Að eignast barn á að vera spennandi og skemmtilegur tími Steinunn Helga Sigurðardóttir skrifar 28. júní 2018 22:43 Sem ein af þeim konum sem á að fæða barn í júlí, þá langar mig bara að koma á framfæri óánægju minni með viðbragðsáætlun LSH og samninganefnd ríkisins. Þið getið gert betur! Hvernig á ég að vera fullviss um að öryggi mitt og ófæddrar dóttur minnar sé ekki stofnað í hættu? Bara afþví að einhverjum toppum í einhverri stjórn finnst greinilega ekki nógu merkilegt að vinna við að hjálpa næstu kynslóð á öruggan hátt í heiminn? Maður fær náttúrulega bara há laun ef maður vinnur við peninga eða við að mæta á fundi.. Á ég kannski að þurfa að borga einhverri ljósmóður sem ég þekki til að veita manni þá þjónustu sem maður þarf? Nei bíddu... ég er bara hjúkka, föst undir gerðardómi og þá á maður ekki þannig aur. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Hvað þarf að gerast til að konur, sem sinna bara konum og börnum fái sanngjörn laun sem endurspegla menntun og þá ábyrgð sem þær bera. Mundi karlmaður í þessari stöðu fá sömu laun? Eða væri kannski hægt að gera aðeins vel við hann. Ef ljósmæður væru eingöngu að sinna varnarlausum karlmönnum, mundi þá vera gert betur við þær? Feðraveldið er alveg að ná nýjum hæðum hérna. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Ég las viðbragðsáætlun LSH útaf þessu máli. Lokum 5 plássum á sængurlegunni! Beinum konum og nýburum annað! Í alvöru? Það eru ekki aukinn stöðugildi eða fleiri ráðnir inn á Akureyri eða Akranesi til að bæta ástandið. Afhverju eiga þessar stofnanir að ráða við aukið álag ? Ljósmæðurnar á þessum heilbrigðisstofnunum og heilsugæslunni eru með alveg jafn slæma samninga..... Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Eins og margar þungaðar konur, þá er ég skráð í bumbuhóp á facebook. Bumbuhóp fyrir konur sem eiga að fæða börnin sín í Júlí 2018. Það er óhætt að segja að þar sé mikil ólga og yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra séu farnar að valda verðandi mæðrum miklum kvíða og vanlíðan. Verðandi mæður eru á nálum, þar sem júlímánuður mun ekki bitna á stjórnvöldum... ekki á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðissráðherra eða samninganefnd ríkisins. Ljósmæðraskortur bitnar á okkur og ófæddum börnum sem eiga rétt á því að fá faglega og fullnægjandi þjónustu, bæði í og eftir fæðingu. Þegar ljósmæður hófu sína kjarabaráttu þá stóð ég í þeirri trú að þetta mundi allt blessast. Ég hafði ekki trú á því að ríkissáttarsemjari og stjórnvöld myndu leyfa þessu að ganga svona langt. Þvílík vanvirðing sem þunguðum konum er sýnd með því að leyfa ástandinu að fara út fyrir öll velsæmismörk. Eftir nokkra daga þá hætta að minnsta kosti 19 ljósmæður og fleiri eru að bætast hratt í hópinn. Ekki nóg með það heldur er yfirvofandi verkfall um miðjan júlímánuð. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Núna bíð ég eftir að dóttir mín fæðist. Settur fæðingardagur er um miðjan júlí, sem þýðir að ég er komin 37 vikur á leið. Mikið vildi ég óska þess að ég gæti platað fæðingarlækni til að skrifa upp á gangsetningu bara strax í gær. En svo gott er það ekki. Ég fæ að bíða eftir júlí. Júlímánuður sem er farinn að vera ógnvekjandi og streituvaldandi tími sem er handan við hornið. Mikið rosalega öfunda ég þær konur sem náðu að eiga sitt barn í júní. Ég vonaði að ég yrði ein af þeirra, en svo virðist ekki ætla að vera. Þannig núna þarf bara að krossa fingur og vona að samningar náist, krossa fingur um að komið verði fram við ljósmæður með þeirri virðingu sem þær eiga skilið. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Sem ein af þeim konum sem á að fæða barn í júlí, þá langar mig bara að koma á framfæri óánægju minni með viðbragðsáætlun LSH og samninganefnd ríkisins. Þið getið gert betur! Hvernig á ég að vera fullviss um að öryggi mitt og ófæddrar dóttur minnar sé ekki stofnað í hættu? Bara afþví að einhverjum toppum í einhverri stjórn finnst greinilega ekki nógu merkilegt að vinna við að hjálpa næstu kynslóð á öruggan hátt í heiminn? Maður fær náttúrulega bara há laun ef maður vinnur við peninga eða við að mæta á fundi.. Á ég kannski að þurfa að borga einhverri ljósmóður sem ég þekki til að veita manni þá þjónustu sem maður þarf? Nei bíddu... ég er bara hjúkka, föst undir gerðardómi og þá á maður ekki þannig aur. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Hvað þarf að gerast til að konur, sem sinna bara konum og börnum fái sanngjörn laun sem endurspegla menntun og þá ábyrgð sem þær bera. Mundi karlmaður í þessari stöðu fá sömu laun? Eða væri kannski hægt að gera aðeins vel við hann. Ef ljósmæður væru eingöngu að sinna varnarlausum karlmönnum, mundi þá vera gert betur við þær? Feðraveldið er alveg að ná nýjum hæðum hérna. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Ég las viðbragðsáætlun LSH útaf þessu máli. Lokum 5 plássum á sængurlegunni! Beinum konum og nýburum annað! Í alvöru? Það eru ekki aukinn stöðugildi eða fleiri ráðnir inn á Akureyri eða Akranesi til að bæta ástandið. Afhverju eiga þessar stofnanir að ráða við aukið álag ? Ljósmæðurnar á þessum heilbrigðisstofnunum og heilsugæslunni eru með alveg jafn slæma samninga..... Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Eins og margar þungaðar konur, þá er ég skráð í bumbuhóp á facebook. Bumbuhóp fyrir konur sem eiga að fæða börnin sín í Júlí 2018. Það er óhætt að segja að þar sé mikil ólga og yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra séu farnar að valda verðandi mæðrum miklum kvíða og vanlíðan. Verðandi mæður eru á nálum, þar sem júlímánuður mun ekki bitna á stjórnvöldum... ekki á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðissráðherra eða samninganefnd ríkisins. Ljósmæðraskortur bitnar á okkur og ófæddum börnum sem eiga rétt á því að fá faglega og fullnægjandi þjónustu, bæði í og eftir fæðingu. Þegar ljósmæður hófu sína kjarabaráttu þá stóð ég í þeirri trú að þetta mundi allt blessast. Ég hafði ekki trú á því að ríkissáttarsemjari og stjórnvöld myndu leyfa þessu að ganga svona langt. Þvílík vanvirðing sem þunguðum konum er sýnd með því að leyfa ástandinu að fara út fyrir öll velsæmismörk. Eftir nokkra daga þá hætta að minnsta kosti 19 ljósmæður og fleiri eru að bætast hratt í hópinn. Ekki nóg með það heldur er yfirvofandi verkfall um miðjan júlímánuð. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Núna bíð ég eftir að dóttir mín fæðist. Settur fæðingardagur er um miðjan júlí, sem þýðir að ég er komin 37 vikur á leið. Mikið vildi ég óska þess að ég gæti platað fæðingarlækni til að skrifa upp á gangsetningu bara strax í gær. En svo gott er það ekki. Ég fæ að bíða eftir júlí. Júlímánuður sem er farinn að vera ógnvekjandi og streituvaldandi tími sem er handan við hornið. Mikið rosalega öfunda ég þær konur sem náðu að eiga sitt barn í júní. Ég vonaði að ég yrði ein af þeirra, en svo virðist ekki ætla að vera. Þannig núna þarf bara að krossa fingur og vona að samningar náist, krossa fingur um að komið verði fram við ljósmæður með þeirri virðingu sem þær eiga skilið. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður!
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun