Erlent

Sprenging á sjúkrahúsi í Texas

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lögreglan í Gatesville birti þessa mynd á Facebook-síðu sinni eftir sprenginguna.
Lögreglan í Gatesville birti þessa mynd á Facebook-síðu sinni eftir sprenginguna. GPD
Einn er látinn og nokkrir særðir eftir sprengingu við sjúkrahús í Texas-ríki í Bandaríkjunum. Sprengingin varð á vinnusvæði í nágrenni spítalans í borginni Gatesville klukkan 14:30 að staðartíma í gær.

Vitni segja í samtali við þarlenda fjölmiðla að svo virðist sem stærðarinnar rafmótor hafi sprungið í loft upp.

Spítalinn og nálæg hjúkrunarheimili voru rýmd eftir sprenginguna og er rafmagn sagt hafa farið af hluta borgarinnar.

Myndir sem birtust á samfélagsmiðilum sýna mikinn svartan reyk stíga upp frá sprengjusvæðinu.

Málið er nú til rannsóknar. Ólíklegt er talið að fleiri kunni að finnast látnir og búist er við því að hægt verði að hjúkra öllum hinum særðu til heilsu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×