá lélegri sé í sjálfu sér stórgóður. Fólk sem þarf að kljást við alvarleg veikindi er alveg jafnhamingjusamt á góðu dögunum, eins og fullfrískt fólk—kannski ennþá hamingjusamara. Allt er afstætt, og fátt afstæðara heldur en hamingjan. Það er vitaskuld þetta sama sem útskýrir gleði Íslendinga yfir árangri fótboltalandsliðsins. Ekki er langt síðan knattspyrnulegur hápunktur Íslendinga var ólíklegt 1–1 jafntefli við Frakkland á Laugardalsvelli. Í mörg ár lifðum við sátt á þeim árangri og héldum að það yrði ekki toppað. Svo komst Ísland í 8-liða úrslit á EM 2016 og var það hinn óvænti kaldi bjór á þakinu í Shawshank fangelsinu. Nú gleðjumst við innilega yfir að hafa komist á HM og að hafa gert 1-1 jafntefli við Argentínu. En á meðan við gleðjumst yfir því sem okkur finnst stórt afrek eru Þjóðverjar niðurbrotnir yfir sambærilegum árangri. Allt er afstætt. Sólin kemur Og þannig verður það líka með næsta sólskinsdag á höfuðborgarsvæðinu. Ég hlakka meira til hans eftir því sem við upplifum fleiri súldir og skýföll. Á endanum kemur sólin, og eftir því sem hún lætur bíða lengur eftir sér þeim mun kátari verða íbúar höfuðborgarsvæðisins þegar hún loksins kemur fram. Það gerist nefnilega eitthvað magnað þessa fáu langþráðu blíðviðrisdaga á Íslandi. Við verðum eins og beljurnar að vori—hoppandi og skoppandi í allar áttir. Allir brosa og eru tillitssamir í umferðinni. Örgustu fúlmenni finna í sér mildustu hláturtaugar. Enginn getur verið reiður eða pirraður yfir nokkrum hlut og það er eins og einhverjum ólöglegum gleðiefnum hafi verið spreyjað út í andrúmsloftið. Það eru tilbreytingarnar sem gera dagana glaða. Dagleg drykkja á hágæðabjór úr míkróbrugghúsum rænir mann smám saman þeirri unun sem hægt er að njóta af volgum og vondum bjór eftir langan vinnudag. Stanslausar sigurgöngur íþróttaliða breyta þakklæti smám saman í heimtufrekju. Og meira að segja stöðug veðurblíða verður á endanum að þreytandi tilbreytingarlausri lognmollu. Það er því líklega hollast fyrir íbúa suðvesturhornsins að líta svo á að grámygla sumarsins hingað til sé bara undirbúningur fyrir sæludaginn þegar sólin kemur; að við séum að puða við að bera tjöru á þakið en eigum í vændum svalandi drykk með sólina á öxlunum og frelsisglampa í augunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Hvort skyldi nú vera betra að puða heilan dag í steikjandi hita og brennandi sól uppi á rykugu húsþaki við að bera á tjöru og leggja þaksteina og fá sér svo ískaldan bjór—eða sleppa öllu þessum bölvaða puði en teygja sig bara inn í ísskáp og fá sér einn ískaldan bjór úti á svölum? Þeir sem séð hafa myndina Shawshank Redemption vita svarið við þessari spurningu. Í þeirri mynd semur endurskoðandinn Andy Dufresne við fangelsisstjórann um að hjálpa honum að komast hjá greiðslu erfðafjárskatts gegn því að nokkrir samfangar hans fái að njóta þess að sötra bjór á húsþakinu, eins og frjálsir menn. Og hvort ætli fangarnir hafi glaðst yfir þessu? Nautn þeirra af bjórnum kalda var svo innileg, einföld og falleg að hún seytlar alla leið í gegnum skjáinn og inní gleðitaugar áhorfenda sem geta ekki annað en notið bjórsopans með þeim. „Þarna sátum við og drukkum með sólina á öxlunum eins og frjálsir menn,“ sagði Red, með rödd Morgans Freeman. Úti við vegg sat svo Andy sjálfur með friðsælt sigurbros á vör og ekki nokkur hlutur í veröldinni gat bætt við vellíðan hans, ekki einu sinni bjórinn sem samfangi hans reyndi að bera í hann.Merkilegur bjór En hvað var svona gott og merkilegt við þennan bjór? Þetta var örugglega ekki neinn sérstakur gæðabjór úr belgísku míkróbrugghúsi, eða íslenskur verðlaunabjór—heldur ábyggilega eitthvert amerískt stórmarkaðspiss, sennilega eitthvað Lite, sem ekki nokkur einasti bjórspekúlant með sjálfsvirðingu myndi fyrir sitt litla líf hleypa inn fyrir sínar vandlátu varir. En samt er þessi litli bjór, drukkinn við ömurlegar aðstæður, af skítugum og dæmdum mönnum í rifnum og óhreinum fötum, víðs fjarri öllum lystisemdum lífsins—án nokkurs vafa sá allra besti bjór af öllum þeim bjór sem nokkru sinni hefur verið drukkinn í bíómynd. Ekki einu sinni skrautlegustu kokteilar á svölustu þakbörum stórborga þar sem fyrirsætur og fjármálafurstar spóka sig snyrt og strokin undir taktföstum bassa fáguðustu raftónlistar komast nálægt þessum einfalda bjór. Fangarnir nutu bjórsins síns svona sérstaklega vel af því að þeir áttu það raunverulega skilið. Þeir höfðu erfiðað fyrir honum. Þeir nutu hans af því að nautnin var bæði óvænt og forboðin fyrir útlæga menn. En fyrst og fremst nutu þeir hans vegna þess að vellíðunarmunurinn er svo mikill á milli hinnar daglegu þjáningar og erfiðis tukthúslimsins og sælunnar að sitja í smástund eins og frjáls maður með kaldan bjór á húsþakinu. Afstæð hamingja Svona virkar mannskepnan. Vellíðan okkar lagar sig hratt að þeim veruleika sem veröldin býður okkur upp á. Sá sem kaupir sér ódýran nýjan bíl er alveg jafnglaður og sá sem kaupir sér dýran nýjan bíl; en þeir verða súrir sem þurfa að skipta úr góðum bíl í lélegri; jafnvel þótt sá lélegri sé í sjálfu sér stórgóður. Fólk sem þarf að kljást við alvarleg veikindi er alveg jafnhamingjusamt á góðu dögunum, eins og fullfrískt fólk—kannski ennþá hamingjusamara. Allt er afstætt, og fátt afstæðara heldur en hamingjan. Það er vitaskuld þetta sama sem útskýrir gleði Íslendinga yfir árangri fótboltalandsliðsins. Ekki er langt síðan knattspyrnulegur hápunktur Íslendinga var ólíklegt 1–1 jafntefli við Frakkland á Laugardalsvelli. Í mörg ár lifðum við sátt á þeim árangri og héldum að það yrði ekki toppað. Svo komst Ísland í 8-liða úrslit á EM 2016 og var það hinn óvænti kaldi bjór á þakinu í Shawshank fangelsinu. Nú gleðjumst við innilega yfir að hafa komist á HM og að hafa gert 1-1 jafntefli við Argentínu. En á meðan við gleðjumst yfir því sem okkur finnst stórt afrek eru Þjóðverjar niðurbrotnir yfir sambærilegum árangri. Allt er afstætt. Sólin kemur Og þannig verður það líka með næsta sólskinsdag á höfuðborgarsvæðinu. Ég hlakka meira til hans eftir því sem við upplifum fleiri súldir og skýföll. Á endanum kemur sólin, og eftir því sem hún lætur bíða lengur eftir sér þeim mun kátari verða íbúar höfuðborgarsvæðisins þegar hún loksins kemur fram. Það gerist nefnilega eitthvað magnað þessa fáu langþráðu blíðviðrisdaga á Íslandi. Við verðum eins og beljurnar að vori—hoppandi og skoppandi í allar áttir. Allir brosa og eru tillitssamir í umferðinni. Örgustu fúlmenni finna í sér mildustu hláturtaugar. Enginn getur verið reiður eða pirraður yfir nokkrum hlut og það er eins og einhverjum ólöglegum gleðiefnum hafi verið spreyjað út í andrúmsloftið. Það eru tilbreytingarnar sem gera dagana glaða. Dagleg drykkja á hágæðabjór úr míkróbrugghúsum rænir mann smám saman þeirri unun sem hægt er að njóta af volgum og vondum bjór eftir langan vinnudag. Stanslausar sigurgöngur íþróttaliða breyta þakklæti smám saman í heimtufrekju. Og meira að segja stöðug veðurblíða verður á endanum að þreytandi tilbreytingarlausri lognmollu. Það er því líklega hollast fyrir íbúa suðvesturhornsins að líta svo á að grámygla sumarsins hingað til sé bara undirbúningur fyrir sæludaginn þegar sólin kemur; að við séum að puða við að bera tjöru á þakið en eigum í vændum svalandi drykk með sólina á öxlunum og frelsisglampa í augunum.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun