Enski boltinn

Warnock heldur áfram að versla leikmenn úr B-deildinni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Verður Aron með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni?
Verður Aron með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni? vísir/getty
Nýliðarnir í ensku úrvalsdeildinni, Cardiff City gengu í dag frá kaupum á þeim Alex Smithies og Bobby Reid. 

Smithies er markvörður sem kemur frá B-deildarliðinu QPR og borgar Cardiff rúmar 3 milljónir punda fyrir þennan 28 ára gamla Englending en hann hefur aldrei leikið í ensku úrvalsdeildinni áður.

Bobby Reid er 25 ára gamall miðjumaður sem kemur frá B-deildarliðinu Bristol City en hann var frábær á síðustu leiktíð; skoraði 19 mörk í 46 leikjum og var valinn í úrvalslið deildarinnar að tímabilinu loknu. Cardiff þarf að punga út rúmum 10 milljónum punda fyrir Reid.

Neil Warnock hefur verið duglegur að versla leikmenn úr B-deildinni í sumar en félagið hafði áður fest kaup á Greg Cunningham frá Preston North End og Josh Murphy frá Norwich.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefur verið á mála hjá Cardiff síðan árið 2011 en óvissa ríkir um framtíð hans nú þar sem hann er samningslaus.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×