Að eignast barn á að vera spennandi og skemmtilegur tími Steinunn Helga Sigurðardóttir skrifar 28. júní 2018 22:43 Sem ein af þeim konum sem á að fæða barn í júlí, þá langar mig bara að koma á framfæri óánægju minni með viðbragðsáætlun LSH og samninganefnd ríkisins. Þið getið gert betur! Hvernig á ég að vera fullviss um að öryggi mitt og ófæddrar dóttur minnar sé ekki stofnað í hættu? Bara afþví að einhverjum toppum í einhverri stjórn finnst greinilega ekki nógu merkilegt að vinna við að hjálpa næstu kynslóð á öruggan hátt í heiminn? Maður fær náttúrulega bara há laun ef maður vinnur við peninga eða við að mæta á fundi.. Á ég kannski að þurfa að borga einhverri ljósmóður sem ég þekki til að veita manni þá þjónustu sem maður þarf? Nei bíddu... ég er bara hjúkka, föst undir gerðardómi og þá á maður ekki þannig aur. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Hvað þarf að gerast til að konur, sem sinna bara konum og börnum fái sanngjörn laun sem endurspegla menntun og þá ábyrgð sem þær bera. Mundi karlmaður í þessari stöðu fá sömu laun? Eða væri kannski hægt að gera aðeins vel við hann. Ef ljósmæður væru eingöngu að sinna varnarlausum karlmönnum, mundi þá vera gert betur við þær? Feðraveldið er alveg að ná nýjum hæðum hérna. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Ég las viðbragðsáætlun LSH útaf þessu máli. Lokum 5 plássum á sængurlegunni! Beinum konum og nýburum annað! Í alvöru? Það eru ekki aukinn stöðugildi eða fleiri ráðnir inn á Akureyri eða Akranesi til að bæta ástandið. Afhverju eiga þessar stofnanir að ráða við aukið álag ? Ljósmæðurnar á þessum heilbrigðisstofnunum og heilsugæslunni eru með alveg jafn slæma samninga..... Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Eins og margar þungaðar konur, þá er ég skráð í bumbuhóp á facebook. Bumbuhóp fyrir konur sem eiga að fæða börnin sín í Júlí 2018. Það er óhætt að segja að þar sé mikil ólga og yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra séu farnar að valda verðandi mæðrum miklum kvíða og vanlíðan. Verðandi mæður eru á nálum, þar sem júlímánuður mun ekki bitna á stjórnvöldum... ekki á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðissráðherra eða samninganefnd ríkisins. Ljósmæðraskortur bitnar á okkur og ófæddum börnum sem eiga rétt á því að fá faglega og fullnægjandi þjónustu, bæði í og eftir fæðingu. Þegar ljósmæður hófu sína kjarabaráttu þá stóð ég í þeirri trú að þetta mundi allt blessast. Ég hafði ekki trú á því að ríkissáttarsemjari og stjórnvöld myndu leyfa þessu að ganga svona langt. Þvílík vanvirðing sem þunguðum konum er sýnd með því að leyfa ástandinu að fara út fyrir öll velsæmismörk. Eftir nokkra daga þá hætta að minnsta kosti 19 ljósmæður og fleiri eru að bætast hratt í hópinn. Ekki nóg með það heldur er yfirvofandi verkfall um miðjan júlímánuð. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Núna bíð ég eftir að dóttir mín fæðist. Settur fæðingardagur er um miðjan júlí, sem þýðir að ég er komin 37 vikur á leið. Mikið vildi ég óska þess að ég gæti platað fæðingarlækni til að skrifa upp á gangsetningu bara strax í gær. En svo gott er það ekki. Ég fæ að bíða eftir júlí. Júlímánuður sem er farinn að vera ógnvekjandi og streituvaldandi tími sem er handan við hornið. Mikið rosalega öfunda ég þær konur sem náðu að eiga sitt barn í júní. Ég vonaði að ég yrði ein af þeirra, en svo virðist ekki ætla að vera. Þannig núna þarf bara að krossa fingur og vona að samningar náist, krossa fingur um að komið verði fram við ljósmæður með þeirri virðingu sem þær eiga skilið. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Sem ein af þeim konum sem á að fæða barn í júlí, þá langar mig bara að koma á framfæri óánægju minni með viðbragðsáætlun LSH og samninganefnd ríkisins. Þið getið gert betur! Hvernig á ég að vera fullviss um að öryggi mitt og ófæddrar dóttur minnar sé ekki stofnað í hættu? Bara afþví að einhverjum toppum í einhverri stjórn finnst greinilega ekki nógu merkilegt að vinna við að hjálpa næstu kynslóð á öruggan hátt í heiminn? Maður fær náttúrulega bara há laun ef maður vinnur við peninga eða við að mæta á fundi.. Á ég kannski að þurfa að borga einhverri ljósmóður sem ég þekki til að veita manni þá þjónustu sem maður þarf? Nei bíddu... ég er bara hjúkka, föst undir gerðardómi og þá á maður ekki þannig aur. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Hvað þarf að gerast til að konur, sem sinna bara konum og börnum fái sanngjörn laun sem endurspegla menntun og þá ábyrgð sem þær bera. Mundi karlmaður í þessari stöðu fá sömu laun? Eða væri kannski hægt að gera aðeins vel við hann. Ef ljósmæður væru eingöngu að sinna varnarlausum karlmönnum, mundi þá vera gert betur við þær? Feðraveldið er alveg að ná nýjum hæðum hérna. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Ég las viðbragðsáætlun LSH útaf þessu máli. Lokum 5 plássum á sængurlegunni! Beinum konum og nýburum annað! Í alvöru? Það eru ekki aukinn stöðugildi eða fleiri ráðnir inn á Akureyri eða Akranesi til að bæta ástandið. Afhverju eiga þessar stofnanir að ráða við aukið álag ? Ljósmæðurnar á þessum heilbrigðisstofnunum og heilsugæslunni eru með alveg jafn slæma samninga..... Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Eins og margar þungaðar konur, þá er ég skráð í bumbuhóp á facebook. Bumbuhóp fyrir konur sem eiga að fæða börnin sín í Júlí 2018. Það er óhætt að segja að þar sé mikil ólga og yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra séu farnar að valda verðandi mæðrum miklum kvíða og vanlíðan. Verðandi mæður eru á nálum, þar sem júlímánuður mun ekki bitna á stjórnvöldum... ekki á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðissráðherra eða samninganefnd ríkisins. Ljósmæðraskortur bitnar á okkur og ófæddum börnum sem eiga rétt á því að fá faglega og fullnægjandi þjónustu, bæði í og eftir fæðingu. Þegar ljósmæður hófu sína kjarabaráttu þá stóð ég í þeirri trú að þetta mundi allt blessast. Ég hafði ekki trú á því að ríkissáttarsemjari og stjórnvöld myndu leyfa þessu að ganga svona langt. Þvílík vanvirðing sem þunguðum konum er sýnd með því að leyfa ástandinu að fara út fyrir öll velsæmismörk. Eftir nokkra daga þá hætta að minnsta kosti 19 ljósmæður og fleiri eru að bætast hratt í hópinn. Ekki nóg með það heldur er yfirvofandi verkfall um miðjan júlímánuð. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Núna bíð ég eftir að dóttir mín fæðist. Settur fæðingardagur er um miðjan júlí, sem þýðir að ég er komin 37 vikur á leið. Mikið vildi ég óska þess að ég gæti platað fæðingarlækni til að skrifa upp á gangsetningu bara strax í gær. En svo gott er það ekki. Ég fæ að bíða eftir júlí. Júlímánuður sem er farinn að vera ógnvekjandi og streituvaldandi tími sem er handan við hornið. Mikið rosalega öfunda ég þær konur sem náðu að eiga sitt barn í júní. Ég vonaði að ég yrði ein af þeirra, en svo virðist ekki ætla að vera. Þannig núna þarf bara að krossa fingur og vona að samningar náist, krossa fingur um að komið verði fram við ljósmæður með þeirri virðingu sem þær eiga skilið. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður!
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun