Aukin plútónframleiðsla Norður-Kóreu sögð ótengd friðarumleitunum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 28. júní 2018 10:16 Norður-Kórea getur enn pússlað saman kjarnorkuvopnum þó að tilraunasvæðið sé ekki virkt Vísir/Getty Gervihnattamyndir sýna að ekkert hlé hefur orðið á kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu þrátt fyrir nýlegar friðarumleitanir. Enn er verið að auka getu til auðgun úrans og framleiðslu plútóns, sem þýðir að getan til framleiðslu kjarnavopna er í það minnsta óskert og fer sennilega vaxandi. Bandaríkjastjórn hefur sett algjöra kjarnorkuafvopnun sem skilyrði fyrir að aflétta viðskiptaþvingunum. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, tók í sama streng á leiðtogafundinum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Singapúr. Það hefur hins vegar lengi legið fyrir að Bandaríkin og Kim stjórnin skilgreina „algjöra kjarnorkuafvopnun“ með mismunandi hætti. Bandaríkjastjórn einblínir á vopnabúr Norður-Kóreu en þarlend stjórnvöld benda réttilega á að yfirgnæfandi meirihluti kjarnorkuvopna við Kóreuskaga eru bandarísk, meðal annars borin af kafbátum. Bandaríkjaher er einnig með umfangsmikla aðstöðu í Suður-Kóreu og Japan. Frá bæjardyrum Norður-Kóreu þarf að taka þetta allt með í reikninginn þegar talað er um algjöra kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Því var engu að síður tekið sem jákvæðu skrefi nú á dögunum þegar gervihnattamyndir sýndu að búið var að jafna við jörðu allar byggingar við einu kjarnorkutilraunastöð sem vitað er um í Norður-Kóreu. Svæðið virðist nú óvirkt. Það er hins vegar mikilvægt að gera greinarmun á eiginlegum kjarnorkutilraunum, þar sem raunveruleg kjarnorkusprengja er sprengd, og framleiðslu og þróun vopnanna. Þá er hægðarleikur að halda áfram að þróa og bæta þá tækni sem þarf til að framleiða kjarnavopn án þess að sprengja fleiri sprengjur. Sérfræðingar telja líklegt að vísindamenn í Norður-Kóreu séu búnir að læra mest allt sem hægt sé að læra af slíkum sprengingum hvort eð er og tilraunasvæðið hafði orðið fyrir miklum skemmdum eftir síðustu tilraunir. Nú sýna nýjustu gervihnattamyndir að enn er verið að stækka og betrumbæta kjarnorkuverið alræmda í Yongbyong. Það er uppspretta stórs hluta þeirra geislavirku efna sem notuð eru í vopnaframleiðslunni, þar á meðal plútóns. Sérfræðingar, sem greint hafa myndirnar, segja að búið sé að bæta við kælikerfi við kjarnakljúfinn sem framleiðir plútón. Þá hafa nokkrar nýjar byggingar risið á svæðinu. Fréttaskýrendur telja þó enga ástæðu til að tengja þessar framkvæmdir við nýjustu vendingar í friðarumleitunum. Kjarnorkuvísindamenn muni bara halda áfram að vinna sínu vinnu þar til þeir fái boð um annað að ofan. Ekkert slíkt boð sé hins vegar á leiðinni fyrr en einhver áþreifanlegur árangur náist í friðarviðræðum og því eðlilegt að kjarnorkuáætlunin haldi áfram um sinn. Það sýnir hins vegar einhug hinna fjársveltu stjórnvalda í Pyongyang að umfang áætlunarinnar er enn að aukast þrátt fyrir mikinn tilkostnað. Tengdar fréttir Neikvæður áróður Norður-Kóreu horfinn eins og dögg fyrir maísólu Áróður norður-kóreskra yfirvalda hefur tekið stakkaskiptum eftir friðarumleitanir síðustu vikna. 23. júní 2018 20:15 Halda áfram uppbyggingu kjarnorkuvers þrátt fyrir loforð um afvopnun Norður Kóreumenn halda áfram uppbyggingu kjarnorkuversins í Yongbyun. 27. júní 2018 14:45 Norður Kórea hættir við árlega mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum Aflýsing mótmælagöngu Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum er talin gott tákn fyrir samband þjóðanna. 25. júní 2018 12:31 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Gervihnattamyndir sýna að ekkert hlé hefur orðið á kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu þrátt fyrir nýlegar friðarumleitanir. Enn er verið að auka getu til auðgun úrans og framleiðslu plútóns, sem þýðir að getan til framleiðslu kjarnavopna er í það minnsta óskert og fer sennilega vaxandi. Bandaríkjastjórn hefur sett algjöra kjarnorkuafvopnun sem skilyrði fyrir að aflétta viðskiptaþvingunum. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, tók í sama streng á leiðtogafundinum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Singapúr. Það hefur hins vegar lengi legið fyrir að Bandaríkin og Kim stjórnin skilgreina „algjöra kjarnorkuafvopnun“ með mismunandi hætti. Bandaríkjastjórn einblínir á vopnabúr Norður-Kóreu en þarlend stjórnvöld benda réttilega á að yfirgnæfandi meirihluti kjarnorkuvopna við Kóreuskaga eru bandarísk, meðal annars borin af kafbátum. Bandaríkjaher er einnig með umfangsmikla aðstöðu í Suður-Kóreu og Japan. Frá bæjardyrum Norður-Kóreu þarf að taka þetta allt með í reikninginn þegar talað er um algjöra kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Því var engu að síður tekið sem jákvæðu skrefi nú á dögunum þegar gervihnattamyndir sýndu að búið var að jafna við jörðu allar byggingar við einu kjarnorkutilraunastöð sem vitað er um í Norður-Kóreu. Svæðið virðist nú óvirkt. Það er hins vegar mikilvægt að gera greinarmun á eiginlegum kjarnorkutilraunum, þar sem raunveruleg kjarnorkusprengja er sprengd, og framleiðslu og þróun vopnanna. Þá er hægðarleikur að halda áfram að þróa og bæta þá tækni sem þarf til að framleiða kjarnavopn án þess að sprengja fleiri sprengjur. Sérfræðingar telja líklegt að vísindamenn í Norður-Kóreu séu búnir að læra mest allt sem hægt sé að læra af slíkum sprengingum hvort eð er og tilraunasvæðið hafði orðið fyrir miklum skemmdum eftir síðustu tilraunir. Nú sýna nýjustu gervihnattamyndir að enn er verið að stækka og betrumbæta kjarnorkuverið alræmda í Yongbyong. Það er uppspretta stórs hluta þeirra geislavirku efna sem notuð eru í vopnaframleiðslunni, þar á meðal plútóns. Sérfræðingar, sem greint hafa myndirnar, segja að búið sé að bæta við kælikerfi við kjarnakljúfinn sem framleiðir plútón. Þá hafa nokkrar nýjar byggingar risið á svæðinu. Fréttaskýrendur telja þó enga ástæðu til að tengja þessar framkvæmdir við nýjustu vendingar í friðarumleitunum. Kjarnorkuvísindamenn muni bara halda áfram að vinna sínu vinnu þar til þeir fái boð um annað að ofan. Ekkert slíkt boð sé hins vegar á leiðinni fyrr en einhver áþreifanlegur árangur náist í friðarviðræðum og því eðlilegt að kjarnorkuáætlunin haldi áfram um sinn. Það sýnir hins vegar einhug hinna fjársveltu stjórnvalda í Pyongyang að umfang áætlunarinnar er enn að aukast þrátt fyrir mikinn tilkostnað.
Tengdar fréttir Neikvæður áróður Norður-Kóreu horfinn eins og dögg fyrir maísólu Áróður norður-kóreskra yfirvalda hefur tekið stakkaskiptum eftir friðarumleitanir síðustu vikna. 23. júní 2018 20:15 Halda áfram uppbyggingu kjarnorkuvers þrátt fyrir loforð um afvopnun Norður Kóreumenn halda áfram uppbyggingu kjarnorkuversins í Yongbyun. 27. júní 2018 14:45 Norður Kórea hættir við árlega mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum Aflýsing mótmælagöngu Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum er talin gott tákn fyrir samband þjóðanna. 25. júní 2018 12:31 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Neikvæður áróður Norður-Kóreu horfinn eins og dögg fyrir maísólu Áróður norður-kóreskra yfirvalda hefur tekið stakkaskiptum eftir friðarumleitanir síðustu vikna. 23. júní 2018 20:15
Halda áfram uppbyggingu kjarnorkuvers þrátt fyrir loforð um afvopnun Norður Kóreumenn halda áfram uppbyggingu kjarnorkuversins í Yongbyun. 27. júní 2018 14:45
Norður Kórea hættir við árlega mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum Aflýsing mótmælagöngu Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum er talin gott tákn fyrir samband þjóðanna. 25. júní 2018 12:31