Aukin plútónframleiðsla Norður-Kóreu sögð ótengd friðarumleitunum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 28. júní 2018 10:16 Norður-Kórea getur enn pússlað saman kjarnorkuvopnum þó að tilraunasvæðið sé ekki virkt Vísir/Getty Gervihnattamyndir sýna að ekkert hlé hefur orðið á kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu þrátt fyrir nýlegar friðarumleitanir. Enn er verið að auka getu til auðgun úrans og framleiðslu plútóns, sem þýðir að getan til framleiðslu kjarnavopna er í það minnsta óskert og fer sennilega vaxandi. Bandaríkjastjórn hefur sett algjöra kjarnorkuafvopnun sem skilyrði fyrir að aflétta viðskiptaþvingunum. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, tók í sama streng á leiðtogafundinum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Singapúr. Það hefur hins vegar lengi legið fyrir að Bandaríkin og Kim stjórnin skilgreina „algjöra kjarnorkuafvopnun“ með mismunandi hætti. Bandaríkjastjórn einblínir á vopnabúr Norður-Kóreu en þarlend stjórnvöld benda réttilega á að yfirgnæfandi meirihluti kjarnorkuvopna við Kóreuskaga eru bandarísk, meðal annars borin af kafbátum. Bandaríkjaher er einnig með umfangsmikla aðstöðu í Suður-Kóreu og Japan. Frá bæjardyrum Norður-Kóreu þarf að taka þetta allt með í reikninginn þegar talað er um algjöra kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Því var engu að síður tekið sem jákvæðu skrefi nú á dögunum þegar gervihnattamyndir sýndu að búið var að jafna við jörðu allar byggingar við einu kjarnorkutilraunastöð sem vitað er um í Norður-Kóreu. Svæðið virðist nú óvirkt. Það er hins vegar mikilvægt að gera greinarmun á eiginlegum kjarnorkutilraunum, þar sem raunveruleg kjarnorkusprengja er sprengd, og framleiðslu og þróun vopnanna. Þá er hægðarleikur að halda áfram að þróa og bæta þá tækni sem þarf til að framleiða kjarnavopn án þess að sprengja fleiri sprengjur. Sérfræðingar telja líklegt að vísindamenn í Norður-Kóreu séu búnir að læra mest allt sem hægt sé að læra af slíkum sprengingum hvort eð er og tilraunasvæðið hafði orðið fyrir miklum skemmdum eftir síðustu tilraunir. Nú sýna nýjustu gervihnattamyndir að enn er verið að stækka og betrumbæta kjarnorkuverið alræmda í Yongbyong. Það er uppspretta stórs hluta þeirra geislavirku efna sem notuð eru í vopnaframleiðslunni, þar á meðal plútóns. Sérfræðingar, sem greint hafa myndirnar, segja að búið sé að bæta við kælikerfi við kjarnakljúfinn sem framleiðir plútón. Þá hafa nokkrar nýjar byggingar risið á svæðinu. Fréttaskýrendur telja þó enga ástæðu til að tengja þessar framkvæmdir við nýjustu vendingar í friðarumleitunum. Kjarnorkuvísindamenn muni bara halda áfram að vinna sínu vinnu þar til þeir fái boð um annað að ofan. Ekkert slíkt boð sé hins vegar á leiðinni fyrr en einhver áþreifanlegur árangur náist í friðarviðræðum og því eðlilegt að kjarnorkuáætlunin haldi áfram um sinn. Það sýnir hins vegar einhug hinna fjársveltu stjórnvalda í Pyongyang að umfang áætlunarinnar er enn að aukast þrátt fyrir mikinn tilkostnað. Tengdar fréttir Neikvæður áróður Norður-Kóreu horfinn eins og dögg fyrir maísólu Áróður norður-kóreskra yfirvalda hefur tekið stakkaskiptum eftir friðarumleitanir síðustu vikna. 23. júní 2018 20:15 Halda áfram uppbyggingu kjarnorkuvers þrátt fyrir loforð um afvopnun Norður Kóreumenn halda áfram uppbyggingu kjarnorkuversins í Yongbyun. 27. júní 2018 14:45 Norður Kórea hættir við árlega mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum Aflýsing mótmælagöngu Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum er talin gott tákn fyrir samband þjóðanna. 25. júní 2018 12:31 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Gervihnattamyndir sýna að ekkert hlé hefur orðið á kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu þrátt fyrir nýlegar friðarumleitanir. Enn er verið að auka getu til auðgun úrans og framleiðslu plútóns, sem þýðir að getan til framleiðslu kjarnavopna er í það minnsta óskert og fer sennilega vaxandi. Bandaríkjastjórn hefur sett algjöra kjarnorkuafvopnun sem skilyrði fyrir að aflétta viðskiptaþvingunum. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, tók í sama streng á leiðtogafundinum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Singapúr. Það hefur hins vegar lengi legið fyrir að Bandaríkin og Kim stjórnin skilgreina „algjöra kjarnorkuafvopnun“ með mismunandi hætti. Bandaríkjastjórn einblínir á vopnabúr Norður-Kóreu en þarlend stjórnvöld benda réttilega á að yfirgnæfandi meirihluti kjarnorkuvopna við Kóreuskaga eru bandarísk, meðal annars borin af kafbátum. Bandaríkjaher er einnig með umfangsmikla aðstöðu í Suður-Kóreu og Japan. Frá bæjardyrum Norður-Kóreu þarf að taka þetta allt með í reikninginn þegar talað er um algjöra kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Því var engu að síður tekið sem jákvæðu skrefi nú á dögunum þegar gervihnattamyndir sýndu að búið var að jafna við jörðu allar byggingar við einu kjarnorkutilraunastöð sem vitað er um í Norður-Kóreu. Svæðið virðist nú óvirkt. Það er hins vegar mikilvægt að gera greinarmun á eiginlegum kjarnorkutilraunum, þar sem raunveruleg kjarnorkusprengja er sprengd, og framleiðslu og þróun vopnanna. Þá er hægðarleikur að halda áfram að þróa og bæta þá tækni sem þarf til að framleiða kjarnavopn án þess að sprengja fleiri sprengjur. Sérfræðingar telja líklegt að vísindamenn í Norður-Kóreu séu búnir að læra mest allt sem hægt sé að læra af slíkum sprengingum hvort eð er og tilraunasvæðið hafði orðið fyrir miklum skemmdum eftir síðustu tilraunir. Nú sýna nýjustu gervihnattamyndir að enn er verið að stækka og betrumbæta kjarnorkuverið alræmda í Yongbyong. Það er uppspretta stórs hluta þeirra geislavirku efna sem notuð eru í vopnaframleiðslunni, þar á meðal plútóns. Sérfræðingar, sem greint hafa myndirnar, segja að búið sé að bæta við kælikerfi við kjarnakljúfinn sem framleiðir plútón. Þá hafa nokkrar nýjar byggingar risið á svæðinu. Fréttaskýrendur telja þó enga ástæðu til að tengja þessar framkvæmdir við nýjustu vendingar í friðarumleitunum. Kjarnorkuvísindamenn muni bara halda áfram að vinna sínu vinnu þar til þeir fái boð um annað að ofan. Ekkert slíkt boð sé hins vegar á leiðinni fyrr en einhver áþreifanlegur árangur náist í friðarviðræðum og því eðlilegt að kjarnorkuáætlunin haldi áfram um sinn. Það sýnir hins vegar einhug hinna fjársveltu stjórnvalda í Pyongyang að umfang áætlunarinnar er enn að aukast þrátt fyrir mikinn tilkostnað.
Tengdar fréttir Neikvæður áróður Norður-Kóreu horfinn eins og dögg fyrir maísólu Áróður norður-kóreskra yfirvalda hefur tekið stakkaskiptum eftir friðarumleitanir síðustu vikna. 23. júní 2018 20:15 Halda áfram uppbyggingu kjarnorkuvers þrátt fyrir loforð um afvopnun Norður Kóreumenn halda áfram uppbyggingu kjarnorkuversins í Yongbyun. 27. júní 2018 14:45 Norður Kórea hættir við árlega mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum Aflýsing mótmælagöngu Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum er talin gott tákn fyrir samband þjóðanna. 25. júní 2018 12:31 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Neikvæður áróður Norður-Kóreu horfinn eins og dögg fyrir maísólu Áróður norður-kóreskra yfirvalda hefur tekið stakkaskiptum eftir friðarumleitanir síðustu vikna. 23. júní 2018 20:15
Halda áfram uppbyggingu kjarnorkuvers þrátt fyrir loforð um afvopnun Norður Kóreumenn halda áfram uppbyggingu kjarnorkuversins í Yongbyun. 27. júní 2018 14:45
Norður Kórea hættir við árlega mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum Aflýsing mótmælagöngu Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum er talin gott tákn fyrir samband þjóðanna. 25. júní 2018 12:31