Fótbolti

Ruglið heldur áfram hjá Sporting | Rekinn eftir níu daga í starfi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Afskaplega stutt stopp
Afskaplega stutt stopp vísir/getty
Sinisa Mihajlovic hefur verið rekinn úr starfi sem knattspyrnustjóri Sporting Lissabon, aðeins níu dögum eftir að hafa verið ráðinn í starfið.

Mihajlovic var ætlað að koma ró á ástandið í félaginu en allt hefur verið í upplausn eftir skrautlegt tímabil þar sem stuðningsmenn réðust til að mynda á leikmenn í kjölfar lélegs árangurs.

Flestir af bestu leikmönnum félagsins hafa rift samningum sínum við félagið á undanförnum vikum; leikmenn á borð við Rui Patricio, William Carvalho, Gelson Martins og Bas Dost svo einhverjir séu nefndir.

Ástæðan fyrir brottrekstri Mihajlovic er sú að Bruno de Carvalho, fyrrum forseti Sporting og maðurinn sem réði Mihajlovic, hefur nú verið látinn fara frá félaginu en stjórn félagsins tók þá ákvörðun að bola honum í burtu. Í kjölfarið var Mihajlovic látinn taka poka sinn af nýjum forseta félagsins.

De Carvalho er upphafsmaðurinn af óeiningunni sem ríkir innan félagsins í dag eftir að hafa sett leikmenn liðsins í bann vegna slakrar frammistöðu á síðustu leiktíð.

Sporting Lissabon er því að nýju komið í þjálfaraleit og ljóst að um er ræða eitt mest krefjandi starf í heimsfótboltanum.

Tengdar fréttir

Stuðningsmenn réðust á leikmenn Sporting

Sporting frá Lissabon ætlar að spila bikarúrslitaleikinn um næstu helgi þó svo menn þar á bæ séu í áfalli eftir að stuðningsmenn félagsins réðust á leikmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×