Annar maðurinn kærði úrskurð héraðsdóms til Landsréttar en hinn ákvað að una niðurstöðunni, að því er segir í Facebook-færslu lögreglunnar á Austurlandi. Lögreglan segist hafa rökstuddan grun um að mennirnir hafi brotið af sér víðar á landinu síðustu daga.
Það var í hádeginu í gær sem íbúi á Fáskrúðsfirði kom að öðrum mannanna í íbúð sinni. Innbrotsþjófurinn kýldu íbúann í kviðinn og flúði í framhaldinu á bifreið á ofsaferð.
Á Breiðdalsvík setti lögregla upp stöðvunarpóst sem ökumaður bifreiðarinnar sinnti ekki og var henni ekið fram hjá lögreglubifreiðinni og út af veginum. Bifreiðin var þó á lítilli ferð þegar henni var ekið útaf svo ekki hlutust slys af.
Mennirnir tveir sem voru í bifreiðinni eru grunaðir um að taka þátt í skipulagðri brotastarfssemi.