Að eignast barn á að vera spennandi og skemmtilegur tími Steinunn Helga Sigurðardóttir skrifar 28. júní 2018 22:43 Sem ein af þeim konum sem á að fæða barn í júlí, þá langar mig bara að koma á framfæri óánægju minni með viðbragðsáætlun LSH og samninganefnd ríkisins. Þið getið gert betur! Hvernig á ég að vera fullviss um að öryggi mitt og ófæddrar dóttur minnar sé ekki stofnað í hættu? Bara afþví að einhverjum toppum í einhverri stjórn finnst greinilega ekki nógu merkilegt að vinna við að hjálpa næstu kynslóð á öruggan hátt í heiminn? Maður fær náttúrulega bara há laun ef maður vinnur við peninga eða við að mæta á fundi.. Á ég kannski að þurfa að borga einhverri ljósmóður sem ég þekki til að veita manni þá þjónustu sem maður þarf? Nei bíddu... ég er bara hjúkka, föst undir gerðardómi og þá á maður ekki þannig aur. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Hvað þarf að gerast til að konur, sem sinna bara konum og börnum fái sanngjörn laun sem endurspegla menntun og þá ábyrgð sem þær bera. Mundi karlmaður í þessari stöðu fá sömu laun? Eða væri kannski hægt að gera aðeins vel við hann. Ef ljósmæður væru eingöngu að sinna varnarlausum karlmönnum, mundi þá vera gert betur við þær? Feðraveldið er alveg að ná nýjum hæðum hérna. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Ég las viðbragðsáætlun LSH útaf þessu máli. Lokum 5 plássum á sængurlegunni! Beinum konum og nýburum annað! Í alvöru? Það eru ekki aukinn stöðugildi eða fleiri ráðnir inn á Akureyri eða Akranesi til að bæta ástandið. Afhverju eiga þessar stofnanir að ráða við aukið álag ? Ljósmæðurnar á þessum heilbrigðisstofnunum og heilsugæslunni eru með alveg jafn slæma samninga..... Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Eins og margar þungaðar konur, þá er ég skráð í bumbuhóp á facebook. Bumbuhóp fyrir konur sem eiga að fæða börnin sín í Júlí 2018. Það er óhætt að segja að þar sé mikil ólga og yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra séu farnar að valda verðandi mæðrum miklum kvíða og vanlíðan. Verðandi mæður eru á nálum, þar sem júlímánuður mun ekki bitna á stjórnvöldum... ekki á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðissráðherra eða samninganefnd ríkisins. Ljósmæðraskortur bitnar á okkur og ófæddum börnum sem eiga rétt á því að fá faglega og fullnægjandi þjónustu, bæði í og eftir fæðingu. Þegar ljósmæður hófu sína kjarabaráttu þá stóð ég í þeirri trú að þetta mundi allt blessast. Ég hafði ekki trú á því að ríkissáttarsemjari og stjórnvöld myndu leyfa þessu að ganga svona langt. Þvílík vanvirðing sem þunguðum konum er sýnd með því að leyfa ástandinu að fara út fyrir öll velsæmismörk. Eftir nokkra daga þá hætta að minnsta kosti 19 ljósmæður og fleiri eru að bætast hratt í hópinn. Ekki nóg með það heldur er yfirvofandi verkfall um miðjan júlímánuð. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Núna bíð ég eftir að dóttir mín fæðist. Settur fæðingardagur er um miðjan júlí, sem þýðir að ég er komin 37 vikur á leið. Mikið vildi ég óska þess að ég gæti platað fæðingarlækni til að skrifa upp á gangsetningu bara strax í gær. En svo gott er það ekki. Ég fæ að bíða eftir júlí. Júlímánuður sem er farinn að vera ógnvekjandi og streituvaldandi tími sem er handan við hornið. Mikið rosalega öfunda ég þær konur sem náðu að eiga sitt barn í júní. Ég vonaði að ég yrði ein af þeirra, en svo virðist ekki ætla að vera. Þannig núna þarf bara að krossa fingur og vona að samningar náist, krossa fingur um að komið verði fram við ljósmæður með þeirri virðingu sem þær eiga skilið. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Sem ein af þeim konum sem á að fæða barn í júlí, þá langar mig bara að koma á framfæri óánægju minni með viðbragðsáætlun LSH og samninganefnd ríkisins. Þið getið gert betur! Hvernig á ég að vera fullviss um að öryggi mitt og ófæddrar dóttur minnar sé ekki stofnað í hættu? Bara afþví að einhverjum toppum í einhverri stjórn finnst greinilega ekki nógu merkilegt að vinna við að hjálpa næstu kynslóð á öruggan hátt í heiminn? Maður fær náttúrulega bara há laun ef maður vinnur við peninga eða við að mæta á fundi.. Á ég kannski að þurfa að borga einhverri ljósmóður sem ég þekki til að veita manni þá þjónustu sem maður þarf? Nei bíddu... ég er bara hjúkka, föst undir gerðardómi og þá á maður ekki þannig aur. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Hvað þarf að gerast til að konur, sem sinna bara konum og börnum fái sanngjörn laun sem endurspegla menntun og þá ábyrgð sem þær bera. Mundi karlmaður í þessari stöðu fá sömu laun? Eða væri kannski hægt að gera aðeins vel við hann. Ef ljósmæður væru eingöngu að sinna varnarlausum karlmönnum, mundi þá vera gert betur við þær? Feðraveldið er alveg að ná nýjum hæðum hérna. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Ég las viðbragðsáætlun LSH útaf þessu máli. Lokum 5 plássum á sængurlegunni! Beinum konum og nýburum annað! Í alvöru? Það eru ekki aukinn stöðugildi eða fleiri ráðnir inn á Akureyri eða Akranesi til að bæta ástandið. Afhverju eiga þessar stofnanir að ráða við aukið álag ? Ljósmæðurnar á þessum heilbrigðisstofnunum og heilsugæslunni eru með alveg jafn slæma samninga..... Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Eins og margar þungaðar konur, þá er ég skráð í bumbuhóp á facebook. Bumbuhóp fyrir konur sem eiga að fæða börnin sín í Júlí 2018. Það er óhætt að segja að þar sé mikil ólga og yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra séu farnar að valda verðandi mæðrum miklum kvíða og vanlíðan. Verðandi mæður eru á nálum, þar sem júlímánuður mun ekki bitna á stjórnvöldum... ekki á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðissráðherra eða samninganefnd ríkisins. Ljósmæðraskortur bitnar á okkur og ófæddum börnum sem eiga rétt á því að fá faglega og fullnægjandi þjónustu, bæði í og eftir fæðingu. Þegar ljósmæður hófu sína kjarabaráttu þá stóð ég í þeirri trú að þetta mundi allt blessast. Ég hafði ekki trú á því að ríkissáttarsemjari og stjórnvöld myndu leyfa þessu að ganga svona langt. Þvílík vanvirðing sem þunguðum konum er sýnd með því að leyfa ástandinu að fara út fyrir öll velsæmismörk. Eftir nokkra daga þá hætta að minnsta kosti 19 ljósmæður og fleiri eru að bætast hratt í hópinn. Ekki nóg með það heldur er yfirvofandi verkfall um miðjan júlímánuð. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Núna bíð ég eftir að dóttir mín fæðist. Settur fæðingardagur er um miðjan júlí, sem þýðir að ég er komin 37 vikur á leið. Mikið vildi ég óska þess að ég gæti platað fæðingarlækni til að skrifa upp á gangsetningu bara strax í gær. En svo gott er það ekki. Ég fæ að bíða eftir júlí. Júlímánuður sem er farinn að vera ógnvekjandi og streituvaldandi tími sem er handan við hornið. Mikið rosalega öfunda ég þær konur sem náðu að eiga sitt barn í júní. Ég vonaði að ég yrði ein af þeirra, en svo virðist ekki ætla að vera. Þannig núna þarf bara að krossa fingur og vona að samningar náist, krossa fingur um að komið verði fram við ljósmæður með þeirri virðingu sem þær eiga skilið. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður!
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun