Aukin plútónframleiðsla Norður-Kóreu sögð ótengd friðarumleitunum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 28. júní 2018 10:16 Norður-Kórea getur enn pússlað saman kjarnorkuvopnum þó að tilraunasvæðið sé ekki virkt Vísir/Getty Gervihnattamyndir sýna að ekkert hlé hefur orðið á kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu þrátt fyrir nýlegar friðarumleitanir. Enn er verið að auka getu til auðgun úrans og framleiðslu plútóns, sem þýðir að getan til framleiðslu kjarnavopna er í það minnsta óskert og fer sennilega vaxandi. Bandaríkjastjórn hefur sett algjöra kjarnorkuafvopnun sem skilyrði fyrir að aflétta viðskiptaþvingunum. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, tók í sama streng á leiðtogafundinum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Singapúr. Það hefur hins vegar lengi legið fyrir að Bandaríkin og Kim stjórnin skilgreina „algjöra kjarnorkuafvopnun“ með mismunandi hætti. Bandaríkjastjórn einblínir á vopnabúr Norður-Kóreu en þarlend stjórnvöld benda réttilega á að yfirgnæfandi meirihluti kjarnorkuvopna við Kóreuskaga eru bandarísk, meðal annars borin af kafbátum. Bandaríkjaher er einnig með umfangsmikla aðstöðu í Suður-Kóreu og Japan. Frá bæjardyrum Norður-Kóreu þarf að taka þetta allt með í reikninginn þegar talað er um algjöra kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Því var engu að síður tekið sem jákvæðu skrefi nú á dögunum þegar gervihnattamyndir sýndu að búið var að jafna við jörðu allar byggingar við einu kjarnorkutilraunastöð sem vitað er um í Norður-Kóreu. Svæðið virðist nú óvirkt. Það er hins vegar mikilvægt að gera greinarmun á eiginlegum kjarnorkutilraunum, þar sem raunveruleg kjarnorkusprengja er sprengd, og framleiðslu og þróun vopnanna. Þá er hægðarleikur að halda áfram að þróa og bæta þá tækni sem þarf til að framleiða kjarnavopn án þess að sprengja fleiri sprengjur. Sérfræðingar telja líklegt að vísindamenn í Norður-Kóreu séu búnir að læra mest allt sem hægt sé að læra af slíkum sprengingum hvort eð er og tilraunasvæðið hafði orðið fyrir miklum skemmdum eftir síðustu tilraunir. Nú sýna nýjustu gervihnattamyndir að enn er verið að stækka og betrumbæta kjarnorkuverið alræmda í Yongbyong. Það er uppspretta stórs hluta þeirra geislavirku efna sem notuð eru í vopnaframleiðslunni, þar á meðal plútóns. Sérfræðingar, sem greint hafa myndirnar, segja að búið sé að bæta við kælikerfi við kjarnakljúfinn sem framleiðir plútón. Þá hafa nokkrar nýjar byggingar risið á svæðinu. Fréttaskýrendur telja þó enga ástæðu til að tengja þessar framkvæmdir við nýjustu vendingar í friðarumleitunum. Kjarnorkuvísindamenn muni bara halda áfram að vinna sínu vinnu þar til þeir fái boð um annað að ofan. Ekkert slíkt boð sé hins vegar á leiðinni fyrr en einhver áþreifanlegur árangur náist í friðarviðræðum og því eðlilegt að kjarnorkuáætlunin haldi áfram um sinn. Það sýnir hins vegar einhug hinna fjársveltu stjórnvalda í Pyongyang að umfang áætlunarinnar er enn að aukast þrátt fyrir mikinn tilkostnað. Tengdar fréttir Neikvæður áróður Norður-Kóreu horfinn eins og dögg fyrir maísólu Áróður norður-kóreskra yfirvalda hefur tekið stakkaskiptum eftir friðarumleitanir síðustu vikna. 23. júní 2018 20:15 Halda áfram uppbyggingu kjarnorkuvers þrátt fyrir loforð um afvopnun Norður Kóreumenn halda áfram uppbyggingu kjarnorkuversins í Yongbyun. 27. júní 2018 14:45 Norður Kórea hættir við árlega mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum Aflýsing mótmælagöngu Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum er talin gott tákn fyrir samband þjóðanna. 25. júní 2018 12:31 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Sjá meira
Gervihnattamyndir sýna að ekkert hlé hefur orðið á kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu þrátt fyrir nýlegar friðarumleitanir. Enn er verið að auka getu til auðgun úrans og framleiðslu plútóns, sem þýðir að getan til framleiðslu kjarnavopna er í það minnsta óskert og fer sennilega vaxandi. Bandaríkjastjórn hefur sett algjöra kjarnorkuafvopnun sem skilyrði fyrir að aflétta viðskiptaþvingunum. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, tók í sama streng á leiðtogafundinum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Singapúr. Það hefur hins vegar lengi legið fyrir að Bandaríkin og Kim stjórnin skilgreina „algjöra kjarnorkuafvopnun“ með mismunandi hætti. Bandaríkjastjórn einblínir á vopnabúr Norður-Kóreu en þarlend stjórnvöld benda réttilega á að yfirgnæfandi meirihluti kjarnorkuvopna við Kóreuskaga eru bandarísk, meðal annars borin af kafbátum. Bandaríkjaher er einnig með umfangsmikla aðstöðu í Suður-Kóreu og Japan. Frá bæjardyrum Norður-Kóreu þarf að taka þetta allt með í reikninginn þegar talað er um algjöra kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Því var engu að síður tekið sem jákvæðu skrefi nú á dögunum þegar gervihnattamyndir sýndu að búið var að jafna við jörðu allar byggingar við einu kjarnorkutilraunastöð sem vitað er um í Norður-Kóreu. Svæðið virðist nú óvirkt. Það er hins vegar mikilvægt að gera greinarmun á eiginlegum kjarnorkutilraunum, þar sem raunveruleg kjarnorkusprengja er sprengd, og framleiðslu og þróun vopnanna. Þá er hægðarleikur að halda áfram að þróa og bæta þá tækni sem þarf til að framleiða kjarnavopn án þess að sprengja fleiri sprengjur. Sérfræðingar telja líklegt að vísindamenn í Norður-Kóreu séu búnir að læra mest allt sem hægt sé að læra af slíkum sprengingum hvort eð er og tilraunasvæðið hafði orðið fyrir miklum skemmdum eftir síðustu tilraunir. Nú sýna nýjustu gervihnattamyndir að enn er verið að stækka og betrumbæta kjarnorkuverið alræmda í Yongbyong. Það er uppspretta stórs hluta þeirra geislavirku efna sem notuð eru í vopnaframleiðslunni, þar á meðal plútóns. Sérfræðingar, sem greint hafa myndirnar, segja að búið sé að bæta við kælikerfi við kjarnakljúfinn sem framleiðir plútón. Þá hafa nokkrar nýjar byggingar risið á svæðinu. Fréttaskýrendur telja þó enga ástæðu til að tengja þessar framkvæmdir við nýjustu vendingar í friðarumleitunum. Kjarnorkuvísindamenn muni bara halda áfram að vinna sínu vinnu þar til þeir fái boð um annað að ofan. Ekkert slíkt boð sé hins vegar á leiðinni fyrr en einhver áþreifanlegur árangur náist í friðarviðræðum og því eðlilegt að kjarnorkuáætlunin haldi áfram um sinn. Það sýnir hins vegar einhug hinna fjársveltu stjórnvalda í Pyongyang að umfang áætlunarinnar er enn að aukast þrátt fyrir mikinn tilkostnað.
Tengdar fréttir Neikvæður áróður Norður-Kóreu horfinn eins og dögg fyrir maísólu Áróður norður-kóreskra yfirvalda hefur tekið stakkaskiptum eftir friðarumleitanir síðustu vikna. 23. júní 2018 20:15 Halda áfram uppbyggingu kjarnorkuvers þrátt fyrir loforð um afvopnun Norður Kóreumenn halda áfram uppbyggingu kjarnorkuversins í Yongbyun. 27. júní 2018 14:45 Norður Kórea hættir við árlega mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum Aflýsing mótmælagöngu Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum er talin gott tákn fyrir samband þjóðanna. 25. júní 2018 12:31 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Sjá meira
Neikvæður áróður Norður-Kóreu horfinn eins og dögg fyrir maísólu Áróður norður-kóreskra yfirvalda hefur tekið stakkaskiptum eftir friðarumleitanir síðustu vikna. 23. júní 2018 20:15
Halda áfram uppbyggingu kjarnorkuvers þrátt fyrir loforð um afvopnun Norður Kóreumenn halda áfram uppbyggingu kjarnorkuversins í Yongbyun. 27. júní 2018 14:45
Norður Kórea hættir við árlega mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum Aflýsing mótmælagöngu Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum er talin gott tákn fyrir samband þjóðanna. 25. júní 2018 12:31
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent